Frétt

Stakkur 49. tbl. 2003 | 10.12.2003 | 14:51Línuívilnun og byggðakvóti

Frumvarp er komið fram um línuívilnun og Einari K. Guðfinnsson álítur þar að finna ágætis málamiðlun varðandi málið. Kristinn H. Gunnarsson hafði áður boðað að hann myndi aðstoða sjávarútvegsráðherra á þann hátt, að leggja sjálfur fram sitt eigið frumvarp ef ráðherrann þryti örendið. Nú kemur ekki til þess og Einar Oddur Kristjánsson hefur lýst yfir stuðningi sínum ásamt Gunnari Birgissyni, bróður Kristins. Um línuívilnun greinir menn nokkuð á og fer eftir hagsmunum hvoru megin menn standa. Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er mjög andsnúinn hugmyndinni um línuívilnun og finnur henni allt til foráttu. Telur hann að með því sé verið sé að flytja aflaheimildir frá burðugri útgerðarstöðunum og til hinna veikari, án þess að yfirlýst markmið náist, að styrkja veikari útgerðarstaðina. Vissulega er það svo að allt bendir til þess að einungis sé verið að flytja heimild til veiða á milli þeirra sem nú þegar eiga rétt í kerfinu. Því til viðbótar kemur, að fyrir liggur að leggja skuli af byggðakvótann, sem sveitarstjórnir hafa verið tregar til að úthluta, enda alltaf uppi vandamál þegar að því kemur að deila tamörkuðum gæðum.

Fróðlegt væri að sjá hver heildaráhrif af frumvarpinu verða, fari svo að það öðlist lagagildi. Hver verður staða sjávarbyggðanna eftir boðaða breytingu? Því er ekki auðvelt að svara, en tilgangurinn með línuívilnunni er tvíþættur og hvoru tveggja af hinu góða. Í fyrsta lagi er verið að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem farið var að þvælast fyrir þingstörfum og í öðru lagi eru hagsmunir hinna veikari byggða hafðar að leiðarljósi, að sögn Einars K. Guðfinnssonar formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins. En nú bregður svo við að fjórði Vestfjarðaþingmaðurinn, Guðjón A. Kristjánsson, virðist hafa efasemdir um framsetninguna í frumvarpinu. Nú er fallin sú röksemd að loforðið verði ekki efnt, en enginn veit svo sem hvort efndirnar duga til þess að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni, þar sem byggðir við sjávarsíðuna standa höllum fæti. Það er oft svo, að þegar kemur til kastanna að stýra atvinnulífinu með sértækum aðgerðum stjórnvalda, að erfiðleikarnir koma í ljós.

Því hefur verið varpað hér fram á þessum vettvangi, að rannsókn skorti á því hve miklu, hve mörgum störfum í landi, útgerð smábáta skili á Vestfjörðum. Með sama hætti er fróðlegt að fá fram, að áliti alþingismanna, hver verði árangur hinnar nýju tilhögunar varðandi aukningu atvinnu. Svör við þessum spurningum munu nefnilega varpa ljósi á það hvort skynsamlegt geti talist að samþykkja breytta tilhögun. Ekki má heldur gleyma því, að eftir því sem best verður skilið mun línuívilnun ryðja burt byggðakvótanum. Hver er þá hagurinn af kerfisbreytingunni?

Þegar upp er staðið virðast þessar einstöku aðgerðir snúast um að flytja til aflaheimildir, að því er best verður séð, á kostnað þeirra sem hafa sætt kvótaskerðingu undanfarin ár. Á sama tíma fækkar sjómönnum á stóru skipunum og tekjur sjómanna lækka. Hagsbótin í landi skilar sér ekki, því miður.


bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli