Frétt

| 30.03.2001 | 14:14Dæmd í 14 ára fangelsi

Kona um fertugt var í dag dæmd í 14 ára fangelsi fyrir að verða karlmanni að bana í íbúð við Leifsgötu í Reykjavík síðastliðið sumar. Konan var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa rænt fé af manninum sem hún banaði og voru tveir karlmenn jafnframt sýknaðir af ákæru um að hafa tekið við hluta fjárins sem konan var ákærð fyrir að hafa rænt. Konan, Bergþóra Guðmundsdóttir, var ákærð fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í kjallaraíbúð á Leifsgötu 10 hinn 23. júlí sl. og rænt af honum seðlaveski sem í voru um 100.000 krónur. Konan neitaði sakargiftum.
Karlmennirnir tveir, annar á sjötugsaldri en hinn rúmlega fertugur, voru ákærðir fyrir hylmingu með því að hafa tekið við 5-20.000 krónum af ránsfeng konunnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið sé sannað með réttarkrufningu að banamein Hallgríms hafi verið kyrking. Atburðarásin á Leifsgötu 10 sunnudaginn 23. júlí sé um margt óljós. Framburður Bergþóru um atburðina sé mjög óstöðugur. Eigi það bæði við um átökin sem hún viðurkenndi að hafa átt í við Hallgrím og um það hvernig hún hlaut áverka á höndum.

Bergþóra viðurkenndi að hafa lent í átökum við Hallgrím, en hann hafi ekki þá hlotið bana. Í dómnum er vísað til vitnisburða karlmannanna tveggja sem urðu vitni að átökunum og þeir sögðu að þau hefðu verið allharkaleg. Fram kemur í dómnum að persónuleikaraskanir greindust í fari Bergþóru við geðrannsókn og því er lýst að þessir eiginleikar í fari hennar geti valdið því að hún skipti mjög fljótt skapi, geti orðið reið og heiftug og sé með léleg raunveruleikatengsl. Tryllingsleg viðbrögð séu þekkt hjá einstaklingum með persónuleikaraskanir eins og Bergþóra og þekkt sé að slíkir einstaklingar geti í uppnámi skaðað bæði sjálfa sig og aðra.


Dómurinn telur áverkana á líki Hallgríms sýna að atlaga Bergþóru að Hallgrími hafi verið ofsafengin. Þessi viðbrögð hennar komi heim og saman við persónuleikaraskanir í fari hennar. Dómurinn telur mega ráða af vitnisburðum og vísbendingum að Hallgrímur hafi verið látinn er Bergþóra stóð á fætur upp frá dýnunni þar sem hún hafði kropið yfir Hallgrími eða setið ofan á honum og þá hafi hún þrengt að hálsi hans svo af hlaust bani.

„Atlaga ákærðu að hálsi Hallgríms var mjög harkaleg og brotnuðu bæði barkabrjósk og tungubein. Dómurinn telur að svo harkaleg og ofsafengin atlaga að hálsi manns, þar sem æðar liggja til heilans, eins þótt atlagan hafi aðeins staðið yfir stuttan tíma, sé svo hættuleg lífi þess er verður fyrir árásinni að þeim sem hana gerir sé ljóst, eða megi vera ljóst, að langlíklegast sé að bani hljótist af. Dómurinn telur því brot ákærðu varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940," segir í niðurstöðu dómsins.

Bergþóra hefur áður hlotið 8 refsidóma frá árinu 1992, þar af einn dóm Hæstaréttar. Dómarnir eru fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik og líkamsárás. Hún hlaut síðast refsidóm í janúar 1999, 6 mánaða fangelsi fyrir skjalafals.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli