Frétt

mbl.is | 09.12.2003 | 13:09Ríkið dæmt til að borga konu bætur vegna gæsluvarðhalds

Íslenska ríkið var dæmt í morgun til að greiða hálffimmtugri konu 600.000 krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti án nægilegs tilefnis í fyrra vegna rannsóknar á láti manns í Kópavogi. Konan krafðist 15 milljóna í bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið lögmæt skilyrði, eða í öllu falli eins og á stóð, ekki nægilegt tilefni til handtöku hennar 11. mars í fyrra eða til að úrskurða hana í gæsluvarðhald 12. mars og því síður að framlengja gæsluvarðhaldið og láta hana sitja í gæsluvarðhaldi allt til 11. apríl í fyrra.
Dómari segir að aðstæður á vettvangi hafi verið þannig að allt benti til þess að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar hafi sýnt fram á að dánarmein hins látna yrði rakið til áverka á kvið. Þá hafi einnig legið fyrir niðurstaða tæknideildar um að blóð hefði verið þrifið í svefnherberginu þar sem hinn látni lá.

Að þessu virtu og ruglingslegum framburði konunnar á vettvangi og samtals hennar við Neyðarlínu yrði að telja að hún hafi verið undir rökstuddum grun um að hafa átt þátt í refsiverðum verknaði. Því hafi borið nauðsyn til að handtaka hana til þess að koma í veg fyrir að sakargögnum væri spillt.

Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að konan hafi setið lengur í varðhaldi en rannsóknarnauðsynjar gáfu tilefni til eða í 24 daga, frá 18. marstil 11. apríl 2002. Við ákvörðun bóta sagði hann að gæta þyrfti þess að fram til 18. hafi hún sætt réttmætu gæsluvarðhaldi.

Í dómi sínum finnur dómari að fullyrðingum í kröfugerð sýslumannsins í Kópavogi um gæsluvarðhald yfir konunni og síðar framlengingu þess um að allt bent til þess að hún, ein eða ásamt öðrum manni, hafi lent í rifrildi við hinn látna, líklega út af peningum sem hann hefði sagt að hann ætti. Það hafi svo endað með átökum. Þessar ályktanir lögreglu virtust dómara að miklu leyti byggðar á getgátum sem ekki voru studdar haldbærum gögnum.

Dómarinn hafnaði því að framkvæmd gæsluvarðhaldsvistar konunnar hafi verið mun hættulegri og meira særandi og móðgandi en þörf hafi verið á. Hann felldi gjafsóknarkostnaður hennar að fjárhæð 988.500 krónur, þar með talin 985 þúsund króna málflutningsþóknun lögmanns hennar, á ríkissjóð.

Tæplega fertugur maður sem ásamt konunni var handtekinn í íbúð hins látna fór einnig í mál við ríkið og krafðist tveggja milljóna króna í bætur fyrir tilefnislaust gærsluvarðhald. Var öllum kröfum hans hafnað. Maðurinn fékk gjafsókn í málinu og var kostnaður hans, þar með talin 560.000 króna málflutningsþóknun lögmanns hans, felld á ríkissjóð.

Ákveðið var í fyrrahaust að ekki yrði höfðað refsimál vegna andláts mannsins í Hamraborg í Kópavogi.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli