Frétt

mbl.is | 05.12.2003 | 17:31Fjárlög samþykkt á Alþingi með 6,7 milljarða afgangi

Alþingi samþykkti í dag fjárlög fyrir árið 2004 en í lokaatkvæðagreiðslu samþykktu 32 þingmenn stjórnarflokkanna frumvarpið en 28 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Afgangur á fjárlögunum jókst í meðförum þingsins og er rúmlega 6,7 milljarðar króna. Í atkvæðagreiðslunni var m.a. felld tillaga um að hækka örorkulífeyri um 528 milljónir króna með 32 atkvæðum stjórnarflokkanna gegn 28 atkvæðum stjórnarandstöðuflokkanna. Ein breytingartillaga frá stjórnarandstöðunni var samþykkt. Hún var frá fulltrúum Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og gerði ráð fyrir að 10,8 milljónum verði varið til uppbyggingar símenntunarstöðva í svonefndu FS-neti. Tillagan var samþykkt með 60 samhljóða atkvæðum.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði við lokaatkvæðagreiðsluna, að afgangur á fjárlagafrumvarpinu hefði aukist í meðförum þingsins um 3-400 milljónir frá því frumvarpið var lagt fram í upphafi þings. Þessi niðurstaða staðfesti að þau efnahagslegu markmið, sem að var stefnt í frumvarpinu, hefðu náðst og niðurstaðan væri mikilvæg með tilliti til þeirra gríðarlegu verkefna sem framundan væru í hagstjórninni. „Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn eru staðráðin í því að sýna fyllstu ábyrgð við það mikla verkefni," sagði Geir.

En Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði fjárlögin fjárlög svikanna því þetta væru fyrstu fjárlög ríkisstjórnar eftir kosningar þegar lofað var að efna samning við öryrkja, lækka skatta og hækka húsnæðislán. Þess í stað hefði samkomulag við öryrkja verið svikið, skattar væru hækkaðir og vaxtabætur væri lækkaðar. Einar Már sagði að fjárlagafrumvarpið minnti meira á sýndarveruleik en raunveruleikann og því miður væri hætt við því, að þegar fjáraukalög fyrir árið 2004 verði afgreidd næsta haust verði orðið lítið úr þeim afgangi sem nú væri á fjárlögunum. „Þess vegna er alvarlegt fyrir atvinnulífið og þjóðarbúið að þau skilaboð skuli send út í þjóðfélagið, að þessi fjárlög séu ekki marktækt plagg," sagði Einar Már.

Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að með fjárlagafrumvarpinu væri sú stefna mótuð að færa þjóðinni sérstakan skattajólapakka sem innihéldi nýjar álögur á fólkið í landinu en ekki skattalækkanir eins og lofað var. Og Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði einnig að fjárlagafrumvarpið einkenndist af sviknum loforðum og ríkisstjórnin sæti í skjóli svikinna kosningaloforða. Lofað hefði verið tuga milljarða króna skattalækkunum en eina skattalækkunin væri hjá þeim sem greiddu hátekjuskatt en skattbyrði þeirra sem lægstar hefðu tekjurnar ykist. Skerðing á rétti atvinnulausra, hækkun á komugjöldum og hlut sjúklinga í lyfjakostnaði, hafi hins vegar ekki verið meðal kosningaloforða Framsóknarflokksins en væru nú að verða staðreynd. Skoraði Jón á stjórnarflokkana að efna eitt kosningaloforð, að standa við samkomulagið við Öryrkjabandalagið.

Það samkomulag var áberandi í atkvæðaskýringum þingmanna í dag. Þegar greidd voru atkvæði um tillögu um hækkun örorkubóta um 528 milljónir sagði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. að það hefði verið ömurlegt að fylgjast með stjórnarmeirihlutanum í þessu máli sem hefði lýst yfir áframhaldandi stríði við öryrkja.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sagði að stjórnarandstaðan hefði orðið sér til skammar upp á hvern dag í fjárlagaumræðunni í haust. Samfylkingin hefði klæðst nýjum flokksbúningi, saumuðum af Gróu á Leiti og gert málflutning Gróu að sínum. „Allt eru svik og heiðarlegir menn eru bornir þungum sökum. Þjóðin veit að Jón Kristjánsson segir satt. Hann er maður orðsins. Ég segi við forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins: Guð fyrirgefi ykkur. Þið vitið ekki hvað þið eruð að gjöra," sagði Guðni og sagðist fordæma málflutning stjórnarandstöðunnar sem ekki fagnaði og viðurkenndi að verið væri að landa stærstu kjarabót öryrkja um áratugi, hækkun örorkubóta úr 2,8 milljörðum í 3,8 milljarða eða um 37%.

Í sama streng tók Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sagði að sá milljarður, sem örorkubæturnar hækkuðu um, samsvöruðu því að hver öryrki fengi 8 þúsund krónur til viðbótar á mánuði og það kostaði hvern einasta Íslending 4 þúsund krónur á ári því það væri ekki ríkisstjórnin sem greiddi þetta heldur almenningur.

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði að í fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir 1 milljarði króna til að aldurstengja örorkubætur í samræmi við það samkomulag sem gert hefði verið í mars. Réttindabarátta öryrkja myndi halda áfram og ákvæði væri um það í greinargerð fyrirliggjandi frumvarps að þetta mál verði yfirfarið á miðju næsta ári.

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli