Frétt

| 29.03.2001 | 04:14Sælt er sameiginlegt skipbrot

Viss ummæli sem tölvuvísindamaðurinn Jaron Lanier viðhefur í tímaritsviðtali í síðustu viku eru uppörvandi fyrir þá sem hafa bölvað sjálfgefnum skipunum í Microsoft Word, sem engin leið virðist að losna við. Forritið tekur einfaldlega völdin og breytir að sínu höfði því sem slegið er inn eða unnið er með, hvernig svo sem reynt er að komast undan slíkri óumbeðinni forsjá, hvernig svo sem reynt er að fara eftir leiðbeiningum, hvernig svo sem ungir tölvunördar reyna að segja manni til.
Eða þá (og öllu frekar) að þeir segja einfaldlega (með orðum): Það eiga allir að geta breytt þessu. En segja um leið með svipnum – yfirlætissvip þeirra sem eru nógu vitlausir til að halda að þeir viti allt: Þú ert of gamall og vitlaus til að geta ráðið við einföldustu atriði í tölvum.

Lanier, sem er fertugur að aldri, er heimsþekktur sem einn af helstu frumkvöðlum tölvuheimsins. Hann er höfundur hugtaksins „Virtual Reality“ eða sýndarveruleika. Hann er einn þeirra sem þróuðu fyrsta „tölvuhanskann“ (data glove), tölvuhjálminn og fyrstu not af sýndarveruleika í skurðlækningum og bílasmíði.

Í viðtali í vikuritinu Der Spiegel er hann spurður: Kemur fyrir að tölvan þín fari í taugarnar á þér? Og hann svarar: Sannarlega. Síðast í morgun. Ég var að vinna með Microsoft Word. Skelfilegt. Forritið er illa skrifað, kauðalegt og óáreiðanlegt.

Spiegel: Hvers vegna notarðu það þá?
Lanier: Ég hef mikla andúð á Word. En ég nota það svo að textar mínir gangi á tölvum þeirra sem ég vinn með. Þegar ákveðið er hvað skal kaupa snýst málið ekki lengur um gæði hugbúnaðarins heldur fyrst og fremst um að hann gangi líka annars staðar. Að því kemur jafnan, að ekki er lengur hægt að nota annað en það sem hefur sigrað.
Spiegel: Hvað angrar þig helst í Word?
Lanier: Fyrst og fremst sjálfvirka stafsetningarleiðréttingin. Ég er að vinna að verkefni sem nefnist Tele-Immersion. Ég stytti það gjarna í tele-i. En Word-forritið breytir litla i-inu alltaf í stórt I.
Spiegel: Hvort ykkar hafði betur í þessu stríði, tölvan eða þú?
Lanier: Ég varð að lúta í lægra haldi og hafa stórt I. Ég átti engan annan kost. Vesenið hefði verið of mikið.
Spiegel: En það er hægt að taka sjálfvirku leiðréttinguna úr sambandi...
Lanier: Það er nákvæmlega það sem þeir hjá Microsoft segja alltaf þegar ég tala um þetta. En fram að þessu hefur engum þeirra tekist að koma því til leiðar í minni tölvu.

Mórallinn í pistlinum er þessi: Kannski er maður ekki svo vitlaus þegar allt kemur til alls.

– Hlynur Þór Magnússon.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli