Frétt

bb.is | 03.12.2003 | 15:34Gíslasöguverkefni í ferðaþjónustu á Vestfjörðum komið vel af stað

Íslenskir víkingar á góðri stundu.
Íslenskir víkingar á góðri stundu.
Gíslasöguverkefni í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, sem er eitt sex íslenskra þátttökuverkefna í fjölþjóðlega samstarfsverkefninu „Destination Viking“, er komið vel af stað að sögn Dorothee Lubecki, ferðamálaulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, enda eigi það sér nokkurra ára sögu. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og gengur m.a. út á að halda til haga sögulegri arfleifð víkinganna og nýta hana í þágu ferðaþjónustunnar.
„Hugmyndin kviknaði fyrir 5-6 árum en þá fórum við að velta fyrir okkur að það þyrfti nauðsynlega að vinna úr þessu efni sem Gíslasaga er. Fyrsta skrefið, og grunnurinn að því starfi sem nú er í gangi, var skýrsla sem byggði meistaraprófsritgerð Kerstin Bürling við Rheinische Friedrich-Wilhelms-Universität í Bonn. Kerstin hlaut styrk frá evrópska Leonardo-verkefninu til rannsóknarvinnu hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða frá vori og fram á haust 1999 og hafði áður unnið í hálft ár hjá Atvinnuþróunarfélaginu. Ritgerð hennar er mikill hugmyndabanki um hvernig hægt sé að tengja Gíslasögu ferðaþjónustunni og búa þannig fjölbreyttara menningarefni í hendur ferðafólki“, segir Dorothee.

Meðal þess sem gert hefur verið í tengslum við verkefnið á yfirstandandi ári er gerð víkingafatnaðar og vinna við þróa viðburði sem ferðamenn geta tekið þátt í. Er að sögn Dorothee stefnt á að fara af stað með eitthvað slíkt næsta sumar og er þá bæði verið að hugsa um hópa og einstaklinga. Sem vísi að þessu nefnir hún einnig Dýrafjarðardaga sem haldnir voru í sumar. Fyrir skömmu var stofnað áhugamannafélag um verkefnið og er formaður þess Þórhallur Arason á Þingeyri.

„Eitt sem verkefnið gerir ráð fyrir er að þróuð verði söguslóð með upphaf í Önundarfirði þar sem sagan hefst. Síðan vill svo skemmtilega til að atburðir sögunnar gerast margir í nágrenni núverandi þjóðvegar þannig að hægt verður að koma fyrir skiltum meðfram honum þar sem sagan er rakin. Leiðin myndi einnig tengja suður- og norðurhluta Vestfjarða með sameiginlegum söguþræði. Þá er þróun gönguleiða á dagskránni, útgáfa korta og kynningarefnis og fleira mætti telja“, segir Dorothee.

Hún segir hið alþjóðlega samstarf afar mikilvægt en fólk hittist reglulega til að bera saman bækur sínar, bæði hér á landi og erlendis. „Það er t.d. mikilvægt að allir séu ekki að gera það sama heldur nái að marka sér vissa sérstöðu. Hinn sameiginlegi þráður, víkingarnir, tengja þó öll verkefnin saman. Þannig mynda þau eina heild sem t.d. auðveldar kynningu og markaðsstarf. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum hlutum í því sambandi t.d. auglýsingum, ferðapökkum og fleiru“, sagði Dorothee Lubecki.

Sá hluti „Destination Viking“ verkefnisins sem Ísland tekur þátt í nefnist „Saga Lands“ og að því koma 18 víkingaverkefni frá sex löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð, ásamt aðilum frá Labrador, Nýfundnalandi og eyjunni Mön.

Þetta er fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga og jafnframt stærsta Evrópuverkefni á sviði menningarferðaþjónustu sem Íslendingar taka þátt í til þessa. Byggðastofnun er í forsvari fyrir verkefnið en verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Sex íslenskir þátttakendur eru í verkefninu og er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða fulltrúi Vestfirðinga og Gíslasöguverkefnisins. En auk þess taka þátt: Dalabyggð með Eiríksstaði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf. í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í árslok 2005.

Frá þessu er greint á heimasíðu Ferðamálaráðs.

kristinn@bb.is

Heimasíða „Destination Viking“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli