Frétt

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður | 03.12.2003 | 13:18Burt með smábæjarskattinn

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Í sumar sem leið varð nokkur umræða um innheimtu á sérstökum löggæslukostnaði á útihátíðum úti á landi. Þessi innheimta hefur verið umdeild um nokkurt skeið en keyrði þó um þverbak þegar unglinglandsmót UMFÍ á Ísafirði í sumar var krafið um að greiða þennan sérstaka löggæslukostnað. Ástæðurnar fyrir því að brýn nauðsyn er á að fella í burtu heimild til þess að innheimta þennan umdeilda löggæslukostnað eru einkum eftirfarandi:
Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtu löggæslukostnaðarins ótraustur.
Í skýrslu starfshóps sem skipaður var af dómsmálaráðherra til að fara yfir reglur og lagaumgjörðir varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Grundvöllur kröfu til greiðslu á löggæslukostnaði virðist byggjast á því að um skemmtun sé að ræða sem skemmtanaleyfi þurfi fyrir og þá jafnframt að um „skemmtistað“ sé að ræða. Í lögum er hins vegar ekki skilgreint hvers konar skemmtanir þurfi skemmtanaleyfi eða hvað sé skemmtistaður í skilningi laganna.

Undirritaður var staddur á Ísafirði í sumar þar sem Unglingalandsmót UMFÍ fór fram og finnst sem lögregluyfirvöld hafi teygt og togað hugtakið skemmtistað ansi langt og séu í raun á mjög hálum ís varðandi túlkun á reglugerð um löggæslu á skemmtunum.

Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Svo dæmi sé tekið var lítil bæjarhátíð sem haldin var á Skagaströnd í sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð í ennþá stærri bæ, Akureyri. Þar var hins vegar ekki innheimtur umræddur löggæslukostnaður þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögregluna. Hvaða rök eru fyrir, að því er virðist, þessari handahófskenndu gjaldtöku? Það er ekki hægt að sjá að nokkur málefnaleg og haldbær rök liggi þar ljós fyrir og því ber að taka þessa heimild frá lögreglustjórum svo þeir geti ekki beitt henni.

Í fyrra beindi íbúi á Skagaströnd fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins þar sem hann furðaði sig á þessu óréttlæti. Í svari dómsmálaráðuneytisins kom m.a. fram að það skipti verulegu máli hvar hátíðir væru haldnar á landinu. Þar kom fram að þar sem fjölmennt lögreglulið væri fyrir væri kostnaður ekki innheimtur en þar sem fámennt lögreglulið er, svo sem á Blönduósi, yrði umrætt gjald innheimt. Í framhaldi af svari dómsmálaráðuneytisins hljóta menn því að spyrja hvort landsmenn séu jafnir fyrir lögunum. Eða er umræddur löggæslukostnaður einungis sérstakur smábæjaskattur?

Unglingalandsmót UMFÍ var rukkað um löggæslukostnað á Ísafirði en veit einhver dæmi þess að rukkað hafi verið sérstaklega fyrir kostnað vegna löggæslu við landsleik í knattspyrnu eða á stórum rokktónleikum í Reykjavík? Það blasir þó við að það hlýtur að vera mun meiri löggæslukostnaður vegna landsleiks í knattspyrnu en fjölskyldusamkomu eins og unglingalandsmótin eru.

Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglunnar er greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Þeir fjármunir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Íslenska ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Innheimta löggæslukostnaðarins er aftur á móti uppspretta deilna og þrætumála við þá aðila í landinu sem síst skyldi en maður skyldi ætla að tíma og kröftum lögreglustjóra á landsbyggðinni væri betur varið í önnur og mikilvægari verkefni en að standa í stappi við íþróttahreyfinguna eða sveitarfélögin.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga frá undirritiðum til þess að fella í burtu heimild til þess að innheimta löggæslukostnað og nú reynir á vilja þingsins til þess að hætta innheimtu þessa óréttláta gjalds.

Sigurjón Þórðarson alþingismaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli