Frétt

| 28.03.2001 | 16:04Glæsileg Þjóðahátíð Vestfirðinga

Laugardaginn 24. marz síðast liðinn fór lokahátíð Þjóðahátíðarinnar fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði, en hún var nú haldin í fjórða sinn. Hugmyndin að baki hátíðahaldanna er góð vegna þess að samfélagið tekur nú miklum breytingum og verður stöðugt alþjóðlegra á Íslandi, ekki síst á Vestfjörðum. Oft hljómar það ankannalega að heyra um atvinnuleysi á Íslandi, þegar litið er til þess að fólk sem er fætt erlendis er 5% íbúa landsins og sinnir mikilvægum störfum, eins og fram kom í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á hátíðinni á laugardaginn. Jafnframt upplýsti ráðherann að hlutfallið væri mun hærra á Vestfjörðum eða 9%, enda hæst á landinu. Samkvæmt því eru útlendingar nálægt 800 á Vestfjörðum einum. Þjóðahátíðin er því eðlilegur þáttur í mannlífinu hér og þátttakan sýndi að Vestfirðingar hafa áhuga á því sem þar var fært fram. Kynning á menningu fólks sem runnið er upp í annarri menningu en þeirri sem við eigum að venjast er gagnleg og nauðsynleg.

Íslendingum er hollt að kynnast fjölbreyttri menningu þess fólks sem hefur valið sér að setjast að hér og festa rætur í ólíku umhverfi og aðlaga sig annars konar menningu. Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, hefur staðið sig með mikilli prýði við þessi hátíðahöld, sem stóðu í rúma viku, en þau hófust laugardaginn 17. mars síðast liðinn í Súðavík. Þetta er í fyrsta skiptið sem hátíðahöldin standa svo lengi, en áður hafa þau verið bundin við einn dag í senn. Þessi nýjung kann að hafa valdið því aðsókn hefði mátt vera betri við setningu hátíðarinnar í Súðavík, því fólk þarf að laga sig að nýjum og breyttum háttum.

Páll Pétursson félagsmálaráðherra færði bókasafninu á Ísafirði peningagjöf til kaupa á bókum á tælensku og pólsku, ásamt því að kynna ráðningu forstöðumanns Nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum, en sú er Elsa Arnardóttir.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og unnusta hans Dorrit Moussaieff, heiðruðu gesti á lokahátíðinni með nærveru sinni, en áður höfðu þau heimsótt Þróunarsetrið í Ísfirðingshúsinu og kynnt sér starfsemi þess. Forsetinn ávarpaði hátíðargesti og gerði að umræðuefni þá miklu menningu sem Vestfirðingar búa að og fjölbreytnina sem fer vaxandi með nýju fólki, sem losar um rætur sínar úti í hinum stóra heimi og festir þær að nýju í framandi umhverfi. Eftirtektarvert var hversu mikið hinum nýju Vestfirðingum þótti til um að þjóðhöfðinginn sækti hátíðina heim og hve alþýðleg hann og unnusta hans voru. Þau heilsuðu fólki og gáfu sér tíma til þess að ræða við það um fyrri heimkynni. Nokkrir báðu um mynd af sér með forsetanum eftir slíkt samtal og brást hann ljúflega við því. Þótti þeim mikið til koma og eiga víst öðru að venjast frá heimalöndum sínum. Forsetinn á þakkir skilið fyrir þá umhyggju sem hann sýndi Vestfirðingum á hátíðinni, eldri sem yngri, óháð uppruna þeirra.

Rótum og öðrum sem gerðu Þjóðahátíðina mögulega eru færðar þakkir. Hún er komin til að vera.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli