Frétt

Leiðari 13. tbl. 2001 | 28.03.2001 | 16:02Í faðmi vestfirskra fjalla

Fólk af erlendu bergi brotið unir sér vel á Vestfjörðum. Fyrir því er löng hefð þótt fyrri tíma búseta útlendinga hér um slóðir hafi ekki verið í líkingu við það sem við þekkjum í dag.

Ísafjörður hefur notið þessa í ríkum mæli. Flettum blöðum sögunnar. Þetta útlenda fólk, sem kom úr allt öðru umhverfi úti í hinum stóra heimi en því umhverfi sem tók við hér í fámenninu, undi hag sínum vel, festi rætur og varð þekktir og góðir borgarar, setti svip á umhverfið með atorku sinni og dugnaði. Án þeirra hefði Ísafjörður fyrri tíma verið annar bær og fátækari á margvíslegan hátt.

Þótt mörgum samlandanum komi það jafnoft í opna skjöldu og veðurfarið á Fróni, að utan hringvegar, að ekki sé talað um 101 Reykjavík, skuli þrífast mannlíf, þá er það svo engu að síður. Og meira að segja alla jafnan mjög gott. Þjóðahátíðin hin fjórða staðfesti þetta. Á Vestfjörðum hefur mótast alþjóðlegt samfélag. Þar býr nú fólk af yfir fjörutíu þjóðernum, úr öllum áttum. Og kemur vel saman.

En nú skal sótt fram til að koma Vestfjörðum enn frekar á hið fjölþjóðlega kort mannlífsins.

Hugmynd Elísabetar Gunnarsdóttur, arkitekts, um nýtingu á lausum íbúðum í félagslega íbúðakerfinu fyrir erlenda fræðimenn og listamenn, sem hingað vilja koma til að sinna hugðarefnum sínum í lengri eða skemmri tíma, er afar athyglisverð. Og mun, ef vel tekst til, auðga og setja mark sitt á mannlífið hér vestra. Er vel að nú þegar hefur náðst samkomulag milli teiknistofunnar Kola og salts ehf., sem Elísabet starfrækir á Ísafirði, og Ísafjarðarbæjar, um að hrinda hugmynd hennar í framkvæmd. Rétt þykir að vitna hér til orða Elísabetar í þessu sambandi:

„Sá hópur listamanna og fræðimanna sem býr í borgum stækkar sífellt og þeim fer fjölgandi sem leita eftir kyrrlátu og fögru umhverfi til að einbeita sér að ákveðnum verkefnum í takmarkaðan tíma. - Landið (okkar) hefur fengið talsverða athygli og kynningu á síðustu árum vegna listamanna sem láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi, áhugi fyrir landinu hefur aukist mikið (það má með réttu halda því fram að landið sé í tísku um þessar mundir).“

Og látum Elísabetu eiga lokaorðin um áhrif og ábata þessa fyrir samfélagið: „Glöggt er gests augað – kennir Íslendingum sjálfum (t.d. Stór-Reykvíkingum) að meta hvað landið hefur upp á að bjóða.“

Hér er þarft verk að vinna.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli