Frétt

| 28.03.2001 | 10:23„Nú er of langt gengið“

Halldór Blöndal, forseti Alþingis.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ritar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni Nú er of langt gengið ef rétt er eftir haft. Þar segir Halldór m.a.: Í Morgunblaðinu í gær eru undarleg ummæli höfð eftir Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins og formanni Byggðastofnunar, þar sem hann hreytir í Þorstein Vilhelmsson skipstjóra og útgerðarmann: „Hann (þ.e. Þorsteinn) hefur nú sjálfur fengið stærstu gjöfina frá ríkinu, 3.150 milljónir kr., og mér finnst það skekkja samkeppnisstöðu í sjávarútvegi verulega þegar einn aðili fær svo mikla peninga fyrir það eitt að selja veiðiheimildir. Þetta er stærsta gjöfin sem ríkið hefur veitt nokkrum manni“, o.s.frv.
Halldór gerir síðan miklar athugasemdir við þessi ummæli og segir þar m.a.:

Þeir bræður og frændur, Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir og Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnuðu Samherja, sem brátt varð eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Velgengni fyrirtækisins er meðal annars því að þakka, að það var frumkvöðull í útgerð á frystitogurum og söluafurða þeirra. Það er óþarfi af formanni Byggðastofnunar að öfundast yfir því, þótt nú sem fyrr gefi sjávarútvegurinn þeim mikið í aðra hönd, sem fyrstir færa sér í nyt nýjar verkunar- og geymsluaðferðir til þess að koma fiskinum á markað og hækka með því verðið en draga úr geymslukostnaði. Á þessu hafa allir hagnast, þjóðarbúið, útgerðin og að sjálfsögðu og ekki síst sjómennirnir.

– – –

Þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi hlutabréf sín í Samherja fór ekki króna út úr sjávarútveginum eins og ég hef áður gert grein fyrir hér í Morgunblaðinu. Það sem gerðist var að nýir hluthafar komu að Samherja en Þorsteinn hefur fjárfest í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Samherji, eins og mörg önnur fyrirtæki og raunar einstaklingar í sjávarútvegi, hefur keypt veiðiheimildir til að styrkja stöðu sína og hefur þar með styrkt stöðu sjávarútvegsins í heild. Það hefur með öðru átt þátt í hagvexti síðustu ára og byggt upp batnandi lífsafkomu þjóðarinnar. Nú vill Kristinn H. Gunnarsson gera allar veiðiheimildir upptækar bótalaust á svo og svo mörgum árum, brjóta niður sjávarútveginn og skilja þá einstaklinga eftir í skuldum og sárum sem hafa kosið að gera útgerð og fiskveiðar að ævistarfi. Síðan sér hann það fyrir sér að hann geti svifið á milli sjávarplássanna á loftbelg Byggðastofnunar, útdeilt kvótanum og sagt: ,,Sjá, gjafir eru yður gefnar!" Hann kom einu sinni norður þessara erinda færandi hendi með því að segja við Hríseyinga að sér fyndist að þeir ættu að fá byggðakvótann frá Grímsey. Undir þetta var lítið tekið.

– – –

Svo er önnur villa í þessum ummælum sem líka er vond. Það er gefið í skyn að það beri vott um siðferðisbrest ef einstaklingur sem leggur fé sitt, atorku sína og sjálfan sig í útgerð, fær raunvirðið greitt þegar selt er.

Auðvitað vill enginn festa fé sitt í fyrirtæki sem ekki má selja. Auðvitað sýnir hátt verð á sjávarútvegsfyrirtækjum að atvinnugreinin stendur vel af því að henni hafa verið búin heilbrigð rekstrarskilyrði og af því að hæfir menn og framsýnir starfa innan greinarinnar. Megi það áfram vera svo.

Að síðustu get ég ekki stillt mig um að víkja að rótarlegum ummælum Kristins H. Gunnarssonar um Hraðfrystihúsið Gunnvöru á Ísafirði sem er í hans kjördæmi. Það hafði 23 m.kr. í hagnað á síðasta ári og var meðal þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem bestri afkomu skiluðu af rekstri. Ekki féllu viðurkenningarorð af munni þingmannsins eins og ástæða var til heldur slöngvaði hann þessu fram: „Það er ekki til svo aumt sparnaðarform í nokkurum banka á Íslandi að þeir bjóði ekki betri ávöxun en þetta.“ Svo mælti formaður Byggðastofnunar og endurspegluðu þessi köldu orð hug hans til sjávarútvegsins. Lítill er skilningur hans á því á hverju byggð á Vestfjörðum er reist.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli