Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 01.12.2003 | 21:29Er kristni það sama og trú?

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Nú þegar jólin nálgast og trölladans verslunarinnar er stiginn má stundum heyra úr predíkunarstólum kirkna að við verðum að passa okkur að dýrka ekki Mammon heldur minnast innihalds jólanna og halda okkur fast í kristni og trú. En er kristni og trú það sama? Er ekki hægt að vera kristinn án þess að vera trúaður og öfugt? Svar mitt er tvímunalaust játandi. En fyrst verðum við að skilgreina hugtökin. Kristni er ekki trú heldur menningarástand, vissulega byggt á trúarhugmyndum þýsks mótmælendasamfélags Lúters en einnig á siðferðishugmyndum Jesú og boðun hans. Kristni er hins vegar jafn veraldlegt ástand og andlegt. Hin kristna kirkja – þess vegna þjóðkirkjan eða Vatíkanið í Róm er veraldlegt bákn sem oftar en ekki tekst á við stjórnvöld.
En þar sem kirkjan virðir guðs orð og byggir að stórum hluta á því er erfitt að fullyrða, nánast ógerningur að kristni geti verið án trúar. Helsta hlutverk kristninnar hefur verið að breiða út kristni, þ.e. kristna trú. Hins vegar getur kristinn maður verið kristinn, þ.e. viðurkennt kristin gildi án þess að vera heittrúaður. Og þá erum við komin að trúnni. Trú er skilyrðislaus viðurkenning á tilvist guðs og Jesú Krists sem guðs en ekki einungis sem manns á jörðinni. Trú er viðurkenning á heilagri þrenningu og trúarjátningunni sem slíkri. Þeir sem afneita trúarjátningunni, afneita trúnni. Þess vegna er trúarjátningin kjarni fermingarinnar þegr skírð börn staðfesta skírnina og viljann til að ganga inn í trúfélag kristinnar trúar.

En er þá hægt að snúa baki við trúarjátningunni, vísa henni frá sér en samt telja sig kristinn mann? Já, það tel ég. Ég vil meira að segja ganga svo langt að fullyrða, að flestir nútímamenn séu kristnir en trúlausir. Trúleysið háir kirkjunni. Það stendur í vegi fyrir vexti hennar, völdum og ítökum og veldur innrás annarra trúarbragða sem sjálfur biskup Íslands hefur varað við. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja kirkju á kristni. Það þarf að byggja kirkju á trú. Hnignun kirkjunnar nú á dögum byggist á trúleysi almennings. Fólk getur með engu móti tengt saman samtímann með allri sinni tækni og rannsóknum við hefðbundið innihald trúarinnar,sagnir Biblíunnar eða kraftaverkum Jesú sem guðspjöllin greina okkur frá.

Kristnin er auðveldari viðfangs fyrir nútímamanninn. Hann getur auðveldlega kyngt siðalögmálum Jesú, svo og boðorðunum og hrifist af kenningum Jesús og sér hann auðveldlega sem mann af holdi og blóði. Nútímamaðurinn sækir kirkju án vandræða, hann biðst jafnvel fyrir sem kristinn maður og sækir jafnvel í bænina styrk þótt hann sé fremur kristinn en træuaður. Þetta er ekki ný þversögn. Átímum upplýsingarinnar á 18. öld glímdu menn við sama vanda;að sópa öllum hindurvitnum og órökstuddum þáttum lífsins út í buskann en trúa aðeins á skynsemina.

Þessi nýja stefna olli byltingu í hugmyndafræði, vísindum og fræðigreinum. Nú skyldi hver hola vankunnáttu læyst upp. Þetta var hin mikla herferð ljóssins. En menn dokuðu við þegar kom að trúnni. Var hún heimska og fordómar eða var í henni einhver skynsemi. Og menn svöruðu ýmist játandi eða neitandi. Sumir fóru bil beggja og viðurkenndu kristnina, einkum siðfræði kristninnar en neituðu tilvist guðs og Krists en höfnuðu óútskýranlegum frásögnum Biblíunnar.

Prestar íslensku Þjóðkirkjunnar velkjast hins vegar ekki í vafa; þeir leggja kristni og trú að jöfnu og telja jafnvel kirkju og kristni eitt og hið sama. Og eiga í vandræðum með að fá nútímamanninn til að sækja kirkju. Það er kominn tími til að gera upp við sig hvort við ætlum að halda jól trúarinnar eða kristin jól.

Krem.is

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli