Frétt

| 28.03.2001 | 06:12Afar mikilvægt framlag til kynningar á ferðaleiðum um óbyggðirnar norðan Djúps

Gísli Hjartarson.
Gísli Hjartarson.
Ársrit Útivistar 2001 er helgað Hornströndum. Að mestu er ritið verk Gísla Hjartarsonar á Ísafirði og ávöxtur af áratuga starfi hans við fararstjórn og leiðsögn um norðursvæði Vestfjarða og söfnun hvers konar heimilda sem tengjast því. Verulegur hluti af leiðarlýsingum Gísla um Hornstrandir hefur áður birst í einstökum heftum af riti Útivistar. Þær eru hér hins vegar á einum stað í fyrsta sinn, fyrir utan að Gísli hefur í vetur aukið, uppfært og betrumbætt allan textann. Hluti af efninu er nýsaminn og hefur ekki birst áður.
Gísli hefur til að bera þá tvo meginkosti sem þarf til að vinna verk af þessu tagi: Annars vegar afburðaþekkingu á leiðum, örnefnum og sögu þessa landsvæðis og hins vegar ritfærni í besta lagi til að koma þeirri þekkingu á framfæri.

Ársrit Útivistar að þessu sinni er afar mikilvægt framlag til kynningar á ferðaleiðum um óbyggðirnar norðan Djúps. Upplagið er stórt á íslenskan mælikvarða enda fá allir félagsmenn Útivistar ársritið, auk þess sem það verður til sölu fyrir aðra þá sem stunda ferðalög um óbyggðir Íslands. Mikill fjöldi ljósmynda er í bókinni og á hverjum stað eru viðeigandi hlutar úr nýju sérkorti Landmælinga Íslands um Hornstrandir, sem út kom um síðustu áramót. – hþm.


Í formála Ársrits Útivistar 2001 segir ritnefndin m.a.:

Einhverjar bestu leiðarlýsingar um Hornstrandir sem birst hafa á prenti fram til þessa eru greinar Gísla Hjartarsonar sem birtust í Ársritum Útivistar fyrir allnokkrum árum. Alltaf hefur verið nokkuð spurt um þessar greinar, en flestum hefur þótt óaðgengilegt að þurfa að kaupa fleiri bækur til að komast yfir greinarnar.

Því tók ritstjórn það til bragðs að þessu sinni að birta í einu riti þessar greinar sem hafa um flest staðist vel tímans tönn og bæta við nokkru af áður óbirtu efni. Er þar ein grein til viðbótar eftir Gísla.

Þá rak á fjörur ritnefndar fróðlega grein Erlu Jóhannesdóttur um mannlíf í Reykjarfirði, en þar átti hún sumardvöl í bernsku meðan faðir hennar stundaði hlunnindabúskap. Einnig er ferðasaga og leiðarlýsing Guðmundar Gunnarssonar sem mikið hefur ferðast um Hornstrandir og Norðurstrandir.

Einn af síðustu bændum á Ströndum, Kristinn Jónsson á Dröngum, lést í hárri elli sumarið 2000. Ritaði Gísli Hjartarson minningarorð um Kristin, þar sem saman fer mannlýsing, mannlífslýsing og héraðslýsing sem ritnefnd þykir fengur að, um leið og hins aldna höfðingja er minnst með virðingu og þökk fyrir liðin samskipti í ferðum Útivistar um heimaslóðir hans.

Við vonum að þeir eldri njóti þess að rifja upp fyrri tíma og eigin ferðalög, eða noti tækifærið til að láta gamla drauma rætast um Hornstrandaferð í kjölfar þessa ársrits, engu síður en hinir sem skemur hafa verið félagar.


Um Gísla Hjartarson segir ritnefndin m.a. í inngangi:

Gísli Hjartarson er Vestfirðingur í húð og hár, fæddur á Ísafirði 27. október 1947, og hefur verið búsettur vestra alla tíð... Fararstjóri í óbyggðum Vestfjarðakjálkans, bæði í göngu- og hestaferðum, undanfarin rúm 30 ár... Eftir Gísla liggja ýmis ritverk, svo sem ítarlegar leiðarlýsingar um óbyggðirnar norðan Djúps... Einnig liggja eftir hann ótal ferðasögur, greinar og viðtöl í ýmsum bókum, tímaritum og blöðum... Þekktastur er Gísli fyrir fararstjórn og skrif um óbyggðirnar norðan Ísafjarðardjúps. Hann var ungur mörg vor vikum saman við eggjatöku með heimamönnum í björgunum miklu, Hornbjargi og Hælavíkurbjargi, og á grenjum með heimamönnum einnig. Þar var lagður kjölurinn að þekkingu hans á eyðibyggðum Hornstranda og Jökulfjarða og ratvísi og kunnugleika á þeim slóðum.


Um aðra höfunda sem efni eiga í ritinu segir ritnefndin:

Erla Jóhannesdóttir er dóttir Jóhannesar Jakobssonar sem fæddur var og uppalinn í Reykjarfirði og hafði þar hlunnindabúskap á sumrum alla sína ævi. Grein hennar var upphaflega samin sem hluti ritgerðar hennar um skólasögu við Kennaraháskóla Íslands. Erla dvaldi löngum í Reykjarfirði sem barn og unglingur með foreldrum sínum og enn hefur hún og fjölskylda hennar aðstöðu í Reykjarfirði.

Guðmundur Gunnarsson hefur ferðast mikið um Hornstrandir, ýmist með Útivist eða á eigin vegum. Hann hefur starfað að félagsmálum í Útivist og situr í stjórn félagsins.


Um málfar og rithátt örnefna segir í inngangi:

Ritstjórn valdi að samræma ekki nema að litlu leyti rithátt örnefna milli höfunda. Þannig ritar Erla Jóhannesdóttir Reykjarfjörður og segir vera vana Reykfirðinga

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli