Frétt

kreml.is – Stefán Snævarr | 29.11.2003 | 21:04Frjáls og fegurðarheftur

Ekki alls fyrir löngu birtist eftir mig lesendabréf í Fréttablaðinu sem bar heitið „Sætur í strætó, ljótur í bíl. Þar gerði ég skuggahliðar einkabílismans að umtalsefni. Ég benti á að stóraukin bílaeign landsmanna kostar skattgreiðendur stórfé. Hún eykur slysatíðni, er mikilll mengunarvaldur og takmarkar frelsi gangandi vegfarenda. Göngumenn eru í reynd beittir ofbeldi. Sama gildir um fórnarlömb mengunarinnar og þá skattgreiðendur sem ekki kunna á bíl en verða að borga fyrir æ dýrara gatnakerfi. Ekki bætir úr skák að lélegt strætisvagnakerfi beinlínis neyðir menn til að fjárfesta í blikkbeljum. Um þetta má ekki tala í Fimmtugasta og fyrsta ríkinu (hinu fyrrverandi Íslandi) því einkabíllinn er svo amerískur í eðli sínu. það eru bara strætisvagnar sem eru baggi á skattgreiðendum. Fínu bandarísku frjálshyggjumennirnir sögðu það, aðrir eins menn eru vart að ljúga á prenti. "Ameríski herinn svo réttsýnn og rogginn" sagði þetta líka og hann er heilagur.
Til að stæla amerísku guðina sína fara "Íslendingar" allra sinna ferða í bílum. Enda eru þeir orðnir að einhverjum ókræsilegustu mannverum á jarðarkringlunni, skelfilega skvapholda. Í ofan á lag bætist matar-æði "íslendinga", ekki fríkka þeir af minnkandi fiskáti og auknu pizzuáti. Svo gætt sé rétthugsandi kurteisi má segja að þeir séu fegurðarheftir eða jafnvel útlitshamlaðir. Menn verða nefnilega sætir af að hlaupa á eftir strætó, ljótir af að hanga inn í bílum, maulandi pizzur.

Að gamni slepptu þá ætla ég ekki að verja þá neyslustýringu sem kom í veg fyrir að almenningur eignaðist sjálfrenniskeiðar hér í den tíð. Enn eimir eftir af slíkri neyslustýringu í hinum forsjárhyggju-kratíska Noregi. Þar eru bílar nánast tvöfalt dýrari en á íslandi enda fólkið fallegt, grannt og kvikt í hreyfingum. "Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott".

Aukum enn alvöru vora. Umfjöllun mín um einkabílismann ætti að sýna hve flókið frelsishugtakið er. Í þeim efnum er ég á öndverðum meiði við frjálshyggjumenn. fieir segja að frelsishugtakið sé sáraeinfalt, til sé hárréttur skilningur á því. Hann sé sá að frelsi sé einfaldlega það að enginn troði á manni. Sá sem ekki skilji það skilji ekki merkingu frelsishugtaksins. Eins og frjálshyggjufrömuðurinn Elvis Presley söng "you can do what you want but don?t you step on my blue sweet shoes". En eins og ég hef áður bent á hafa heimspekingar á borð við Charles Taylor vegið að kenningu Presleys af nokkurri hind.

Ég ætla ekki að endurtaka þá rullu en nefna til sögunnar annan speking, Bretann Richard Norman. Hann segir að sé frelsi bara það að enginn troði okkur um tær þá megi kalla stein "frjálsan" svo fremi hann fái að vera í friði. Þetta sýnir að frelsi verður að vera annað og meira en bara það að við fáum að vera í friði. Menn verða að eiga kosta völ ef þeir eiga að kallast "frjálsir". Því betri og fleiri sem kostirnir eru og því betur hæf við erum til að velja, því frjálsari erum við. Frelsi er því ekki bara fjarvera ytri tálmana heldur líka möguleikar á því að velja. Frelsi er á vissan hátt vald. Góð efnaleg kjör, menntun og pólitískt vald auka hæfni okkar til að velja og fjölga um leið kostunum sem kjósa má um. Menntun getur t.d. aukið hæfni okkar til að gagnrýna ríkjandi ástand og þannig sjá nýja félagslega kosti. Bætt kjör þýða að kostum okkar fjölgar og sama gildir um aukið pólitískt vald.

Það er talsvert til í þessari greiningu, frelsi er að einhverju leyti máttur til gjörða, frelsishugtakið er máttarhugtak. Einkabíllinn getur aukið mátt okkar á vissum sviðum en dregið úr honum á öðrum. Við er sum part frjálsari ferða okkar í bíl en jafnframt takmarkar einkabílisminn frelsi okkar með ýmsum hætti. "Drottinn gaf og drottinn tók". Frelsi er því margþætt fyrirbæri og enginn einföld formúla fyrir því. En menn auka líka mátt sinn með því að hreyfa sig ögn, hlaupa sig sæta á eftir strætó.

P.S. Grein þessi er skrifuð í tilefni þess að Mörður Árnason tók bílpróf viku fyrir fimmtugsafmæli sitt. "Svo bregðast krosstré sem önnur", nú er ég einn eftir hinna bílprófslausu sextíuogáttamanna. Ég á líka lopapeysu.

Kreml.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli