Frétt

mbl.is | 28.11.2003 | 19:47Mandela sýnir tónlistarmönnum fangelsið á Robben eyju

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, sýndi hópi alþjóðlegra tónlistarmanna í dag gamla fangelsið á Robben eyju, utan við Cape-Town. Listamennirnir eru komnir til Suður-Afríku til að taka þátt í fjáröflunartónleikum gegn alnæmi en tónleikarnir bera yfirskriftina 46664 til heiðurs Mandela. Þetta var fanganúmer hans í fangelsinu á Robben eyju þar sem Mandela var haldið í 18 ár en alls sat hann í 27 ár í fangelsi vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni.
„Það þarf samstilltara átak til að vinna bug á HIV-veirunni en þurfti til að brjóta niður aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku," sagði Mandela þegar hann ávarpaði tónlistarmennina. „Við þurfum að virkja alla sem við getum, í öllum stéttum þjóðfélagsins og nýta alla orku okkar og beita öllum mögulegum úrræðum."

Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í Höfðaborg í morgun eru U2, Eurythmics, Beyoncé Knowles, Anastacia, Angelique Kidjo, Brian May og Peter Gabriel. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við átak, þar sem fólk í 17 löndum er hvatt til að hringja í ákveðið símanúmer til að hlýða á lög sem hljóðrituð hafa verið af þessu tilefni. Hluti af kostnaðnum við símtalið rennur til átaksins.

Talið er að milli 34 til 46 milljónir manna um allan heim séu smituð af HIV veirunni sem veldur alnæmi. Yfir 3 milljónir manna hafa látist af völdum sjúkdómsins á þessu ári. Um 5,3 milljónir Suður-Afríkubúa hafa smitast.

Mandela, sem klæddur var í bláa og silfurlita skyrtu, sagði að listamennirnir væru „sendiherrar nýrrar vonar 21 aldarinnar." Hann sýndi tónlistarmönnunum fangelsið, sem nú hefur verið breytt í safn en þar eru m.a. myndir frá ævi Mandelas á veggjunum. „Ég er orðlaus," sagði Annie Lennox, söngkona Eurythmics, þegar Mandela sýndi þeim gamla fangaklefann sinn. „Ég fékk innsýn í helvíti, þar sem Mandela og samfangar hans voru geymdir. Það er ótrúlegt að hann skuli hafa fórnað lífi sínu og samt snúið til baka og skuli nú berjast gegn alnæmi."

46664 herferðin er hugarfóstur tónlistarmannsins Dave Stewart úr Eurythmics sem skipulagði hana í samvinnu við Nelson Mandela stofnunina og þá Brian May og Roger Taylor úr hljómsveitinni Queen. Tekjur af tónleikunum renna til Mandelastofnunarinnar sem fjármagnar m.a. rannsóknir á HIV og alnæmi í Suður-Afríku og styður líknarstofnanir.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli