Frétt

| 27.03.2001 | 06:45Urðu Bolvíkingar undir í kerfinu vegna þess að þeir voru ekki nógu duglegir að skrökva?

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við þá Kristin H. Gunnarsson, stjórnarformann Byggðastofnunar, og Einar K. Guðfinnsson, stjórnarmann í Byggðastofnun, vegna harkalegrar gagnrýni Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. á störf Byggðastofnunar, sem fram kom á aðalfundi félagsins á laugardag. Þeir undrast yfirlýsingar hans og vísa gagnrýni hans á stofnunina á bug.
Í Morgunblaðinu segir m.a.:

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar, og Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og stjórnarmaður í Byggðastofnun, undrast yfirlýsingar Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Hraðfrystihússins-Gunnvarar á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Kristinn segir um þá gagnrýni Þorsteins að stofnunin hafi veitt endalaus lán, styrki og gjafir, að Þorsteinn hafi sjálfur þegið stærstu gjöf frá íslenska ríkinu sem einn aðili hafi nokkurn tíma fengið, alls rúma þrjá milljarða króna, fyrir það eitt að selja veiðiheimildir. Það eitt skekki samkeppnisstöðu sjávarútvegsins verulega.

Kristinn segir það rangt að stofnunin sé að leggja peninga í stofnun nýs fyrirtækis um rækjuverksmiðjuna NASCO. Byggðastofnun eigi veðkröfur sem haldi sér og einfaldlega sé verið að gæta hagsmuna stofnunarinnar sem kröfuhafa en ekki að leggja til nýtt fjármagn.

„Hins vegar eru aðilar heima í héraði að leggja til 60 milljónir kr. sem þeir koma með inn til þess að reka verksmiðjuna. Rækjuverksmiðjan er á heimsmarkaði. Hún hefur engan kvóta en á viðskipti við þá sem selja rækju og mér finnst að orð Þorsteins séu krafa um að stjórnvöld hamli því að samkeppni sé í greininni. Ég átta mig ekki á því hvernig íslensk stjórnvöld ættu að beita sér sérstaklega gegn því að rækjuverksmiðjur séu reknar á þessum grundvelli. Það væri óeðlilegt í sjálfu sér en hefði auk þess enga þýðingu. Þorsteinn getur ekki ætlast til þess að vera laus við samkeppni“, segir Kristinn.

– – –

Hann vísar einnig á bug gagnrýni Þorsteins um endalausar lánveitingar, styrki og gjafir og töpuð útlán upp á hundruð milljóna eða milljarða. „Hann hefur nú sjálfur fengið stærstu gjöfina frá ríkinu, 3.150 milljónir kr., og mér finnst það skekkja samkeppnisstöðu í sjávarútvegi verulega þegar einn aðili fær svo mikla peninga fyrir það eitt að selja veiðiheimildir. Þetta er stærsta gjöfin sem ríkið hefur veitt nokkrum manni. Þorsteinn segir líka að þeir hafi staðið sig vel sem hafi unnið með kerfinu og hinir sem ekki aðlöguðust því urðu undir í samkeppninni. Má ég minna á Samherja og loforð fyrirtækisins gagnvart Ísfirðingum þegar Hrönnin sameinaðist Samherja sem þeir sviku. Var það vegna þess að þeir unnu með kerfinu að það var í lagi og voru þá Ísfirðingar ekki að vinna með kerfinu þegar þeir trúðu Samherjamönnum?

Má ég líka minna á Þorbjörninn í Grindavík sem keypti meirihluta í fyrirtæki Bolvíkinga og lofaði að koma inn með þeim yfirlýsingum að þeir væru komnir til þess að styrkja fiskvinnslu og efla útgerð. Innan skamms tíma voru þeir búnir að loka frystihúsinu og hirða allan kvótann á sín skip og græddu sennilega eitthvað á annan milljarð króna á því. Þeir sviku líka sínar yfirlýsingar. Urðu Bolvíkingar þá undir í kerfinu vegna þess að þeir voru ekki nógu duglegir að skrökva að fólki?

– – –

Einar Guðfinnsson, alþingismaður, sem á sæti í stjórn Byggðastofnunar, kveðst undrast yfirlýsingu Þorsteins. Sömu efnisatriði hafi komið fram í máli Róberts Guðfinnssonar, stjórnarformanns Þormóðs ramma, á aðalfundi þess félags.

„Kannski má segja að þetta sé orðin hin fullkomna hagræðing í sjávarútvegi þegar stjórnarformenn stórra fyrirtækja eru að hafa eftir hvor öðrum efnisatriði til að setja í ræður sínar. Þessum málum var fullkomlega svarað á sínum tíma. Það liggur fyrir að fyrirtækið NASCO varð gjaldþrota og eignir þess voru auglýstar til sölu. Niðurstaðan af þeirri auglýsingu var tiltekið kaupverð. Ég tel að kaupverðið verði ekki gagnrýnt með hliðsjón af því að það hafi verið óeðlilega lágt, fremur hið gagnstæða. Fyrirtækið fékk lánveitingar á sínum tíma í góðri trú og það kemur auðvitað fyrir að lán tapast hjá Byggðastofnun eins og hjá öðrum lánastofnunum.“

BB 25.03.2001
Hörð gagnrýni frá Þorsteini Vilhelmssyni, stjórnarformanni H.G. á Byggðastofnun

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli