Frétt

| 26.03.2001 | 18:46Landbúnaðarnefnd telur sér óheimilt að láta umbeðnar upplýsingar af hendi

Landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa heimild til að afhenda skattstjóra skýrslur forðagæslumanna bæjarins. Þetta var bókað á fundi nefndarinnar fyrir skömmu. Á fundi bæjarráðs fyrr í vetur var vísað til landbúnaðarnefndar bréfi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis, þar sem hann óskaði eftir því að honum yrðu látnar í té skýrslur forðagæslumanna (sem nú nefnast formlega búfjáreftirlitsmenn) vegna áranna 1999 og 2000.
Vísaði skattstjóri í lög nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem segir að öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, sé „skylda að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni.“

Landbúnaðarnefnd rökstyður synjun sína með vísan til reglugerðar nr. 86/2000 um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár. Þar segir í 3. grein: „Búfjáreftirlitsmaður skal fara með allar upplýsingar er hann aflar sem trúnaðarmál og er honum því óheimilt að skýra frá þeim annars staðar en hjá þeim aðilum sem tilgreindir eru í 2. grein.“

2. grein reglugerðarinnar, sem vísað er til í 3. grein, er svohljóðandi: „Að loknum sveitarstjórnarkosningum hverju sinni skal hver sveitarstjórn ráða búfjáreftirlitsmann, einn eða fleiri, til fjögurra ára í senn. Hann skal gera sveitarstjórn grein fyrir störfum sínum eftir því sem þörf krefur og starfa í samvinnu við viðkomandi búnaðarsamband sem hefur eftirlit með búfjárhaldi á svæðinu. Jafnframt skal búfjáreftirlitsmaður leita til héraðsdýralæknis um þætti sem varða sérstaklega heilbrigði og meðferð búfjár. Þá er búfjáreftirlitsmanni heimilt að hafa samráð við Bændasamtök Íslands sem hafa yfirumsjón með forðagæslu, eftirliti og talningu búfjár í landinu.“

Hins vegar segir í 14. grein sömu reglugerðar: „Upplýsingar úr forðagæsluskýrslum skulu vera heimilar til afnota Bændasamtökum Íslands, Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytinu, viðkomandi sveitarfélagi og búnaðarsambandi svo og öðrum opinberum aðilum, ef þörf krefur, að fengnu leyfi landbúnaðarráðuneytisins.“

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli