Frétt

Stakkur 1. tbl. 2000 | 06.01.2000 | 18:24Jólasögur...

Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir. Nú er aldamótaárið runnið upp og innan við ár til næstu aldamóta. Um þetta deila menn gjarnan en gleyma því, að tímatalið gerir ekki ráð fyrir aldamótum strax. Ártalið hefur breyst enda er nú að hefjast tvöþúsundasta árið í tímatalinu og fjarri því að komið sé að lokum þess. Reyndar hefur meiri hluti mannkyns annars konar tímatal en okkar og eins líklegt að mikill meirihluti þess láti sig lítils varða um deildar meiningar vegna svo veigalítils þáttar í lífsbaráttunni.

Á næstu vikum verður rýminu hér varið til að líta eilítið yfir farinn veg og fram á veginn eins og títt er um áramót. Liðið ár hefur reynst Íslendingum almennt nokkuð gott og Vestfirðingum að mörgu leyti. Tvennt skyggir á. Enn fækkar fólki á Vestfjörðum og nú um 100 manns á Ísafirði. Einnig hefur kvóti runnið greitt úr Ísafjarðarbæ, sveitarfélagi, sem auðvitað ætti að heita Ísafjörður. En það er önnur saga, sem dugar í heilan pistil. Þriðjungur kvótans hefur horfið brott á undanförnum jafn mörgum árum. Samt er margt gott að gerast hér, en ljóst af þessari staðreynd að forystukreppa í atvinnulífi er alvarleg, mun alvarlegri en sú pólitíska kreppa, sem hrjáir Vestfirðinga í sveitarstjórnum og Alþingi. Þessi saga dugar einnig í heilan pistil.

Jólablað BB var ágætt nú sem jafnan fyrr. Nokkrir þekktir borgarar voru spurðir um liðið ár og voru svör þeirra mismunandi. Spurt var og svarað á persónulegu nótunum. Langt á annan áratug hefur BB birt svokallaðar jólasögur sýslumanns og fyrrum skattstjóra í blaðinu. Eru þær vísast misjafnar að gæðum eins og gengur. Sú síðasta sker sig þó nokkuð úr, án þess að nokkur dómur sé lagður á gæði þessarar ritsmíðar sýslumanns, sem sumir telja að ætti kannski að halda sig við bréfaskriftir og greinargerðir í starfinu.

Að þessu sinni virðist hann nokkuð beinskeyttur og gagnrýnir fremur ómyrkur í máli blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um menn og málefni. Sjálfur hefur hann á ferli sínum hér vestra nokkuð oft komist í kastljós fjölmiðla og að margra mati óþarflega oft. Oftar en ekki hefur borið á gagnrýni á hann og hans störf, einkum vegna skylduverka fylgjandi embættinu. Þá hefur ekki verið litið til eðlis og umfangs. Sjálfur hefur hann ekki svarað gagnrýni opinberlega, utan einnar eða tveggja leiðréttinga í blöðum vegna missagna að hans dómi.

Það má því þykja undarlegt að gagnrýni hans skuli beinast að umfjöllun blaðamanna um fyrirhugaða heimsókn Rolling Stones til Íslands, sem ekki varð af, sumum til gleði og öðrum til harms. Og þó, kannski telur hann sér heimilt að fjalla með þessum hætti um málið, þar sem það varðar ekki starf hans. Athyglisvert!

....og jólagjafir

Þrjár jólagjafir bar hæst á árinu. Í fyrsta lagi 75 milljón króna lán Byggðastofnunar til Kambs á Flateyri til kaupa á húsnæði og kvóta. Hér var áður bent á að lán væri eina leiðin til að skapa kvóta á Flateyri. Í öðru lagi var aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50 milljónir króna til Ísafjarðarbæjar. Nú er komið tækifærið til að hrinda í framkvæmd byggingu snjóvarnargarðs við Seljaland.

Loks er einhver umtalaðasta jólagjöfin. Seðlabankastjórastaða til Finns Ingólfssonar kom á óvart. Davíð Oddson viðurkennir að út í hött sé að auglýsa þessa pólitísku stöðu og ætlar að afnema auglýsingu. Ísfirðingar fengu ekki sinn mann í stólinn. Guðný Ísleifsdóttir sótti um starfið. Þótt Finnur hafi verið umdeildur stjórnmálamaður hefur Sverrir Hermannsson rangt fyrir sér í því, að landhreinsun hafi verið að honum úr pólitíkinni. Um áramót hæfir að líta sér nær, líka Sverri frjálslynda.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli