Frétt

Einar Kr. Guðfinnsson | 27.11.2003 | 10:04Markaðurinn tók til sinna ráða

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Öflugt og vel rekið bankakerfi skiptir hverja þjóð miklu máli. Séu bankarnir vel reknir hafa þeir möguleika á að veita víðtæka, góða þjónustu með lágmarkstilkostnaði. Bankakerfið getur þess vegna haft mikið að segja um lífskjör hverrar þjóðar. Á undanförnum árum hefur verið kostað kapps um að skapa íslensku fjármálalífi skilyrði til góðs rekstrar. Lagaumhverfið hefur tekið stakkaskiptum og opnað á nýjar leiðir til þjónustu. Fjármagnsflutningar á milli landa hafa opnast. Íslenskt bankakerfi hefur orðið alþjóðlegt. Menn hafa að meirihluta til orðið um það sammála að íslenskir bankar yrðu að hafa jafngott svigrúm og sambærileg fyrirtæki erlendis, til þess að standast þeim snúning og leggja þannig grunninn að því að bankakerfið hérlendis yrði jafnhagkvæmt og best þekkist í samkeppnislöndunum. Einkavæðing bankanna hefur verið liður í þessu. Hún hefur það að markamiði að örva samkeppni, í fullvissu þess að samkeppnin leiði til lægra verðlags og tryggi góðan rekstur.
Hver axlaði ábyrgðina á tapinu?

Nú upp á síðkastið hafa vakið athygli, tölur um hagnað banka sem ekki hafa sést fram til þessa. Góður hagur banka er vitaskuld fagnaðarefni. Traustar fjármálastofnanir eru nauðsynlegar. Menn verða að geta treyst því að fjármunir sem afhentir eru fjármálastofnunum til varðveislu og ávöxtunar séu í öruggum höndum. Og þannig hefur það vitaskuld mestan part verið.

Því miður eru þó til hrikaleg dæmi um annað. Ekki síst á þeim árum sem menn óðu um og þóttust allt geta og kunna, löðuðu til sín fjármagn frá fyrirtækjum, lífeyrissjóðum og almenningi og sólunduðu í tóma vitleysu. Eru til mörg hryggileg dæmi um slíkt, sem hér verða þó ekki rakin. Þar tapaði margur landinn, meðal annars eldra fólk og lífeyrissjóðir, vænum fúlgum. Minnist ég þess þó ekki að bankastjórarnir sem stóðu við stjórnvölinn hafi talið ástæðu til þess að tengja kaup sitt og kjör sín við þetta tap sem fjármálakerfið og einkanlega viðskiptavinirnir urðu að taka á sig. Hefði það þó verið stórmannlegt og í samræmi við þá röksemdafærslu sem nú er mjög höfð uppi að tengja eigi laun stjórnenda við árangur bankanna.

Hagnaður íslenskra banka nú stafar einkum af hlutabréfaeign sem hefur verið að hækka mikið í verði á þessu ári. Einkum er þar um að ræða hagnað af íslenskum hlutabréfum. Það eru út af fyrir sig góð tíðindi. Ætla verður að þessi hagnaður endurspegli trú fjárfesta á möguleika þessara fyrirtækja í framtíðinni. Réttilega hefur verið bent á að þátttaka bankanna í atvinnurekstri geti verið tvíbent vopn. Áhætta getur verið mikil, eins og fjölmörg nýleg dæmi sanna. Ofurgróði dagsins í dag getur þess vegna orðið tap morgundagsins.

Margra kosta völ

Það hvernig til tekst um rekstur banka er ekki einkamál daglegra stjórnenda. Þeir starfa í umboði stjórna bankanna sem aftur eru forsvarsmenn hluthafanna. Það er einnig þannig að viðskipti í bönkunum eru líkt og önnur kaupsýsla. Líki mönnum ekki viðskiptin þá hafa þeir sem betur fer völ á því að færa sig um set. Þetta eru kostir markaðarins og samkeppninnar. Eins og málum er háttað eigum við að hafa öll skilyrði til samkeppni þar sem hinn frjálsi markaður gefur mönnum kost á að færa sig um set, líki þeim ekki viðskiptaskilmálarnir eða framkoma stjórnenda.

Hér á landi starfa samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu fjórir viðskiptabankar og 24 sparisjóðir, auk 9 lánafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til þess að taka á móti innlánum. Almenningur, fyrirtæki og aðrir fjármagnseigendur eiga því í ýmis hús að venda. Þeir eru ekki dæmdir til ævilangrar vistar og viðskipta við fyrirtæki sem þeim líkar ekki við. Þetta er það sem við köllum samkeppnisumhverfi..

Þess vegna þýðir ekkert fyrir forsvarmenn Kaupþings Búnaðarbanka að kveinka sér undan gagnrýni, eins og þeir hafa verið að gera upp á síðkastið. Atburðir síðustu daga eru einmitt kristalklárt dæmi um hvað gerist á frjálsum markaði þegar mönnum líkar ekki framferði fyrirtækis á markaðnum. Hér gerist það sem sé að tveir æðstu stjórnendur stærsta banka landsins ganga algjörlega fram af fólkinu í landinu, innlánseigendum bankans, viðskiptavinum og hluthöfum. Og þá vill bara svo til að í frjálsu samfélagi eiga þeir sem mislíkar næsta leik. Þeir eiga möguleika og rétt á að gagnrýna eins og menn hafa gert. Þeir geta hætt viðskiptum og það hafa menn gert. Þeir geta selt hlutabréf sín og það hafa menn gert. Með öðrum orðum: Stjórnendur bankans voru þannig hirtir með tækjum hins frjálsa markaðar og það er undan því sem þeir eru að barma sér.

Lofsverð framganga

Skelegg framganga forsætisráðherra í þessu máli er lofsverð. Furðulegt er það hins vegar þegar menn tala eins og hann megi ekki vegna stöðu sinnar bregðast við með þeim hætti sem hann gerði. Það er fráleitur málflutningur. Forsætisráðherra landsins hefur vitaskuld þann rétt að láta í sér heyra og til sín taka. Til þess beitir hann þeim tækjum sem menn hafa í frjálsu samfélagi og á markaðnum, hefur uppi gagnrýni og hættir viðskiptum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli