Frétt

Leiðari 47. tbl. 2003 | 26.11.2003 | 10:17Nú má enginn skerast úr leik

,,Stundum er nauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir til árangurs“, sagði Soffía Vagnsdóttir í Bolungarvík í bréfi til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, 23. október á bb.is þar sem hún hvatti hann til að ganga fram fyrir skjöldu, bjóða öllum Vestfirðingum til hátíðar á Ísafirði á afmælisdegi Hannibals heitins Valdimarssonar, 13. janúar og boða stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði.

Postulanefndin svokallaða, sem gekkst á sínum tíma fyrir undirskriftasöfnun meðal allra Vestfirðinga til stuðnings stofnunar menntaskóla á Ísafirði varð ekki til með hefðbundnum hætti, fyrir tilstuðlan félagasamtaka eða opinberra aðila eða yfir höfuð á einhvers vegum. Nei, tólfmenningarnir skipuðu sig sjálfir í nefnd þegar þeim þótti lítið miða. Fullyrða má að einhugur Vestfirðinga í undirskriftasöfnuninni vó þungt á vogarskálunum þegar Alþingi loks samþykkti að menntaskóli skyldi rísa á Ísafirði.

Þingsályktunartilllaga Kristins H. Gunnarssonar og félaga um stofnun háskóla á Ísafirði er sannarlega fagnaðar- og þakkarefni. Með henni er fyrsta skrefið stigið. Viljayfirlýsing gefin um að hér skuli settur á laggirnar háskóli, sem ótvírætt getur orðið ein af megin undirstöðum öflugs byggðakjarna á Vestfjörðum. Nokkuð, sem menn virðast á einu máli um að sé forsenda viðsnúnings á þeirri öfugþróun sem við höfum mátt horfa upp á undanfarin ár með fækkun íbúa í fjórðungnum. Máli sínu til stuðnings vitna flutningsmenn í ræðu Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, er hann mælti fyrir stofnun háskóla á Akureyri, en þá sagði hann m.a.: ,,Ég hygg reyndar að ekkert sé raunhæfara í byggðamálum en að flytja menntun út í byggðir landsins.“

Rök Birgis Ísleifs eru enn í fullu gildi. Og þörfin er fyrir hendi. ,,Á skömmum tíma hefur aðsókn að háskólanámi aukist svo á Vestfjörðum að líkja má við sprengingu. Enginn skóli á háskólastigi starfar í fjórðungnum svo nemendur verða að stunda fjarmám. Um það bil 130 manns á Vestfjörðum stunda háskólanám við a.m.k. fjóra háskóla“, segir í greinargerð flutningsmanna með tillögunni.

,,Ísafjörður sem háskólabær er markmiðið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Í þessu máli þurfa sveitarstjórnir og þingmenn að taka höndum saman, með almenning að bakhjalli.“ Við þessa hvatningu BB frá í sumar er því að bæta að nú verða allir að leggjast á árar og róa jafnt á bæði borð svo ekki beri af leið. Endurvekjum samstöðuna frá baráttunni fyrir Menntaskólanum!
s.h.


bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli