Frétt

| 24.03.2001 | 16:38Ýmsum aðilum í heimabyggð færðar stórgjafir í tilefni 60 ára afmælis félagsins

Fulltrúar þeirra sem hlutu stuðninginn, eins og afmælisbarnið sjálft kýs að kalla gjafirnar sem það gefur í tilefni af sínu eigin afmæli, í Félagsheimilinu í Hnífsdal síðdegis í dag ásamt Einari Val Kristjánssyni framkvæmdastjóra til hægri.
Fulltrúar þeirra sem hlutu stuðninginn, eins og afmælisbarnið sjálft kýs að kalla gjafirnar sem það gefur í tilefni af sínu eigin afmæli, í Félagsheimilinu í Hnífsdal síðdegis í dag ásamt Einari Val Kristjánssyni framkvæmdastjóra til hægri.
Á aðalfundi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í dag greindi Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri frá stuðningi sem félagið ákvað að veita nokkrum aðilum í tilefni 60 ára afmælis síns. Þeir sem hlut eiga að máli voru boðaðir í afmæliskaffi í Félagsheimilinu í Hnífsdal að aðalfundinum loknum og veittu þar fjárframlögum viðtöku. Þannig fékk Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eina milljón króna til kaupa á ómskoðunartæki, Menntaskólinn á Ísafirði kr. 825 þúsund til kaupa á tölvubúnaði til kennslu við vélstjórnar- og skipstjórnarnám, Ísafjarðarkirkja kr. 800.000 til lokaframkvæmda við safnaðarheimili, Tónlistarfélag Ísafjarðar kr. 600.000 til stólakaupa í tónlistarsalnum Hömrum og nýstofnað starfsmannafélag Hraðfrystihússins-Gunnvarar hálfa milljón króna.
Nokkrir útgerðarmenn og fleiri athafnamenn í Hnífsdal stofnuðu Hraðfrystihúsið hf. 19. janúar 1941. Tilgangur félagsins var í upphafi að byggja hraðfrystihús í Hnífsdal til frystingar og sölu á alls kyns fiski og beitusíld, eins og segir í stofnsamningi. Strax við stofnun hófst undirbúningur vegna byggingar hraðfrystihússins og kaupa á vélum og tækjum til starfseminnar.

Fyrstu stjórn Hraðfrystihússins hf. skipuðu þeir Páll Pálsson, formaður, Hjörtur Guðmundsson og Elías Ingimarsson, sem jafnframt var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Einar Steindórsson var framkvæmdastjóri frá 1946 til 1977 og síðan Konráð Jakobsson til 1999. Núverandi framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar er Einar Valur Kristjánsson. Heildarhlutafé er kr. 673.500.226 en hluthafar eru talsvert á fjórða hundrað.

Starfsemi félagsins hefur jafnt og þétt vaxið og orðið fjölbreyttari á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun þess. Ný tækni hefur verið tekin í notkun jafnóðum og hún hefur komið fram og önnur félög hafa sameinast Hraðfrystihúsinu hf.

Árið 1964 var stofnað dótturfélag til útgerðarreksturs til þess að tryggja vinnslunni hráefni. Fyrsti skuttogarinn kom í ársbyrjun 1973. Nú er Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. eitt af öflugustu sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum landsins. Auk útgerðar rekur það bolfiskvinnslu og frystingu í Hnífsdal og rækjuverksmiðju í Súðavík. Skip félagsins eru nú frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS-270, ísfisktogararnir Andey ÍS-440, Framnes ÍS-708, Páll Pálsson ÍS-102 og Stefnir ÍS-28 og rækjubátarnir Örn ÍS-31 og Bára ÍS-66.

Veigamestu breytingarnar á síðustu árum hafa verið sameining Frosta hf. og Álftfirðings hf. í Súðavík við Hraðfrystihúsið hf. og sameining Hraðfrystihússins hf. og Gunnvarar hf. á Ísafirði, sem einnig var gamalgróið og mjög farsælt útgerðarfyrirtæki.

Ítarlegar upplýsingar um starfsemi og sögu félagsins er að finna á heimasíðu þess.

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli