Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 24.11.2003 | 18:23Jafnrétti andskotans

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Það heitir kapítalismi andskotans þegar ríkisvaldið stundar það að taka ábyrgð á fyrirtækjum og jafnvel heilum atvinnugreinum í einkaeign, leyfir eigendunum að hirða gróðann, en ávísa hallanum á sameiginlega sjóði landsmanna. Nafnið er komið frá Vilmundi Jónssyni fyrrverandi landlækni og forystumanni jafnaðarmanna á fyrri hluta síðustu aldar. Nafngiftin er besta lýsingin á velferðarkerfi fyrirtækja og fjármálamanna sem ráðandi öfl hér á landi burðuðust lengi við að koma upp, á meðan aðrar þjóðir í Norður-Evrópu byggðu upp velferðarkerfi þjóðfélagsþegnanna.
Nú er orðið til nýtt stef í þessari hljómkviðu íhalds og framsóknar, sem básúnað hefur verið yfir landsmenn í heilt ár. Það er hið svokallaða jafnrétti sem sagt er felast í nýjum lögum um fæðingarorlof. Fyrir síðustu kosningar til Alþingis var mikið látið með þessi nýju lög, og þau nefnd eitt stærsta skref í átt til jafnréttis sem stigið hafi verið hér á landi um áratugaskeið.

Helst og fremst voru það íhaldsamar konur og karlar sem héldu þessu afreki á lofti, flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Aðrir tóku undir sönginn, af veikum mætti, eða þögðu þunnu hljóði, til að skemma ekki útsetningu ríkisstjórnarflokkanna á eigin hljómkviðu. En eins og þegar íhaldsmenn í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fundu upp kapítalisma andskotans, má segja að með þessum nýju „jafnréttislögum“ hafi þeim tekist að finna upp jafnrétti andskotans.

Nýju lögin um fæðingarorlof eru í þeim jafnréttisanda sem ríkt hefur síðasta áratuginn í löggjöf og stjórnmálum hér á landi. Þar ríkir jafnrétti hinna betur stæðu. Jafnrétti stórforstjóranna, sem verðlauna sjálfa sig með ríflegum eftirlaunasamningum og hlutabréfabónusum. Jafnrétti fjármagnseigenda sem greiða tíu prósent af tekjum sínum til samfélagsins meðan launafólk greiðir allt að fjórfalt meira af launatekjum sínum. Jafnrétti kvótafurstanna sem leigja og selja auðlindir þjóðarinnar án þess svo mikið sem greiða leigu eða arð í sameiginlega sjóði. Jafnrétto banka-, trygginga-, olíu-, innflutnings- og flutningafyrirtækja sem í skjóli fákeppni og samráðs skammta sér ábatann af viðskiptum landsmanna innan ramma laga og reglna sem riddarar einkavæðingar og frjálshyggju hafa smíðað þeim. Allt er þetta hluti af jafnrétti andskotans.

Aftur til fæðingarorlofslaganna. Víst er það gott sem heyrst hefur að feður séu farnir að taka fæðingarorlof með börnum sínum og mæður haldi tekjum sínum fyrstu mánuði eftir barnsburð. En er það svo fyrir alla? Nei, heldur betur ekki. Greiðslur í fæðingarorlofi eru tengdar tekjum fólks 6 eða 12 mánuði aftur í tímann. Sá sem hefur eina milljón á mánuði í tekjur (við skulum sleppa súperforstjórunum, þeir eru flestir sem betur fer komnir úr barneign) fær eftir lögunum 800 þúsund á mánuði úr þeim sameiginlega sjóði sem starfandi landsmenn greiða í allir saman. Sá sem hefur 150 þúsund á mánuði í laun, fær hins vegar aðeins 120 þúsundir króna í fæðingarorlofi. Ætla menn í alvöru að kalla þetta jafnrétti. Og heimavinnandi húsmóðir sem á sitt þriðja barn og hefur ekki verið á vinnumarkaði síðasta árið. Vitið þið lesendur góðir hvað hún fær í greiðslur úr opinberum sjóðum til að létta henni lífið? Hún fær 37 þúsund krónur á mánuði. Og þetta er kallað jafnrétti á Íslandi árið 2003. Það er jafnrétti andskotans.

Er það virkileg svo að konur í Sjálfstæðisflokknum og fleiri flokkum kalli þetta eitt mesta framfaraspor í jafnrétti kynjanna hér á landi á síðustu árum? Er það svona sem menn vilja fagna nýjum einstaklingum í þessu þjóðfélagi. Með því að viðhalda launamisrétti, staðfesta stéttaskiptingu, styrkja mismunun og tryggja forréttindi þeirra sem betur mega sín í þjóðfélaginu, allt frá því nýr einstaklingur kemur í þennan heim. Börn láglaunafólks, heimavinnandi kvenna, öryrkja og skólafólks eru minna metin af samfélaginu heldur en börn hálaunafólks. Þannig er íslenskt þjóðfélag, þar sem allir eiga að nafninu til að hafa jafnan rétt. Það er jafnrétti andskotans.

Sigurður Pétursson.

Kreml.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli