Frétt

| 24.03.2001 | 12:26Séra Jón

Á síðasta ári var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur tekinn með smyglað áfengi og látinn sitja inni eina nótt. Hvernig veit ég þetta? Vegna þess að fréttastofa Sjónvarpsins sagði mér það. Þeim fannst þetta frétt. Þeim fannst þetta reyndar svo rosaleg stórfrétt að þeir birtu nafn mannsins og gamlar myndir af honum úr Karphúsinu.
Kollegum þeirra á fréttastofu Útvarpsins fannst þetta líka mjög merkileg frétt og sögðu andaktugir frá því í fréttatímum heilt kvöld að formaður Sjómannafélags Reykjavíkur hefði verið tekinn með smyglað áfengi í bílnum. Fréttahaukarnir á Stöð 2 stukku auðvitað á þetta stórmál og þeir nafngreindu formanninn líka. Daginn eftir kom svo DV tiplandi á eftir öllum virðulegu fjölmiðlunum og sagði að formaður Sjómannafélags Reykjavíkur hefði verið tekinn með smyglað áfengi.

Sjaldan hafa jafn margir fjölmiðlar hlaupið jafn illa á sig. Látum nú DV liggja milli hluta (þar gilda engin lögmál fréttamennsku heldur er ritstjórnarstefnan byggð á dapurlegum órum aðalritstjórans) en hvað olli því að fréttastofur undir stjórn Boga Ágústssonar, Páls Magnússonar og Kára Jónassonar nafngreindu mann, sem tekinn var með smygl, og birtu jafnvel myndir af honum? Réttlæta þessir sómamenn nafnbirtingu með því að um hafi verið að ræða formann Sjómannafélags Reykjavíkur? Eiga þá ekki formenn Verslunarráðs, Kattavinafélagsins og Framsóknarflokksins hið sama yfir höfði sér? Eða gilda sérstakar reglur um nákvæmlega formann Sjómannafélags Reykjavíkur?

Fyrir nokkrum vikum sagði Pressan frá því að lögreglan hefði verið kölluð á Vínbarinn vegna hátternis ríkislögreglustjóra. Fréttin var byggð á samtölum við mann sem Haraldur Johannessen skvetti úr vínglasi yfir, og að auki Gunnar Pál Rúnarsson eiganda veitingastaðarins, Böðvar Bragason lögreglustjóra í Reykjavík og Jón H. Snorrason lögfræðing hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét ekki ná í sig vegna málsins, heldur lét Jón H. Snorrason svara fyrir sig. Með því gaf Haraldur skýrt til kynna að hann liti svo á að málið snerist um ríkislögreglustjórann Harald Johannsessen en ekki prívatpersónu á Seltjarnarnesi með sama nafni. Þetta er mikilvægt atriði. Pressan hefði nefnilega ekki sagt frá því ef einhver maður úti í bæ hefði skandalíserað á bar og að lögreglan hefði verið kölluð til. En þegar um er að ræða æðsta yfirmann allra lögreglumanna á landinu horfir málið öðruvísi við. Haraldur Johannessen kemur reglulega í fjölmiðla, borðalagður upp að öxlum, til að skýra frá nýjustu ráðagerðum í þrotlausri viðleitni embættisins til að halda uppi lögum og reglu. Þegar á daginn kemur að lögreglan í Reykjavík þarf að snúast í útköllum vegna hátternis ríkislögreglustjórans beinlínis kallar það á viðbrögð og umræðu.

– – –

Ef kollegar mínir á Stöð 2, Sjónvarpinu og Útvarpinu hefðu komist í lögregluskýrsluna, hefðu þeir þá flutt frétt um málið? Í lögregluskýrslunni, sem Pressan komst síðar yfir, kemur fram að kæra var lögð fram á hendur ríkislögreglustjóra. Um ástæðu kærunnar segir orðrétt í lögregluskýrslunni: „Hellt yfir mann vínglasi og honum hótað lífláti“.

Takið eftir: Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var kærður fyrir að hella vínglasi yfir mann og hóta honum lífláti. Mér finnst þetta stærri frétt, mun stærri reyndar, en fréttin um formann Sjómannafélags Reykjavíkur. Þá stendur eftir spurningin: Afhverju fjölluðu fréttastofurnar ekki um málið?

Varla var það vegna þess að daginn eftir hringdi Haraldur Johannessen og sagðist vera sorrí og bauðst til borga hreinsun á jakkafötum forstjórans sem varð fyrir barðinu á honum?

Bréf Hrafns Jökulssonar í Pressunni í heild:
Bréf til Boga frænda

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli