Frétt

bb.is | 21.11.2003 | 16:43Byltingarkennd nýjung í minkaveiði: Verður Reykhólasveitin minklaus?

Minkur.
Minkur.
Reykhólasveit gæti orðið fyrsta minklausa sveitarfélagið á landinu gangi hugmyndir Reynis Bergsveinssonar, veiðimanns í Reykjavík, og Reykhólahrepps eftir. Reynir hefur hannað nýtt tæki til veiða á mink sem fullyrt er að valdi byltingu í baráttunni við þetta aðskotadýr í Íslenskri náttúru. Um nokkurt skeið hefur Reynir unnið að hönnun veiðitækis sem nýst gæti við minkaveiðar. Undanfarið ár hefur hann unnið að tilraunum með tækið sem hann kallar minkasíu. Þær lofa góðu og hefur hann óskað eftir einkaleyfi á framleiðslu búnaðarins.
Minkasían er ætluð til veiða á mink í lænum, lækjum og vötnum en minkurinn er mikið sunddýr. Minkasían er nokkurs konar gildra sem minkurinn syndir í og drukknar þar. Síunni er komið fyrir undir vatnsyfirborðinu og heldur hún áfram að veiða þrátt fyrir að minkur sé kominn í hana. Því er ekki nauðsynlegt að huga að henni nema nokkrum sinnum á ári ef vill. Nýtist hún því mjög vel í samanburði við aðrar gildrur sem þarf að huga að með reglubundnum hætti. Reynir hóf framleiðslu á síunni síðastliðið haust og naut til þess styrks m.a. frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Vegagerðinni, BM Vallá og fleiri aðilum.

Veiðiaðferðin hefur verið til skoðunar hjá yfirvöldum og hefur nú fengið samþykki Umhverfisstofnunar en slíkt samþykki þar sem veiðar á mink heyra undir dýraverndunarlög þrátt fyrir allt en t.d. ekki reglur um eyðingu meindýra sem hann ætti í raun að heyra undir að mati margra.

Að sögn Reynis getur þessi veiðiaðferð nýst mjög vel samhliða öðrum veiðiaðferðum en kemur ekki í stað þeirra. Þessi aðferð sé mjög góð viðbót við veiðarnar og nýtist á þeim svæðum sem erfitt hefur verið að ná minknum áður þ.e.a.s. undir vatnsyfirborði. Einnig sé misjafnt hvernig gangi að nálgast dýrin með hefðbundnum aðferðum og nefnir Reynir sem dæmi að á svæði þar sem sían hafi verið prófuð í vor hafi minkur einungis veiðst í síu og gildrur en skyttur hafi ekki orðið hans varir. Því sé mjög mikilvægt að allar aðferðir séu notaðar samhliða.

Í tilraunum hafa veiðst um 70 dýr með þessari aðferð í fáar síur. Í framhaldi af því hefur Reynir óskað eftir samstarfi við sveitarfélög um tilraun til þess að gera afmörkuð svæði minklaus. Undirtektir sveitarfélaga hafa verið mjög misjafnar. Bestar undirtektir hafa verið í Reykhólahreppi og hefur skipulagsnefnd hreppsins lagt til að gengið verði til samstarfs við Reyni um að gera Austur-Barðastrandasýslu að minklausu svæði en til þess verði beitt minkasíunni samhliða öðrum aðferðum við veiðar. Í bígerð er að óska eftir stuðningi Umhverfisráðuneytisins við verkefnið en hugmyndir munu hafa verið upp í ráðuneytinu um að gera tilraun í þessa átt. Að sögn Einars Arnar Thorlacius sveitarstjóra verður málið tekið upp við umhverfisráðherra á næstu dögum.

Reynir Bergsveinsson segir að þrátt fyrir að nokkrar efasemdir hafi verið uppi um þessa aðferð sé hann nú sannfærður að um mikla framför sé að ræða við eyðingu minka. Því sé sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir áhuga íbúa Reykhólasveitar því fá sveitarfélög séu betra dæmi um svæði þar sem minkurinn hafi farið með eyðingarmætti sínum. „Minkurinn er ægilegur skaðvaldur sem verður að eyða úr okkar náttúru. Hann útrýmdi sjóurriðastofninum úr íslenskum ám og hann hlífir engum fuglum en þar er örninn ekki undanskilinn. Því verða allir veiðimenn að vinna saman hver með sína aðferð því það dugir ekkert minna.“ sagði Reynir.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli