Frétt

bb.is | 21.11.2003 | 15:50Frumsýning, tónleikar og margir fleiri viðburðir á Ísafirði um helgina

Ómar Guðjónsson flytur djass á tónleikum í Edinborgarhúsinu.
Ómar Guðjónsson flytur djass á tónleikum í Edinborgarhúsinu.
Óhætt er að segja að viðburðarík helgi sé framundan á Ísafirði. Kómedíuleikhúsið sem er eitt af fáum atvinnuleikhúsum landsbyggðarinnar, frumsýnir nýjan einleik um Stein Steinarr í Hömrum, kl 20.30, á laugardagskvöld auk þess sem í boði eru tónleikar, upplestur, ljóðasýning og kynning á skíðaíþróttinni svo fátt eitt sé nefnt. Í kvöld verður hægt að njóta ljúfra djasstóna Ómars Guðjónssonar og félaga á tónleikum í Edinborgarhúsinu sem hefjast kl. 21. Með honum í för eru Óskar Guðjónsson saxafónleikari, Jóhann Ásmundsson kontrabassaleikari og Helgi Helgason trommari og munu þeir flytja lög af hljómplötu hans „Varmalandi“.
Á morgun kl. 15 opnar Vestfjarðagoðinn og rithöfundurinn Eyvindur Eiríksson ljóðasýningu á Langa Manga í Aðalstræti. Við það tækifæri munu hann og e.t.v. fleiri að flytja ljóð fyrir kaffihúsagesti. Fleiri bókmenntaformum eru gerð skil seinna um daginn á bókmenntavöku í Edinborgarhúsinu sem hefst kl. 16. Að þessu sinni munu Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Steingrímsson, Vigdís Grímsdóttir og Sjón lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Lifandi tónlist verður flutt og bornar fram veitingar.

Þá munu krakkar sem æfa með Skíðafélagi Ísfirðinga sýna listir sínar í íþróttahúsinu á Torfnesi frá 15.45 til 17.00, sama dag. Margskonar nýjungar hafa verið teknar upp í þjálfun félagsins m.a. tónlistar- og línuskautaæfingar og verður forvitnilegt að sjá afraksturinn.

Um kvöldið verður svo einleikur Elfars Loga Hannessonar um Stein Steinarr frumsýndur, eins og áður sagði.

Á sunnudag gefst Ísfirðingum og nærsveitungum kærkomið tækifæri t.d. til að íhuga, skokka eða lesa blöðin því þá eru engir viðburðir auglýstir a.m.k. ekki á atburðadagatali bb.is. Þar er að finna nákvæmari upplýsingar um fleiri viðburði en hér eru upp taldir. Smellið á hlekkinn „skoða mánuð“ undir liðnum „á döfinni“ á forsíðu bb.is til að fylgjast með því sem framundan er í menningar- og félagslífi Vestfirðinga.

kristinn@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli