Frétt

| 23.03.2001 | 15:12Meðal greina eru „rennsli með sneiðingum“ og „120 skrefa hlaup á skíðum“

Byggðasafn Vestfjarða hyggst halda óvenjulegt skíðamót á föstudaginn langa. Mótið verður í anda fyrstu skíðakeppni sem vitað er til að haldin hafi verið á Vestfjörðum. Sú keppni var haldin við Þórustaðaháls í Önundarfirði árið 1910 og var keppt í stökki, rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaupi á skíðum. Að vísu verður stökkinu sleppt, en keppt verður í hinum tveimur greinunum. Jón Sigurpálsson safnvörður mun stika út 120 skrefa vegalengdina, en Byggðasafnið leggur þátttakendum til skíðabúnað fyrir greinina. Í verðlaun verða meðal annars silfurpeningar. Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn.
Í tilkynningu frá Skíðaviku segir um mótið við Þórustaðaháls: „Stökkið var fyrsta greinin á mótinu. Ekki er alveg ljóst hvaða reglum var fylgt, en stokkið var af tveimur misháum pöllum. Stökklengd virðist ekki hafa ráðið úrslitum heldur fyrst og fremst hversu mörg stökk menn náðu að standa. Keppendur tóku tvö til fimm stökk hver og virðist stökkafjöldinn helst hafa ráðist af því hvað keppendur treystu sér til að gera, en a.m.k. tveir þurftu að hætta keppni þegar skíðin biluðu. Fimm þátttakendur héldu áfram eftir stökkið og tóku þátt í næstu grein sem var rennsli með sneiðingum, eða svig. Náðu fjórir þeirra að standa alla leið niður brautina en engum sögum fer af tímatöku.

Lokagreinin var svo 120 skrefa hlaup á skíðum á jafnsléttu. Þar var tímataka viðhöfð og var besti tíminn 25 sekúndur. Þriggja manna dómnefnd var skipuð fyrir mótið og voru nefndarmenn sammála um að sigurvegari væri Guðmundur Gilsson á Mosvöllum. Hlaut hann verðlaunapening úr silfri að launum og sæmdarheitið besti skíðamaður U.M.F. Önfirðinga.“

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli