Frétt

mbl.is | 21.11.2003 | 08:33Valgerður Sverrisdóttir: Mér ofbýður - þetta er mikil ögrun

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, og Hreiðar Már Sigururðsson, forstjóri bankans, hafa hvor um sig keypt hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt kaupréttarsamningum við bankann.
Gengið á bréfunum í kaupunum er 156. Gengið í kaupum annarra lykilstjórnenda bankans samkvæmt kaupréttarsamningum er 210. Lokaverð á hlutabréfum í bankanum í Kauphöll Íslands í gær var 216. Söluverð hluta þeirra Sigurðar og Hreiðars Más næmi samkvæmt því um 1.315 milljónum króna. Söluhagnaður hvors um sig gæti því verið um 365 milljónir króna. Þeir verða hins vegar að eiga bréfin í 5 ár áður en þeir geta selt þau.

Samhliða viðskiptunum hefur bankinn veitt kaupendum sölurétt að keyptum hlutum sem ver þá fyrir mögulegu tapi af viðskiptunum.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist vera hissa. „Mér finnst að þetta gangi lengra en ég get sætt mið við þannig að ég láti ekki í mér heyra. Ég hef ekki verið með stór orð um það sem er að gerast á markaðinum en mér ofbýður. Mér finnst felast í þessu mikil ögrun. Og það er umhugsunarefni að það skuli vera heimilt að gera kaupréttarsamninga sem miðast við gengi undir markaðsverði, eins og er í þessu tilviki.“

Valgerður segir að ímynd fyrirtækja skipti miklu máli og menn verði að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara út í aðgerð af þessu tagi.

Sigurður Einarsson segir að verðið á hlutabréfum hans og Hreiðars Más Sigurðssonar sé hluti af ráðningarsamningi þeirra við bankann. Hluthafafundur hins sameinaða banka hafi samþykkt að fela stjórn bankans að ganga frá kaupréttarsamningi við starfsmenn.
Hjörleifur Jakobsson, varaformaður stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka, segir að gengið í kaupréttarsamningum Sigurðar og Hreiðars Más miðist við 30. júní síðastliðinn, en þá hafi runnið út samningar sem þeir hafi haft við Kaupþing. Gengi hlutabréfa félagsins hafi hins vegar hækkað mikið á þeim tíma sem liðinn er og hugsanlegur hagnaður þeirra af sölu hlutabréfanna þar með. Þeir séu hins vegar ekki búnir að hagnast neitt ennþá þar eð þeir séu bundnir af því að eiga hlutabéfin í ákveðinn árafjölda og megi ekki selja þau strax. Auk þess þurfi þeir að greiða vexti af lánum til að fjármagna kaupin og þeir vextir dragist frá hugsanlegum hagnaði.

Hann segir að með kaupréttarsamningunum hafi stjórnin verið að leitast við að tryggja að lykilstjórnendur starfi áfram hjá bankanum og binda þannig saman hagsmuni þeirra og hluthafanna, sem vonandi verði báðum aðilum til hagsbóta.

Sólon R. Sigurðsson, sem er forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka ásamt Hreiðari Má, segir að ástæðan fyrir því að hann sé ekki meðal lykilstjórnenda sem hafi gert kaupréttarsamninga við bankann, sé sú að samningarnir séu til þriggja eða fimm ára, en hann ætli sér ekki að starfa svo lengi hjá bankanum.

Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Kaupþingi Búnaðarbanka, segir að sérstök launanefnd hafi skilað umræddum tillögum um kaupréttarsamninga, sem lagðar hafi verið fyrir stjórnina. Hann segist ekki hafa samþykkt þær tillögur.

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli