Frétt

| 23.03.2001 | 14:17Fíkniefni í tölvulyklaborði

Níu einstaklingar hafa verið ákærðir að lokinni einni umfangsmestu fíkniefnarannsókn sem komið hefur upp á Akureyri. Mennirnir notuðu ýmsar leiðir til þess að koma efnunum frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar og reyndu þeir t.d að smygla amfetamíni og e-pillum í tölvulyklaborði. Fyrirtaka málsins fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í gær og eru sakargiftir misþungar. Einn af nímenningunum er fyrrverandi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar og játaði hann meint brot, alls sex talsins, fyrir dómi í gær. Mennirnir eru á mjög mismunandi aldri, sá elsti er 45 ára en sá yngsti 18 ára. Frá þessu er greint á Visir.is í dag.
Tveir menn eru ákærðir fyrir þyngstu brotin, annar til heimilis á Akranesi en hinn í Garðabæ. Akurnesingurinn játaði öll brotin en hinn mætti ekki. Brotin lúta að kaupum og sölu á e-pillum, amfetamíni og kannabisefnum og var vímuvarnafulltrúinn fyrrverandi í viðskiptum við þá. Brotin áttu sér stað á fyrrihluta ársins 2000. Ýmsar leiðir voru notaðar til að koma efnunum frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Þannig var sent með Íslandsflugi til Akureyrar tölvulyklaborð sem reynist að hafa geyma bæði amfetamín og e-pillur. Þá var myndbandstæki notað sem umbúðir fyrir marijúnana og einnig voru fíkniefnin flutt með bílum. í einu tilvikinu voru tveir fíkniefnapakkar skildir eftir undir brúm við þjóðveg 1 í Norðurárdal í Borgarfirði. Norðanmenn óku síðan suður og náðu í efnin sem höfðu verið falin. Þeir viðurkenndu að hafa selt hluta efnsins en annað notuðu þeir til neyslu. Fram kom fyrir réttinum að minni hluteigandi er misgott. Þannig mundi einn mannanna ekki hvar hann hefði átt heima á Akureyri á þessum tíma. „Ég var á kafi í neyslu sjálfur og haugruglaður“ sagði sakborningurinn í gær.
Margir ungu mannanna hafa farið í meðferð eftir að málið kom upp í fyrra. Hins vegar er kaldhæðnislegt að í einu tilviki að minnsta kosti höfðu hluteigandi kynnst á áfangaheimilinu Fjólunni á Akureyri og upp úr þeim kynnum hófust fíkniefnaviðskipti. Fulltrúi sýslumannsins á Akureyri krefst refsingar fyrir öllum mönnunum níu. Auk þess er krafist upptöku margvíslegra fíkniefna, sem og meints ágóða af sölu efnanna. Óljóst er hvenær dómur mun falla en sumir geta átt von á þungri refsingu.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli