Frétt

politik.is – Dagbjört Hákonardóttir | 20.11.2003 | 17:01Fjölmiðlaflóran á Fróni

Það má segja að nú ríki hvort tveggja gullöld og hallæri í fjölmiðlaflóru landsmanna. Dagblöð eiga í fjárhagserfiðleikum, útvarpsstöðvar koma og fara í hverjum mánuði, vefmiðlar eru ekki upp á marga fiska og deilan um hlutverkaskiptingu sjónvarpsstöðva virðist aldrei ætla að taka enda. Það er sama hvert litið er, vart er til sá fjölmiðill á Íslandi sem stendur á traustum fjárhagsstoðum, þó ýmislegt kunni að vera að breytast með atburðum núna síðustu daga. Samkeppnin á meðal fjölmiðla hefur ekki verið jafn hörð í mörg ár og hart er barist.
Offramboð á fjölmiðlum

Íslenska þjóðin fær þó vissulega sinn skammt af upplýsingum og margfalt það. Hún hefur kost á þremur dagblöðum, tíu sjónvarpsstöðvum, og útvarpsstöðvum sem eru í dag á annan tug. Það má vel deila um mikilvægi þessa framboðs á svo litlum markaði. Eru þá ótaldir bæði netmiðlar og textavarp.

Óendanlegt hallæri

Hlutverk RÚV er umdeilt. Margir eru á þeirri skoðun að ríkisútvarp eigi að vera leiðandi í óháðum fréttaflutningi hér á landi. Þótt Ríkisútvarpið innheimti afnotagjöld af öllum sjónvarpstækjum landsins og sé ráðandi á auglýsingamarkaði dugar það ekki til. Hundruð milljóna króna halli er á fyrirtækinu ár eftir ár, jafnvel þrátt fyrir Gísla Martein og Spaugstofuna. Háðari fjölmiðill fyrirfinnst varla. Afnotagjaldaumræðan er vissulega þreytt en það er kominn tími til að RÚV finni sér fleiri fjármögnunarleiðir og að Alþingi beiti sér fyrir hvers konar fyrirtæki það eigi að vera. Með styrkingu Norðurljósa verður samkeppnin við Stöð 2 enn erfiðari en áður.

Darraðardans DV

Þá að öðrum háðum fjölmiðlum. Þegar DV var selt í hendur Fréttablaðsins á dögunum var mörgum brugðið. DV hafði misst lesendur sína í hendur annarra fjölmiðla enda var blaðið orðið heldur frábrugðið því sem áður var. Ekki aðeins höfðu samkeppnisblöðin tekið upp á að koma út á mánudögum, heldur birtu þau einnig smáauglýsingar sem áður höfðu verið aðalsmerki DV. DV var síðar selt í hendur óvinanna og Fréttablaðsmenn mega þó kalla sig ótrúlega lánsama að hafa klófest rústir þess sem áður hét Dagblaðið – Vísir. Þeir hafa, líkt og Morgunblaðið, nýlega fjárfest í veigamiklum prentsmiðjum sem þeim er áfátt í að nýta sem best.

Trúverðug samkeppni?

Það verður þó athyglisvert að fylgjast með framgangi mála í dagblaðaumræðunni. DV hefur þrátt fyrir skakkaföll sín skapað sér óhagganlegt nafn í íslenska fjölmiðlageiranum og framtíðin er björt í Skaftahlíðinni. Nýir ritstjórar eru þekktir fyrir atorkusemi í þjóðmálaumræðunni og hafa lofað lesendum sínum óháðum og flugbeittum fréttaflutningi. Lesendur láta þó verkin tala og brátt skýrist hvort við ættum að taka orð þeirra trúanleg. Aftur á móti verður athyglisvert að fylgjast með samkeppni Fréttablaðsins og DV. Nú þegar bæði blöðin eru komin undir sama þak, þykir okkur lesendum harla strembið að fylgjast með samkeppninni og telja hana trúverðuga að öllu leyti. E.t.v. ættum við líka óska Morgunblaðsfólki alls hins besta, enda samkeppnisstaða þeirra orðin heldur veikari en áður.

Þær miklu hræringar sem eru nú á íslenskum fjölmiðlamarkaði munu vonandi skila okkur farsælli þjóðmálaumræðu en verið hefur undanfarin misseri. Meginverkefnið er að mínu mati að finna RÚV þann sess sem því ber sem flaggskipi íslenskra fjölmiðla. Við skulum vona að nýr menntamálaráðherra hafi til þess þor og kjark. Það verður spennandi að sjá hvort hinn ungi ráðherra taki flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli