Frétt

Jóhann Ásmundsson | 20.11.2003 | 16:58Upplýsingaveitur –stórvirkjanir næstu framtíðar

Jóhann Ásmundsson.
Jóhann Ásmundsson.
Þetta er fyrsti hluti hugleiðinga um stóriðjur næstu framtíðar. Í þessum hluta mun ég fjalla á almennan hátt um upplýsingaveitur. Í næsta pistli mun ég fjalla meira um hagnýtingu þeirra og gildi. Taka skal fram að margt er enn á huldu, þar sem veitukerfi af þessari tegund eru enn varla til og því verður á stundum að geta í eyður. En segja má að frá 1993 og fram til þess tíma að ég tók við forstöðu minjasafnsins á Hnjóti, hafi minn megin starfi verið fólgin í því að rýna í framtíðina í þessum efnum.
Nokkur umræða hefur átt sér stað um stóriðju Vestfjarða. Hver svo sem hún verður þá er ljóst að stóriðjur næstu framtíðar munu framleiða þekkingar- og afþreyingarvörur. Nú þegar eru slíkar afurðir orðnar að stórum hluta heimsverslunar. Þessar afurðir eru t.d. kvikmyndir, tónlist, tölvuleikir, fræðsluefni, ferðamennska, líftækni osfrv. Þetta er langur listi sem nánast hver og einn Íslendingur sem heldur heimilisbókhald getur staðfest að drjúgur hluti heimilisútgjalda fer til.

Þessi miklu umskipti á efnahagsstarfi heimsins, hvetja okkur til að hugsa á nýjan hátt um grundvöll efnahagslífsins. Til skamms tíma hefur okkur verið tamt að tala eingöngu um próteinframleiðendur og þá sem sækja hráefni í iður jarðar sem einu frumframleiðendurna. Þetta er afskaplega takmörkuð sýn á undirstöður efnahagslífs nútímans. Frumframleiðendur nútímans eru miklu breiðari flokkur. Til frumleiðenda má telja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem nýta sköpunarkraft sinn til að skapa eitthvað úr engu, eitthvað sem síðan er umbreytt í markaðsvöru.

Dæmi um slíka frumframleiðendur geta verið skáld. Skáldið sest niður, hripar orð á blað og kemur til útgefanda. Ekki ósvipað og þegar trillukarl siglir á miðinn og önglar í fiska og kemur á land. Í báðum tilvikum tekur við virðisaukandi efnahagsstarfsemi. Annar veiðir prótein hinn veiðir orð. Báðir eiga það hins vegar sammerkt að útvega hráefni sem knýr efnahagsvél nútímans og báðir eiga það sammerkt að svara þörfum okkar.

Nú geta menn gamla skólans farið að hártoga um að sjómaðurinn sinnir grundvallar þörfum okkar, nyti hans ekki við myndum við fljótlega veslast upp úr hungri (með bókina í hendinni), skáldið má hins vegar missa sín, ekkert æti er í skruddunum. Um þetta snýst hins vegar ekki málið. Það snýst um grundvöll efnahagslífsins og afkomu einstaklinga. Þagni skáldið, hinn skapandi einstaklingur, þá slokknar á efnahagskerfi nútímans. Þetta eru staðreyndir hagkerfisins í dag.

Einhver mikilvægasta undirstaða hvers samfélagsins, frá því að mannkynið fór af steinaldarstigi eru veitukerfi þess. Þannig getum við sagt að áveiturnar hafi verið lífæð landbúnaðarsamfélagsins og orkuveitur lífæð iðnaðarsamfélagsins. Á sama hátt getum við sagt að upplýsingaveitur verði lífæðar upplýsingasamfélagsins. Upplýsingaveitur eru í sjálfu sér lítið frábrugðnar öðrum veitum, nema þeir miðla upplýsingum, en áveitur miðla vatni og orkuveitur miðla orku.

Í dag má segja að flestar upplýsingaveitur séu einskonar heimaveitur einstakra stofnanna. Það er varla hægt að tala um „stórvirkjarnir“ eða almenningsveitur í þessu samhengi. Með stórvirkjunum og almenningsveitum er ég að tala um samtengingu ákveðinna grunnupplýsingakerfa. Þessi grunnupplýsingakerfi eiga það flest sammerkt að varðveita upplýsingar sem eru á einhvern hátt í almannaþágu. Dæmi um slíkar upplýsingar geta verið um veðurfar, landafræði, náttúru- og þjóðminjar osfrv.

Eins og með önnur veitukerfi þá eru upplýsingaveitur til einskis nýtar ef „lón“ þeirra eru tóm. Án innihaldsins streymir ekkert um æðar þess, né heldur er hægt að búa þær til. Því miður þá virðist þetta oft hafa gleymst þegar ríkið er að fjármagna gerð upplýsingaveitna. Það er ekki gert ráð fyrir að hin mikla „jarðvegsvinna“ að koma raunhlutum á stafrænt form kosti nokkuð eða það þurfi að gera sérstaklega ráð fyrir henni. Þetta er svona svipað og ef við létum okkur nægja að byggja stöðvarhús með túrbínum en gerðum ráð fyrir að allt hitt komi af sjálfu sér.

Stórframkvæmdir á þessu sviði eru því miður varla enn komnar inn í orðaforða stjórnmálamanna. Það þarf með einhverjum hætti að uppfræða stjórnmálamenn um eðli upplýsingaveitna og vekja áhuga þeirra á að fara út í stóriðjuframkvæmdir á þessu sviði. Eins og með veitukerfi fyrri samfélaga þá er kostnaður við gerð þeirra slíkur að almenningsveitur á þessu sviði eru eingöngu á færi ríkisins. Við verðum líka að hafa í huga að frumgögnin eru iðulega almannaeign sem allir verða að hafa opinn og jafnan aðgang að.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli