Frétt

mbl.is | 20.11.2003 | 16:45Jackson hvattur til að gefa sig fram við lögreglu

Stjórnvöld í Santa Barbara í Kalíforníu hafa beðið popptónlistarmanninn Michael Jackson að gefa sig fram við lögreglu og afhenda vegabréf sitt en handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Jackson vegna gruns um að hann hafi framið ítrekuð kynferðisbrot gegn 12 ára gömlum dreng. Talsmaður Jacksons segir að þessar ásakanir séu fáránlegar og algerlega úr lausu lofti gripnar. Talið er að Jackson sé í Las Vegas en hann hefur dvalið þar undanfarið við upptökur á tónlistarmyndbandi.
Fjölmiðlamenn og lögreglumenn fylgdust grannt með flugvellinum í Santa Barbara í gærkvöldi. Ekkert bólaði á Jackson og síðla kvöld sagði Chris Pappas, varðstjóri að engin handtaka hefði farið fram. Fram hefur komið í fréttum, að ef Jackson gefur sig fram muni hann verða færður á lögreglustöð þar sem tekin verða af honum fingraför og ljósmyndir. Hann getur síðan farið frjáls ferða sinna gegn 3 milljóna dala tryggingu.

Um 70 lögreglumenn gerðu húsleit í Neverland búgarðinum, sem Jackson á nálægt Santa Barbara. Húsleitin stóð yfir í 12 tíma. Jim Anderson, lögreglustjóri í Santa Barbara, sagði að viðræður hefðu farið fram við lögmenn Jacksons og söngvaranum hefði verið gefinn kostur á að gefa sig fram innan ákveðins tíma. Sagðist Anderson telja að Jackson yrði samvinnuþýður.

Stuart Backerman, talsmaður Jacksons, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að Jackson hafi þegar gert ráðstafanir til að snúa heim til Santa Barbara til að svara þeim ásökunum sem á hann væru bornar. „Michael myndi aldrei skaða börn með þessum hætti. Þessar fáránlegu og tilefnislausu ásakanir verða hraktar í réttarsal," sagði Beckerman.

Thomas W. Sneddon Jr., saksóknari, og Anderson, héldu blaðamannafund í Santa Barabar í gærkvöldi og þótti fundurinn nokkuð sérkennilegur á köflum. Saksóknarinn skýrði mál sitt með handapati og velti um hljóðnemum fréttamanna. Þá gerði hann lítið úr vangaveltum fréttamanna vegna þess að húsrannsóknin fór fram sama dag og ný safnplata Jacksons kom út. „Eins og ég og lögreglustjórinn höfum eitthvað gaman af svona tónlist," sagði Sneddon.

Þegar Anderson var spurður um foreldra, sem leyft hafa börnum sínum að sofa í Neverland svaraði lögreglustjórinn: „Ég ráðlegg mönnum að gera það ekki." Sneddon bætti við: „Ekkert af okkar börnum er þar."

Þegar Sneddon bauð blaðamenn velkomna sagði hann: „Ég vona að þið dveljið hér lengi og eyðið miklum peningum því við þurfum á söluskattinum að halda til að reka skrifstofurnar okkar." Hann bætti síðar við að um væri að ræða mjög alvarlegt mál.

Fyrir áratug komu fram ásakanir á hendur Jackson um að hann hefði beitt dreng kynferðisofbeldi. Sneddon rannsakaði einnig það mál en engin ákæra var lögð fram. Jackson, sem neitaði ásökununum, mun hins vegar hafa greitt foreldrum drengsins milljónir dala fyrir að láta málið niður falla og drengurin neitaði í kjölfarið að bera vitni.

Til stóð í gærkvöldi að sýna þátt um tónlistarferil Jacksons á sjónvarpsstöðinni CBS, í tilefni af útgáfu nýju safnplötunnar. Hætt var við að sýna þáttinn og sagði sjónvarpsstöðin í yfirlýsingu, að í ljósi þess hve ásakanirnar á hendur Jackson væru alvarlegar hefði þótt óviðeigandi að sýna þennan þátt.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli