Frétt

Birna Lárusdóttir | 23.03.2001 | 09:45Kvartsár og armæðan uppmáluð

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
„Það er svo lítið við að vera þarna hjá ykkur“, sagði ungur Reykvíkingur við mig um daginn og það var auðheyrt að hann trúði af öllu hjarta að svo væri. Í fyrstu fauk í mig og í huganum býsnaðist ég yfir fáfræði og þröngsýni viðkomandi. Svo staldraði ég við og fór að velta því fyrir mér hvað hefði orðið til þess að móta þessa sýn hans á lífið úti á landi. Það skyldi þó ekki vera að ég sjálf ætti kannski einhvern þátt í því?

Við sem búum úti á landi eigum það til að vera kvartsár og armæðan uppmáluð. Við erum í sífelldri vörn gagnvart utanaðkomandi áreiti og bregðumst ókvæða við gagnrýni án þess að íhuga hvað veldur því viðhorfi sem við mætum.
Það er gömul saga og ný, að við erum ekki nægilega dugleg að sýna á okkur fleiri hliðar en þær sem kallast geta neikvæðar. Af og til er okkur hollt að fara í ítarlega naflaskoðun og gera okkur grein fyrir því, að þrátt fyrir erfiðleika á ýmsum sviðum er víða mikill uppgangur á Vestfjörðum. Málflutningur heimamanna þarf í auknum mæli að litast af því sem vel gengur til að unnt sé að hrekja þær ranghugmyndir sem alltof margir landsmenn virðast gera sér um fjórðunginn.

Á morgun, laugardag, hefur fyrsta þingmanni Vestfirðinga og bæjarfulltrúum D-lista í Ísafjarðarbæ verið boðið að sitja fyrir svörum og taka þátt í umræðum á opnum fundi um atvinnumál, en það eru sjálfstæðisfélögin á Ísafirði sem standa fyrir fundinum. Þótt hann sé haldinn undir merkjum eins stjórnmálaflokks eru allir velkomnir, enda tímabært að heimamenn skiptist á skoðunum um þessi mikilvægu mál. Fundurinn er haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði og hefst kl. 10 í fyrramálið.

Sveiflukenndur sjávarútvegur

Ekki þarf að tíunda þróunina í sjávarútvegi á Vestfjörðum síðasta áratug – hún hefur reynst Vestfirðingum þung í skauti og verið brotin til mergjar á mörgum vígstöðvum. Stöldrum heldur við það sem vel hefur gengið í sjávarútvegi að undanförnu. Gríðarleg uppbygging í smábátaútgerð síðustu misseri og vaxandi fiskvinnsla henni tengd sýnir baráttuþrek heimamanna í hnotskurn. Íbúum hefur jafnvel fjölgað í þeim þorpum þar sem best hefur gengið, svo sem á Suðureyri og Tálknafirði. Sums staðar, t.a.m. á Þingeyri og Flateyri, er nú svo komið að erfitt er að fá íbúðarhúsnæði, auk þess sem hægt var að lesa í Bæjarins besta fyrir skömmu að fasteignamarkaðurinn á Ísafirði væri að glæðast eftir tveggja ára lægð. Þetta eru góðar fréttir.

Á sama tíma sýna afkomutölur stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Vestfjörðum, að vel hefur gengið síðastliðið ár auk þess sem metafli hefur borist á land á vertíðinni hjá einu loðnubræðslunni í fjórðungnum. Einnig hefur rækjuveiði verið að glæðast að undanförnu og er það vonandi til marks um að bjartari tímar séu framundan í þeirri grein.

Vissulega eru blikur á lofti sem ógna þeirri sjálfsbjargarviðleitni sem endurspeglast í smábátaútgerðini, því enn ríkir mikil óvissa um það hvort kvótalögin muni ná óbreytt fram að ganga í haust eða ekki. Þeir sem þar ráða ferðinni verða að hafa hugfast, að þessar breyttu áherslur í sjávarútvegi einskorðast ekki við Vestfirði. Smábátaútgerðinni hefur vaxið fiskur um hrygg víða um land, þótt til þessa hafi alltof lítið heyrst frá öðrum en Vestfirðingum í umræðunni um þessi mál. Fyrir vikið standa margir landsmenn í þeirri trú að hér séu á ferðinni sérvestfirskir hagsmunir – einn ganginn enn – og þeir yppa því bara öxlum yfir hávaðaseggjunum þarna fyrir vestan.


Fleira gott en fagur fiskur í sjó

Margir eiga erfitt með að sjá atvinnumöguleika fyrir svæðið í öðru en því sem tengist veiðum og vinnslu. Vissulega er sjósóknin grunnurinn að vestfirskum byggðum og því breytir enginn. En lítum okkur nær og veltum því fyrir okkur hvaða vinnustaðir eru með þeim fjölmennustu í Ísafjarðarbæ. Það eru stofnanir á borð við leikskólana og grunnskólana, Menntaskólann á Ísafirði og Heilbrigðisstofnunina með Fjórðungssjúkrahúsið í broddi fylkingar, sem veita þá grunnþjónustu sem nauðsynleg er í hverju samfélagi af þessari stærð. Í þessum stofnunum eru mörg hundruð ómetanleg störf sem afar brýnt er að halda sem fastast í og fjölga eins og kostur er.

Á undanförnum árum hefur störfum fækkað við frumframleiðslu í landinu og þeim fjölgað við þjónustu. Hvar hefur þeim fjölgað? Á höfuðborgarsvæðinu, og um leið hefur íbúum fjölgað þar. Því er gríðarlega mikilvægt að störf við opinbera þjónustu, aukin menntun á öllum stigum ásamt aukinni rannsóknar- og þróunarvinnu færist til staða eins og Ísafjarðar. Með því fáum við til okkar fólk sem hefur menntað sig til slíkra starfa, auk þess sem það eykur þjónustuþörfina í samfélaginu í heild og fjölgar þar með enn störfum.

<

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli