Frétt

mbl.is | 19.11.2003 | 16:30Davíð segir bankana komna langt út fyrir eðlileg mörk

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag þegar rætt var um eignarhald á fjölmiðlum, að það væri ekki boðlegt hvernig einn stærsti banki þjóðarinnar taki þátt í viðskiptabrellum eins og þeim sem verið hefðu í kringum nýleg eigendaskipti á Stöð 2. Þá sagðist Davíð einnig vera hugsandi yfir því hvernig allir stærstu bankarnir hagi sér nú með afskiptum sínum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. „Þar eru menn komnir út á mjög hála braut, að mínu viti, og ég sem hef trúað á og stutt, og verið mjög stoltur af því að standa fyrir einkavæðingu á slíkum bönkum, tel jafnframt að það eigi að halda þessum bönkum að sínum verkefnum og að þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldur gagnvart almenningi," sagði Davíð.
Verið var að ræða fyrirspurn frá Álfheiði Ingadóttur, varaþingmanni Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, en hún spurði Davíð hvort þróun mála á fjölmiðlamarkaði að undanförnu hefði verið til umfjöllunar í ríkisstjórninni og hvort forsætisráðherra teldi koma til greina að sett verði lög til að hindra frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og tryggja betur en nú er gert að fjölmiðlar séu sjálfstæðir og óháðir. Lagði Aðalheiður áherslu á nauðsyn þess að eignarhald fjölmiðla væri ljóst. Hún sagði m.a. að sú staðreynd að viðskiptablokkir og jafnvel bankar væru farnir að slást um eignarhald á fjölmiðlum í landinu vektu upp spurningar hvort setja ætti enn frekari skorður við eignarhaldi á þessum markaði til að hindra þar óæskileg hagsmunatengsl því samþjöppun eigna og valds á þessu sviði geti verið lýðræðinu varasöm og sama þróun gæti leitt til þess að allir fjölmiðlar, utan ríkisútvarpið, kæmust á sömu hendur.

Davíð svaraði að þróun mála á fjölmiðum hefði ekki komið formlega til kasta ríkisstjórnarinnar en málið hefði borið á góma. Þá sagði Davíð, að hann teldi ekki hægt að útiloka að til lagasetningar komi til að hindra frekari samþjöppun fjölmiðla. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að í því fælist tómlæti af hálfu þingsins, við núverandi aðstæður, að athuga ekki að minnsta kosti slíka lagasetningu.

Davíð sagði að víðast hvar í heiminum tíðkuðust slíkar reglur en Íslendingar tilheyrðu undantekningunum hvað þetta varðaði. Í Bandaríkjunum væri t.d. bannað að þeir sem ættu dagblöð eigi einnig sjónvarpsstöðvar. Þá sagði Davíð að í Svíþjóð væri litið svo að áskriftardagblöð væru til þess fallin að skapa frjóa og fjölbreytta umræðu og þau nytu niðurgreiðslu til áskrifenda svo þau fái þrifist.

Þá sagði Davíð að fréttamenn töluðu jafnan um það, að fréttaeiningar fjölmiðlanna væru afar sjálfstæðar og vel mætti vera að svo væri að verulegu marki. „Þó er það þannig að víðast hvar í heiminum er talið að eignarhaldið ráði úrslitum í þeim efnum. Það er eignarhaldið sem leiðir til þess með hvaða hætti viðkomandi fréttaeining er skipuð í upphafi og það mun síðan hafa áhrif á það hvernig fréttastofan vinnur þótt eigendur séu ekki daglega að skipta sér af því hvernig fréttastofur séu reknar," sagði Davíð og sagði að það væri rétt hjá Álfheiði, að það væri fyrsta skilyrðið að eignarhaldið sé ljóst. Hann sagði Íslendingar hefðu búið við það mánuðum saman að enginn hefði haft hugmynd um það hverjir áttu tiltekið dagblað. „Þeir eigendur gátu síðan látið það blað skjóta á andstæðinga sína, ímyndaða eða raunverulega eftir atvikum úr launsátri frá því blaði. Þetta myndi hvergi í heiminum vera látið líðast. Nú standa mál þannig, til að mynda, að það veit enginn hver á Stöð 2... Stundum er látið í veðri vaka að Kaupþing Búnaðarbanki eigi þessa stöð en það er einnig látið í veðri vaka að tiltekinn nafngreindur einstaklingur í kaupsýslu eigi orðið þessa stöð. Það er algerlega óboðlegt að slíkt ástand sé uppi og það er raunar ekki boðlegt heldur að einn af stærstu bönkum þjóðarinnar taki þátt í viðskiptabrellum af þessu tagi og hafi ekki sína hluti á tæru gagnvart almenningu í þessum efnum," sagði Davíð.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli