Frétt

Leiðari 46. tbl. 2003 | 19.11.2003 | 13:55Dagblöð Faxaflóasvæðisins

Hræringarnar í kjölfar gjaldþrots DV og síðan upprisu í skjóli Fréttablaðsins hafa leitt til umræðu um hvort æskilegt sé að umsvifamiklir athafnamenn á sviði verslunar og viðskipta séu jafnframt með puttana á slagæðum fjölmiðla, sem óumdeilt hafa því hlutverki að gegna að halda uppi sjálfsagðri og eðlilegri gagnrýni í samfélaginu á hverjum tíma. Greinilegt er að ýmsir óttast samþjöppunina sem opinberast meðal annars í flennistórum auglýsingum verslanakeðja í fjölmiðlum, í eigu sömu aðila. Og menn spyrja: Hvað næst? Meira að segja Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna, þykir nóg um og hefur uppi efasemdir, þótt ýmsum þyki þær hjáróma.

Um árabil hefur landsbyggðafólk getað valið milli tveggja dagblaða, hafi hugur staðið til þess, Morgunblaðsins og DV. Í þeim efnum hefur nú saxast á, líkt og limina hjá Birni bónda forðum. Við brotthvarf DV er Morgunblaðið eina dagblaðið sem við Vestfirðingar getum treyst á að fá til aflestrar. Ef til vill nægir það mörgum og eflaust heldur lífið sínum vanagangi þrátt fyrir brotthvarf DV, líkt og í sveitinni á árum áður, þegar Ísafold og Vörður hættu að koma með mjólkurbílnum.

Meðan DV var og hét átti það trygga lesendur hér vestra og var borið heim til áskrifenda fljótt og vel dag hvern eftir flug. En nú bregður birtu. Eftir upplýsingum sem BB hefur er ætlunin að áskrifendur DV-sáluga á Ísafirði verði sjálfkrafa áskrifendur að hinu endurlífgaða blaði. Það sé þeirra að afþakka blaðið, kjósi þeir svo. Látum gott heita. En, það hangir fleira á spýtunni. Gömlu tryggu áskrifendunum er ætlað að bíða eftir nýja blaðinu þar til í ljós kemur hvort einhver fæst til að dreifa því um bæinn! Þangað til svo tekst til: Ekkert DV. Bara Mogginn.

Fréttablaðið hefur haslað sér völl á Faxaflóasvæðinu með afgerandi hætti. Hafi blaðið átt að feta í fótspor ,,blaðs allra landsmanna“ hefur flugið fatast heldur betur hvað varðar dreifingu á landsbyggðinni. Eintakafjöldinn sem berst Ísfirðingum skerðir ekki upplagið svo nemi. Sé hinu endurreista DV ætluð sama fjárgatan að feta sig á, er alfærasælast að útgefendur blaðanna geri íbúum landsbyggðarinnar ljóst að blöðin séu dagblöð fyrir íbúa Faxaflóasvæðisins. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja. Þá vita menn það bara.

Standi vilji þeirra til annars verða þeir að taka til hendinni.
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli