Frétt

| 23.03.2001 | 06:56Lausar íbúðir í vestfirskum byggðum verði nýttar fyrir erlenda fræðimenn og listamenn

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.
Síðasta árið hafa verið kynntar fyrir ýmsum aðilum hugmyndir um nýtingu á lausum íbúðum á Vestfjörðum. Þetta eru hugmyndir Elísabetar Gunnarsdóttur, arkitekts á Ísafirði, og felast í því að markaðsetja íbúðirnar hjá erlendum fræðimönnum og listamönnum, bjóða samtökum þeirra og fagfélögum íbúðirnar til leigu og kynna þeim þá þjónustu og aðstöðu sem í boði getur verið í tengslum við þær. Hugmyndir um rekstrarform eru ekki fullmótaðar. Hins vegar má ljóst vera að útleiga á þessu húsnæði kemur til með að draga fólk inn á svæðið, auðvelda rekstur húsnæðisins og viðhald og skapa atvinnu. Auk þess er þess að vænta að fagþekking gestanna geti nýst samfélaginu á margan hátt.
Til þess að koma þessu verkefni af stað er ætlunin að ráða sérhæfðan mann í viðskipta-, markaðs- og kynningarmálum til að vinna í a.m.k. sex mánuði að mótun verkefnisins og koma því á framfæri við rétta aðila. Ákveðið hefur verið að leita eftir samstarfi um framkvæmd þess við opinberar stofnanir og þau sveitarfélög á Vestfjörðum sem gætu haft hag af því og hefur Ísafjarðarbær þegar ákveðið að taka þátt í þessu.

Verkefnið verður kynnt stuttlega í dag, föstudag kl. 13, um leið og skrifað verður undir samstarfssamning milli teiknistofunnar kol og salt ehf og Ísafjarðarbæjar til að hrinda verkefninu í framkvæmd og láta á það reyna. Athöfnin fer fram í íbúðinni á 3. hæð fyrir miðju í Múlalandi 12 á Ísafirði. Boðið verður upp á léttar veitingar frá Mjólkursamlagi Ísfirðinga.

Hér fer á eftir greinargerð Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts, þar sem hún útskýrir hugmyndir sínar um þetta efni stuttlega.


Félagslegar íbúðir á Vestfjörðum – möguleikar til nýtingar
Stutt greinargerð


Fjöldi lausra íbúða á Vestfjörðum skiptir tugum. Þær eru flestar í Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð. Nú þegar standa margar íbúðir auðar og margt bendir til þess að þeim íbúðum fjölgi sem hvorki er hægt að selja á verði við hæfi eða leigja út.

Viðskiptahugmynd:

Stofnað verði félag um rekstur 30-50 íbúða á svæðinu (t.d. 10 í Bolungarvík, 30 í Ísafjarðarbæ og 10 í Vesturbyggð). Húseigendur (sveitarfélögin) leigi félaginu íbúðirnar í ákveðinn tíma (t.d. 3-10 ár). Félagið semji við hagsmunasamtök listamanna og fræðimanna í Skandinavíu, Evrópulöndum og Japan um leigu á íbúðum og samtökin úthluti þeim síðan í ákveðinn tíma til félagsmanna sinna. Sá hópur listamanna og fræðimanna sem býr í borgum stækkar sífellt og þeim fer fjölgandi sem leita eftir í kyrrlátu og fögru umhverfi til að einbeita sér að ákveðnum verkefnum í takmarkaðan tíma. Þessu fólki bjóðast styrkir til slíkra verkefna.

Aðdráttarafl:

Landið hefur fengið talsverða athygli og kynningu á síðustu árum vegna listamanna sem láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi, áhugi fyrir landinu hefur aukist mikið (það má með réttu halda því fram að landið sé í tísku um þessar mundir).

Við getum boðið vel búnar íbúðir/góða vinnuaðstöðu með matvöruverslanir, bókasöfn, fyrirlestra-, sýninga- og tónleikasali, sundlaugar, gönguleiðir, strendur/fjöll og flugvelli í næsta nágrenni. Flestar ef ekki allar íbúðirnar standa þannig að frá þeim er mikið og gott útsýni til náttúrunnar umhverfis. Frá Bolungarvík og Ísafirði eru skipulagðar ferðir á Hornstrandir, Látrabjarg er í næsta nágrenni við Patreksfjörð, hvort tveggja svæði með mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Undirbúningur og framkvæmd verkefnisins:

Fjármögnuð verði af hagsmunaaðilum vinna starfsmanns í t.d. 6 mánuði.

Verkefni starfsmannsins yrði að:

A – móta verkefninu rekstrarform og kynna það.
B – ná til og semja við samtök listamanna og fræðimanna, aðallega í öðrum löndum, um leigu á lausum íbúðum í sveitarfélaginu sem þau síðan leigja áfram til félagsmanna sinna.

Verkefnið felst aðallega í eftirfarandi:

– Úttekt á ástandi húsnæðis.
– Gerð viðskiptaáætlunar (m.a. viðhalds-, reksturs-, starfsmanna- og kynningarkostnaður).
– Gerð kynningarefnis og umsjón með prentun.
– Að leita eftir viðskiptavinum/samstarfsaðilum og fá undirritaðar viljayfirlýsingar.
– Að leita eftir samskiptaaðilum á svæðinu um aðstöðu til rannsókna, sýningahalds, fyrirlestra, kennslu o.s.frv.

Ábati og áhrif á samfélagið:

Fjölbýlishúsin eru verðmæti sem ekki verða nýtt annars staðar.
Tekjur af útleigu og atvinna við reksturinn.
Fleira fólk inni á svæðinu – þjónustutekjur.
Jákvæð landkynning - margfeldisáhrif.
Hæfileikafólk heimsækir landi

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli