Frétt

Einar Kr. Guðfinnsson | 18.11.2003 | 17:17Samkeppni – líka á vísindasviðinu

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Tvö athyglisverð mál sem sjávarútvegsráðherra flytur voru rædd á Alþingi í vikunni og eru nú komin til meðferðar í sjávarútvegsnefnd þingsins. Mál þessi lúta annars vegar að skipulagi hafrannsókna, nýsköpun og þróunarstarfi. Hins vegar má segja að þau tengist umræðunni um brottkast afla. Hvoru tveggja eru stórmál í samhengi sjávarútvegsumræðunnar. Nálgunin að báðum er býsna nýstárleg í málatilbúnaði sjávarútvegsráðherra og verðskuldar því umræðu.
Lengi hafa menn deilt um brottkast á fiski og umfang þess. Á síðustu árum hefur verið varpað betra ljósi á málið en áður, með margvíslegum athugunum. Í fyrsta lagi má nefna viðurhlutamikla athugun Gallups á viðhorfum sjómanna, sem sjávarútvegsráðuneytið gekkst fyrir. Í annan stað má nefna skoðun Hafrannsóknastofnunar á þessu vandamáli. Loks má vitna til könnunar sem Kristinn Pétursson þáverandi alþingismaður og nú fiskverkandi á Bakkafirði lét framkvæma. Athyglisvert að þessar þrjár athuganir benda mjög til álíka niðurstöðu. Um 20 til 30 þúsundum tonnum er fleygt í hafið af bolfiski á ári hverju, miðað við stöðuna eins og hún var fyrir tveimur árum. Þetta er að sönnu verulegt magn, en vitaskuld miklu minna en þeir sem hæst hafa hrópað um þessi mál, hafa talið.

Stuðpúði gegn brottkasti

Menn hafa reynt að beita auknu eftirliti til þess að sigrast á þessu böli og auðvitað hefur það haft sitt að segja. Að mati þess sem hér stýrir penna er það þó ekki líklegast til almennilegs árangurs. Hagrænar aðgerðir, sem stuðla að því að menn sjái sér ekki hag af brottkasti, eru langsamlega líklegastar til þess að minnka brottkastið í alvörunni. 5% reglan og 10% reglan sem sjómenn og útvegsmenn þekkja eru dæmi um þetta. Þær draga mjög úr tilefni til brottkasts.

5% reglan kveður meðal annars á um það að útgerðir mega selja afla á fiskmarkaði, en fá í sinn hlut 20 prósent andvirðisins. 80% hafa farið til Hafrannsóknastofnunar. Þetta er í samræmi við ábendingar margra sem töldu einmitt að hagrænar aðgerðir væru líklegastar til þess að draga úr brottkasti. 10 % reglan gefur mönnum kost á að draga bara helming frá því sem svarar 1/10 af heildarafla Segja má að með þessu sé búinn til eins konar "stuðpúði" til varnar brottkasti. Er því vandséð að þegar búið er að setja inn í lögin svo mikið svigrúm, sé men „tilneyddir til brottkasts“, eins og stundum hefur verið haldið fram.

Drjúgar tekjur af Hafró-afla

Þegar lögin voru sett um Hafró aflann var alls óljóst hverjar tekjur yrðu af hinu nýja ákvæði. Umræður innan sjávarútvegsnefndar Alþingis lutu hins vegar að því að skynsamlegt kynni að vera að beina þessum fjármunum í sérstakan sjóð, sem hægt væri að sækja í til rannsókna og vísindastarfs. Það var vitaskuld háð því að fjármagn sem um munaði fengist af 5 prósent reglunni – sem síðar hefur verið kallaður Hafró-afli í daglegu tali. Það vissum við ekki þegar lögin voru samþæykkt og því var einfaldlega ákveðið að fjármunirnir rynnu beint til Hafrannsóknastofnunarinnar.

96 milljónir runnu til stofnunarinnar frá gildistöku laganna 1. febrúar 2002 til ársloka þess árs og 125 milljónir fyrstu níu mánuði þessa árs. Það er því ljóst að möguleikar gáfust á að fara með öðrum hætti með þessa fjármuni, í samræmi við vangaveltur þær sem fyrr er frá greint. Niðurstaða sjávarútvegsráðherra var að þessi tekjustofn og uppítökusjóðurinn, sem fær fé af ólögmætum sjávarafla, rynnu saman í „sérstakan sjóð í vörslu sjávarútvegsráðuneytisins og skal verja fé úr honum til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs og til eftirlits með fiskveiðum. Sjóður þessi nefnist Verkefnasjóður sjávarútvegsins“ eins og orðrétt segir í frumvarpstextanum. Nánar er þetta verkefni útlistað í athugasemdum með lagafrumvarpinu, en þar segir. „Verði frumvarpið að lögum yrði unnt að styrkja rannsóknir á sviði sjávarútvegs almennt en ekki eingöngu á sviði hafrannsókna auk þess sem unnt yrði að efla nýsköpun í sjávarútvegi.“

Efling fræðilegrar umræðu

Hér er að því leyti nýmæli á ferðinni að nú er verið að opna betur en nokkru sinni áður á leiðir fyrir sjálfstæða vísindamenn að fá fjármagn til rannsókna á sviði sjávarútvegsins, þar með talið hafrannsókna. Þetta er pólitísk stefnumótun, sem eflir samkeppni hugmynda og sjónarmiða á þessu fræðasviði. Þetta er ekki frumvarp til höfuðs Hafrannsóknarstofnunar. Miklu fremur til eflingar henni, með því að það mun geta leitt til kraftmeiri umræðu og skoðanaskipta á vísind

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli