Frétt

mbl.is | 18.11.2003 | 08:49Spænska ríkisarfanum sagt að þegja

Spánverjar eru sagðir hæstánægðir með væntanlega brúði Felipes krónprins, fráskilda sjónvarpsfréttakonu sem greinilega er með munninn fyrir neðan nefið. Fyrir ári stóð Letizia Ortiz í ökkladjúpri, svartri drullu niðri á strönd og flutti þjóðinni fréttir af olíumengunarslysi. Næsta sumar mun þessi fréttaþula leggja frá sér hljóðnemann, taka í hönd Felipe krónprins og verða væntanleg drottning á Spáni.
Það er ekkert nýtt í Evrópu að almúgafólk giftist inn í konungsættir og Ortiz er eins mikil almúgakona og hægt er að verða. Þrjátíu og eins árs, útivinnandi og fráskilin. Móðir hennar, sem er einnig fráskilin, er hjúkrunarfræðingur.

En þetta er í fyrsta sinn sem kona af almúgaættum mun væntanlega taka við krúnunni sem eitt sinn prýddi höfuð Ísabellu sem gerði út Kristófer Kólumbus.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru Spánverjar himinlifandi, og þá ekki einungis yfir því að krónprinsinn þeirra, sem er 35 ára, kvænist spænskri konu, heldur líka að tilhugalíf væntanlegra konungshjóna hefur alveg verið laust við öll hneykslismál, sem plaga svo margar evrópskar konungsfjölskyldur.

Val Felipes á brúði endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á spænsku þjóðfélagi. Skilnaður var ólöglegur í landinu til 1981. „Núorðið er svo að segja ógerningur að kalla saman fimm eða sex fullorðna án þess að einhver þeirra eða barnanna þeirra hafi gengið í gegnum skilnað,“ segir Carmen Iglesias, framkvæmdastjóri opinberrar hugveitu um stjórnarskrá og dómskerfi Spánar.

Fyrir tuttugu árum voru konur einungis 28% af vinnuafli í landinu. Nú er áætlað að hlutfallið sé komið nær 40 prósentum. Þetta konunglega brúðkaup, sem í vændum er, telst "sögulegt en í fullu samræmi við það samfélag sem við lifum í við upphaf 21. aldarinnar".

Spænska konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar, ekki síst vegna þess stóra þáttar sem faðir Felipes, Jóhann Karl konungur, átti í að koma aftur á lýðræði á Spáni eftir nærri fjögurra áratuga einræðisstjórn sem lauk með dauða Franciscos Francos 1975.

Þess hafði verið beðið með óþreyju að krónprinsinn veldi sér konu. Í mörg ár hafa sambönd hans við konur verið endaslepp, sumir segja að foreldrar hans hafi bundið enda á sum þeirra. Hann kynntist Ortiz í kvöldverðarboði í Madríd fyrir rétt rúmu ári og síðastliðið vor varð sambandið fyrst alvarlegt. Trúlofun þeirra var tilkynnt 1. nóvember.

Mikið var talað um það á Spáni í síðustu viku þegar parið kom fram opinberlega og Ortiz átaldi Felipe fyrir að grípa fram í fyrir sér. Hún var að útskýra fyrir fréttamönnum hvernig hún myndi takast á við breytta hagi þegar Felipe reyndi að koma að orði. „Leyfðu mér að klára,“ sagði hún og greip í handlegginn á honum.

Prinisinn hló hjartanlega en orð Ortiz fóru sem eldur í sinu um spænska fjölmiðla. Spænska ríkisarfanum og væntanlegum æðsta yfirmanni hersins hafði verið sagt að þegja. Á skopmynd í blaðinu El Mundo var Felipe að vara föður sinn við því að hann mætti búast við sömu ádrepunni frá væntanlegri tengdadóttur ef áramótaávarpið hans yrði of langt.

Í skoðanakönnun kváðust 60% þátttakenda ánægð með væntanlega prinsessu, og margir eldri Spánverjar telja hana mun betri kost en þær erlendu stúlkur sem prinsinn hefur sýnt áhuga, t.d. norsku fegurðardísina Evu Sannum sem sat fyrir í undirfataauglýsingum og var mynduð berbrjósta á baðströnd.

El Mundo birti nýverið á forsíðu viðtal við fyrrverandi eiginmann Ortiz, lítt þekktan rithöfund að nafni Alonso Guerrero Perez. Hann óskaði fyrrverandi konu sinni og prinsinum alls hins besta.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli