Frétt

bb.is | 17.11.2003 | 22:56Þingsályktunartillaga um háskóla á Ísafirði lögð fram á Alþingi

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins lagði í gær fram þingsályktunartillögu um stofnun háskóla á Ísafirði þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skólinn taki til starfa haustið 2005. Meðflutningsmenn Kristins eru þingmennirnir Gunnar I. Birgisson Sjálfstæðisflokki og Magnús Stefánsson Framsóknarflokki. Tillaga þremenninganna er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að beita sér fyrir stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum. Skólinn verði á Ísafirði og starfi samkvæmt lögum um háskóla. Sérhæft námsframboð skólans mótist af sérstöðu svæðisins með tilliti til umhverfismála, ferðamála, sjávarútvegs og tónlistarlífs, en í upphafi verði lögð áhersla á almennar undir stöðugreinar, svo sem fræðileg vinnubrögð, sálfræði, siðfræði, félagsfræði, aðferðafræði og tölfræði.
Horft verði til samstarfs við aðra háskóla og þannig stuðlað að fjölbreyttu námsframboði.Rektor verði ráðinn til starfa á næsta ári til undirbúnings kennslu sem hefjist haustið 2005. “

Í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn m.a.: „Á skömmum tíma hefur aðsókn að háskólanámi aukist svo á Vestfjörðum að líkja má við sprengingu. Enginn skóli á háskólastigi starfar í fjórðungnum svo nemendur verða að stunda fjarnám. Um það bil 130 manns á Vestfjörðum stunda háskólanám við a.m.k. fjóra háskóla.“

Um tilhögun núverandi fjarnáms segir m.a. í greinargerðinni: „Fjarnámið er stundað á ýmsa vegu. Sumir fylgjast með fyrirlestrum um fjarfundabúnað sem komið hefur verið upp á nokkrum stöðum í fjórðungnum en aðrir notast einkum við eigin tölvu og eru í beinum samskiptum við skólana. Fræðslumiðstöð Vestfjarða annast skipulag fullorðinsfræðslu og hefur yfir að ráða fjarfundabúnaði á nokkrum stöðum og aðstöðu á Ísafirði sem notuð er til náms og prófa. Lítið er um beina kennslu eða námsaðstoð enda Fræðslumiðstöðin ekki í stakk búin til þess veita hana og afar fátítt að kennarar einstakra háskóla haldi fyrirlestra hjá miðstöðinni. “

Um uppbyggingu háskólanámsins á Vestfjörðum segir svo: „Flutningsmenn telja að öll rök hnígi að því að farsælast sé að stjórna uppbyggingu á háskólanámi á Vestfjörðum með sjálfstæðri stofnun með fjárveitingum af fjárlögum eins og aðrir háskólar búa við. Forystumenn skólans munu vinna að uppbyggingu hans og móta námsframboð á þeim forsendum sem gagnast best þeim sem skólanum er einkum ætlað að þjóna. Bent er á reynslu af uppbyggingu Háskólans á Akureyri. Í upphafi var lagt til að hafin yrði kennsla á háskólastigi á Akureyri í tilteknum greinum á vegum Háskóla Íslands en frá því var horfið og stofnaður sjálfstæður háskóli fyrir norðan. Eru væntanlega fáir í nokkrum vafa um að það hafi reynst heillaráð og að háskólanám fyrir norðan væri með allt öðrum og lakari hætti nú ef það hefði verið annexía og uppbyggingu þess hefði verið stjórnað af fjarlægum stjórnendum í öðrum landshluta. Miklar framfarir í fjarskiptum á síðasta áratug gera það kleift að hinn nýi háskóli getur átt samstarf við aðra skóla og sótt til þeirra þekkingu og námsframboð. Er gert ráð fyrir að þeir möguleikar verði nýttir sem mest í þágu háskólanáms á Vestfjörðum.“

Þá vitna flutningsmenn í ræðu Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpi á þingi um Háskóla á Akureyri en þá sagði hann: „Ég gat þess áðan að háskóli á Akureyri hefur verið mikið áhugaefni forystumanna í byggðum norðanlands. Það er mjög skiljanlegt. Ég hygg reyndar að ekkert sé raunhæfara í byggðamálum en að flytja menntun út í byggðir landsins. Mér er það í minni að menntamálaráðherra Svía var hér í heimsókn á sl. sumri og við ræddum um þróun skólamála, ekki síst þróun háskólamála í Svíþjóð. Hann sagði að ríkisstjórnir í Svíþjóð hefðu gert mjög margt til að halda uppi byggðastefnu. Þær hefðu látið mikið fé af hendi rakna í ýmiss konar félagsleg verkefni og til ýmiss konar atvinnufyrirtækja, en í rauninni hefði ekki nein stefna reynst betri en sú þegar Svíar fóru að flytja sitt æðra nám út í hinar dreifðu byggðir. Ég tel að sú ákvörðun að setja upp háskóla á Akureyri sé mikilvægur þáttur í byggðastefnu og vænti þess að frumvarpinu, sem hér er flutt, verði vel tekið.“

Að síðustu ræða flutningsmenn tillögunnar í greinargerð sinni um áhuga á Vestfjörðum fyrir háskólanámi: „Mikill áhugi er á háskólanámi á Vestfjörðum, enginn háskóli hefur starfsemi þar, staða byggðar er óvíða erfiðari né íbúafækkun meiri. Það er því ekki eftir neinu að bíða, notum það ráð sem vitað er að dugir vel. Þar sem gert er ráð fyrri stuttum undirbúningstíma verður í upphafi lögð áhersla á að koma af stað námi í almennum greinum. Það gefur möguleika á hagkvæmri rekstrareiningu sem er þýðingarmikið í upphafi starfsrækslu skólans. Í framhaldi af því verði síðan þróaðar sérhæfðari námsbrautir, að einhverju leyti með samstarfssamning um við aðr

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli