Frétt

mbl.is | 17.11.2003 | 17:10Grunur um garnaveikismit í einum hrútnum

Rannsókn stendur enn yfir á þremur hrútum sem fluttir voru frá Vestmannaeyjum með Herjólfi á föstudag, en grunur leikur á að tveir þeirra hafi verið fluttir með ólöglegum hætti til Eyja. Hrútunum hefur verið slátrað og sýni tekin úr þeim. Grunsemdir vöknuðu um garnaveikismit í elsta hrútnum, segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum.
„Þetta þýðir að hvar sem skepnan hefur farið gæti hún hafa skilið eftir smit,“ bætir hann við. Landið sem hrúturinn var á og húsin sem hann var í geta verið smituð og þess vegna þarf að friða landblettinn í ár. Þá þarf að sótthreinsa húsið sem féð var í. Sigurður segir það hugsanlegt að bólusetning á hrútnum hafi misfarist. Hrútarnir tveir koma af svæði þar sem bæði er tannlos, kýlaveiki og garnaveiki og riðuveiki ekki langt undan á öðru svæðinu.

Sigurður segir að rannsaka þurfi fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum að undanförnu um að fé hafi margsinnis verið flutt til Eyja en hann segist ekki hafa heyrt um slíkt fyrr en nú. Kanna þurfi hvort einhver smithætta hafi skapast af því.

Þá segir hann málið erfitt viðureignar í rannsókn þar sem margir séu ragir við að skýra satt og rétt frá atvikum og að sumir hverjir sem gert hafi slíkt hafi verið skammaðir af öðrum á eftir. Málið sé alvarlegt einkum er skera þurfi niður mikið af fé.

Næstu skref eru þau að hafa samband við sauðfjáreigendur í Vestmannaeyjum fyrir milligöngu sveitarfélagsins. Sigurður segir að skoða þurfi mörk og merki sem notuð hafa verið. „Þetta hefur verið í ólestri og ekki verið farið eftir reglum. Síðan þarf að skoða hvort eitthvert fleira fé hafi verið flutt úr landi,“ segir Sigurður.

Hann segir að svo geti farið að hver einasta kind verði skoðuð af dýralækni til að ganga úr skugga um hvort smit hafi átt sér stað en það sé þó ekki döfinni eins og er.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli