Frétt

bb.is | 17.11.2003 | 16:04Útgerðarmenn rækjubáta við Djúp vilja mat á áhrifum fiskgengdar

Útgerðarmenn rækjubáta við Ísafjarðardjúp hafa verulegar áhyggjur af stöðu innfjarðarrækjustofnsins og óska eftir mati á afáti annarra lífvera og hvort veiðar á öðrum tegundum geti snúið þróuninni við. Þeir vilja ekki sitja aðgerðarlausir og telja hættu á að stofninn hverfi eins og innfjarðastofnar fyrir norðan land. Eins og komið hefur fram í fréttum eru veiðar á rækju í Ísafjarðardjúpi ekki leyfðar í haust eins og vant er. Ástæðan er slæmt ástand stofnsins. Ekki verður tekin ákvörðun um frekari veiðar fyrr en eftir áramót. Veiðibannið hefur slæm áhrif á útgerð rækjubátanna því ekki er um margt að velja hjá bátum í þeim útgerðarflokki.
Eins og greint hefur verið frá á bb.is hafa hugmyndir vaknað hjá útgerðarmönnum hvort ekki sé rétt að leyfa togveiðar í Ísafjarðardjúpi svo hægt verði að minnka fiskistofna þá sem nú virðast vera að éta rækjustofninn upp.

Á dögunum sendu útgerðarmenn þessara báta bréf til Hafrannsóknarstofnunar þar sem málið er rætt. Í bréfinu segir m.a.: „Veiðileyfishafar á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi horfa nú fram á veiðibann í vetur vegna lélegs ástands rækjustofnsins. Samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknarstofnunar sem kynntar voru nú í haust, er talið að þetta slæma ástand stafi einkum af óvenju miklu áti fisktegunda á rækju á svæðinu og hækkandi hitastigi sjávar.“

Þá segir einnig í bréfinu: „Ekki er talið að um ofveiði sé að ræða, enda hefur veiðunum um langan tíma verið stillt í hóf, og verið í fullu samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar þar um. Með tilliti til þess sem orðið hefur um aðra innfjarðastofna einkum fyrir Norðurlandi, þar sem veiðar hafa jafnvel lagst af um árabil, og ástæðurnar taldar vera þær sömu og nú sýna sig í Ísafjarðardjúpi, hafa veiðileyfishafar ákveðið að óska hér með formlega eftir mati stofnunarinnar á afáti annarra lífvera á rækjustofninn og áhrifum hitastigs á viðkomu stofnsins.“

Einnig segir í bréfinu: „Veiðileyfishafar telja mikilvægt að freista þess að hafa áhrif á þessa þætti séu á því einhver tök, í stað þess að sitja aðgerðarlausir og horfa upp á rækjustofninn þurrkast upp vegna utanaðkomandi áhrifa. Þess vegna er það ósk okkar að lagt sé mat á það hve mikið af fiski er á svæðinu og hve mikið hann tekur af stofninum. Í framhaldi af því viljum við að metið verði hvort veiðar á einhverjum tegundum gætu haft hamlandi áhrif á umrætt afát og stuðlað að verndun og viðgangi rækjustofnsins umfram þann kost að láta kyrrt liggja“

Arnar Kristjánsson útgerðarmaður á Ísafirði sagði í samtali við bb.is að með þessu bréfi vildu útgerðarmenn koma formlega á framfæri því sem rætt hefði verið manna á meðal að undanförnu. „Við viljum einfaldlega fá mat á þessum hlutum í tíma því við höfum miklar áhyggjur af því að stofninn hér endi á sama hátt og stofnarnir í Húnaflóa, Skagafirði, Öxarfirði og Skjálfandaflóa. Við viljum vinna að þessum málum í náinni samvinnu við Hafrannsóknarstofnunina eins og ávallt hefur verið gert hér.“ sagði Arnar að lokum.

Hjalti Karlsson starfsmaður Hafrannsóknarstofnunarinnar í Ísafirði staðfesti að bréf þetta hefði borist og unnið væri að því innan stofnunarinnar að svara því. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli