Frétt

| 21.03.2001 | 16:59Vændi á sér stað hérlendis

Ný könnun sem gerð var á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins leiddi í ljós að vændi á sér stað á Íslandi meðal þeirra hópa sem athugunin náði til. Rannsóknin rennir stoðum undir grunsemdir um að vændi eigi sér m.a. stað í tengslum við rekstur nektardansstaða en einnig í yngri aldurshópum sem eiga við fíkniefnavanda að etja.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt að vændi á Íslandi, og félagslegt umhverfi þess virðist sýna að þeir einstaklingar sem stunda vændi sér til framfærslu, búi einatt við afar erfiðar aðstæður. Ýmislegt sem komi fram í skýrslunni bendi jafnframt til þess, að gildandi löggjöf vinni gegn því að þessir einstaklingar leiti sér aðstoðar vegna vanda síns, jafnvel í heilbrigðiskerfinu.
„Sú spurning hlýtur því eðlilega að vakna hvort ekki sé rétt að færa íslenska löggjöf til samræmis við Norðurlöndin að þessu leyti,“ sagði Sólveig. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Lydía Ellertsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir hjá Rannsóknum og greiningu ehf. gerðu könnunina fyrir ráðuneytið en í rannsókninni er ekki leitast við að meta umfang vændis heldur reynt að skilja eðli þess og félagslegt samhengi. Með vændi er átt við í rannsókninni, skipti á kynmökum fyrir peninga, vímuefni eða greiða. Til að nálgast viðfangsefnið voru tekin viðtöl við einstaklinga sem þekkja til vændis hér á landi, bæði sérfræðinga sem hafa kynnst slíku í gegnum starf sitt og einstaklinga sem þekkja til þess af eigin raun. Frá þessu er greint á Mbl.is

Bryndís sagði að vændi sem unglingar í vímuefnaneyslu stundi megi kalla nauðarvændi en það sé í meginhluta tilvika stundað til þess að afla lífsviðurværis. Um er að ræða stelpur og stráka á aldrinum 13 til 18 ára. Vændi stundað til að fjármagna vímuefnaneyslu er hins vegar leið sem fleiri stúlkur en strákar fara. Strákarnir leiðast frekar út í afbrot eða sölu og dreifingu fíkniefna til að fjármagna neysluna. Erfiðar félagslegar aðstæður einkenna þennan hóp. Vændi meðal eldri einstaklinga er hins vegar skipulagðara og hópur kaupenda er orðinn afmarkaðari og skiptin reglulegri, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar. Slíkt vændi fer oft fram í heimahúsum eða á öðrum umsömdum stöðum.

Rannsóknin leiðir í ljós að skipulagt vændi fari fram í tengslum við nektarstaði. Tilgreindir voru þrír til fjórir nektardansstaðir þar sem heimildarmönnum bar saman um að slíkt vændi færi fram. Allir viðmælendur sem rætt var við í sambandi við rannsóknina staðfesta hins vegar að óskipulagt vændi fari fram á mörgum þessara staða. Ennfremur segir í niðurstöðum rannsóknarinnar að mishart sé tekið á slíku athæfi af yfirmönnum staðanna.
Með skipulögðu vændi er átt við vændi þar sem þriðji aðili skipuleggur og hefur milligöngu meðal þess sem selur sig og þess sem kaupir vændi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að það megi skipta vændissölum í fjóra hópa. Til eru þeir sem eru annað hvort kærastar þeirra sem þeir selja eða þeir sem eru í kynlífssambandi við þann sem þeir selja. Þriðji hópurinn samanstendur af vændissölum sem starfa í ákveðnum vændishúsum eða íbúðum. Að lokum má nefna vændissala sem starfa í tengslum við nektarstaði.

Dómsmálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um viðbrögð við þessum niðurstöðum. „Meðal annars verði farið yfir gildandi refsilög sem varða vændi og kynferðislega misnotkun, rannsókn og meðferð slíka mála, þar með talið stuðning við þolendur og hvort unnt sé að veita börnum og unglingum ríkari refsivernd á þessu sviði. Einnig verði kannað hvort ástæða sé til að setja reglur um rekstur og starfsemi nektardansstaða til þess að sporna við vændi,“ sagði Sólveig er hún kynnti skýrsluna.
„Ef hægt er að koma þessu viðkvæma máli upp á yfirborðið og fá það viðurkennt með vandaðri umfjöllun og rannsóknum er mikils til vinnandi. Það er fyrsta skrefið til þess að takast á við vandann og koma til móts við þá sem aðstoð þurfa á að halda,“ sagði Sólveig.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli