Frétt

mbl.is | 13.11.2003 | 22:03Þarf ekki að greiða eftirstöðvar vegna kaupa á hlut í Frjálsri fjölmiðlun

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Haf ehf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar prófessor og fyrrverandi alþingismanns, þurfi ekki að greiða rúmlega 40 milljóna króna eftirstöðvar vegna kaupa árið 2001 á 5% hlut í Frjálsri fjölmiðlun sem þá gaf út DV. Hæstiréttur taldi ekki efni til að rifta kaupsamningnum en dæmdi að Hafi bæri afsláttur af kaupverðinu þar sem verðmæti Frjálsrar fjölmiðlunar hafi verið mun minni en forráðamenn fyrirtækisins lýstu yfir þegar kaupin voru gerð.
Segir Hæstiréttur að forráðamönnum Frjálsrar fjölmiðlunar hafi á þessum tíma ekki getað dulist hvert stefndi í rekstri félagsins, og séu ársreikningar þess og eftirfarandi gjaldþrot fimmtán mánuðum síðar með lýsingu krafna yfir tvo milljarða króna óræk vísbending þess.

Í apríl 2001 gerðu Haf og Hilmir ehf. samning um að Haf keypti 5% hlut Hilmis í Frjálsri fjölmiðlun en Sveinn R. Eyjólfsson var bæði forsvarsmaður Hilmis og aðaleigandi og stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar. Var kaupverðið ákveðið 105,4 milljónir króna og skyldi greiðast þannig að 65 milljónir krónur átti að inna af hendi fyrir lok apríl en eftirstöðvar fyrir 1. september.

á sama tíma gerði félagið ESÓB, sem Ágúst átti stjórnarsæti í, kaupsamning við Frjálsa fjölmiðlun um ráðandi hlut í Útgáfufélagi DV ehf. Hilmir ehf. hélt því fram að kaup Hafs á hlut í Frjálsri fjölmiðlun hefðu verið gerð til þess að liðka fyrir þeim samningi.

Haf greiddi 60 milljónir af kaupverðinu fyrir lok apríl og 5 milljónir þann 12. september en hafnaði frekari greiðslum þar sem félagið taldi að fjárhagsstaða Frjálsrar fjölmiðlunar hefði verið mun verri en búast hefði mátt við. Frjáls fjölmiðlun varð síðan gjaldþrota 15 mánuðum eftir kaupin og námu lýstar kröfur í þrotabú þess rúmlega tveimur milljörðum króna.

Hæstiréttur segir í dómi sínum, að miðað við umsamið kaupverð hafi mátt ætla að heildarverðmæti Frjálsrar fjölmiðlunar væri ríflega 1,9 milljarðar króna við kaupin en dómkvaddir matsmenn töldu verðmæti félagsins hins vegar hafa verið 711.439.000 krónur. Segir Hæstiréttur, að eins og mál þetta hafi legið fyrir hefði Ágúst mátt vænta þess að kaupverð hlutabréfanna svaraði nokkurn veginn til þess verðs sem Sveinn tiltók og honum hefði því ekki dulist hvert stefndi í rekstri Frjálsrar fjölmiðlunar. Við það verði að miða að þetta hafi honum verið eða mátt vera ljóst og að viðsemjandi hans treysti á upplýsingar hans um verð.

Hæstiréttur taldi, að ekki hefði verið sýnt fram á, að það hafi varðað Ágúst svo miklu að liðka fyrir kaupum ESÓB á hlutabréfum í Útgáfufélaginu DV að hann hafi verið reiðubúinn til að gjalda fyrir hlutabréfin verð, sem væri í jafn miklu ósamræmi við virði félagsins og raun bar vitni. Hafi þannig forsenda Ágústs til kaupanna brostið í verulegum mæli og um hafi verið að ræða galla í skilningi kauparéttar. Þegar litið var hins vegar til fyrirvaralausrar greiðslu Ágústs þann 12. september eftir að honum var orðin ljós staða Frjálsrar fjölmiðlunar, og þeirra nánu tengsla, sem verið hafi á milli kaupsamninganna tveggja 8. apríl 2001, þótti Hæstarétti ekki rétt að fallast á kröfu um riftun kaupsamningsins. Ágúst þótti hins vegar eiga rétt á afslætti, sem ákveðinn var með hliðsjón af niðurstöðu dómkvaddra matsmanna sem og almennri óvissu um gengi hlutbréfa í óskráðum félögum. Jafnframt taldi Hæstiréttur, að líta yrði svo á, að með hinni fyrirvaralausu greiðslu hefði Ágúst, sem var gjörkunnugur viðskiptalífinu, getað sætt sig við að inna af hendi 65 milljónir króna fyrir hlutabréfin. Ágústi var því ákveðinn afsláttur sem samsvaraði ógreiddum eftirstöðvum kaupverðs, rúmlega 40 milljónum króna.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt að Hafi bæri að greiða kaupverðið allt. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein dæmdu í málinu og skiluðu þau Garðar og Guðrún sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms. Vísa þau m.a. til þess, að hin umdeildu kaup 8. apríl 2001 á hlutabréfum í Frjálsri fjölmiðlun hafi verið til að liðka fyrir kaupum ESÓB ehf. á 40% eignarhlut Frjálsrar fjölmiðlunar í Útgáfufélagi DV. Forsvarsmenn málsaðila hafi einir gert kaupin, sem dómsmálið fjalli um, með því að skrifa undir samning þess efnis. Þar séu engin skilyrði eða fyrirvarar um gengi bréfanna eða verðmæti Frjálsrar fjölmiðlunar. Forsvarsmaður Hafs hefði getað sett slík skilyrði en gerði ekki. Tilgangur hans með þessum kaupum skipti máli, en ekkert bendi til að hann hafi sérstaklega verið að ávaxta þetta fé.
<

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli