Frétt

| 21.03.2001 | 14:28Vanvirtar leikreglur

Þá er lokið einni dýrustu skoðanakönnun sem framkvæmd hefur verið síðustu árin. Atkvæðagreiðslan um framtíð innanlandsflugs í höfuðborginni fór á þá leið að miklu færri tóku þátt en skoðanakannanir í síma höfðu bent til. Gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt þeim að 2/3 hlutar kjósenda eða nærri 67% myndu taka þátt í atkvæðagreiðslu borgarstjórnarinnar í Reykjavík um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni. Aðeins rúmur helmingur tók þátt í atkvæðagreiðslunni miðað við skoðanakönnun um væntanlega þátttöku. Fróðlegt verður að sjá hverjar skýringar sérfræðingar í skoðanakönnunum finna.

Aðeins ein ályktun verður dregin af þessari niðurstöðu. Hún er ómarktæk. Borgarstjórnin setti leikreglur. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar skyldi teljast bindandi ef þátttakan næði 75% eða ef 50% kjósenda á kjörskrá veldu annan kostinn. En vart voru úrslitin orðin ljós þegar borgarstjórinn lýsti því fjálglega yfir að hún áliti sig siðferðilega skuldbundna af þessari niðurstöðu og ætlaði sér að láta þann örlitla meirihluta ákvæða eða eitt prósentustig ráða niðurstöðunni og flugvöllurinn skyldi víkja á árunum 2016 til 2024. Hroki borgarstjórans er ótrúlegur. Eftir að eytt hafði verið 40 til 50 milljónum króna í þessa atkvæðagreiðslu skiptir það borgarstjórann engu máli hvernig kosning fór, það er að segja niðurstöðurnar, sem ekki uppfylltu skilyrði borgarstjórnar til að teljast markverðar. Þær skulu samt gilda af því það hentar stefnu borgarstjórans.

Atkvæðagreiðsla þessi verður lengi í minnum höfð. Vegna kjarkleysis meirihluta borgarstjórnar og þeirra borgarfulltrúa minnihlutans, sem vilja að flugvöllur í Vatnsmýrinni og þar með miðstöð innanlandsflugs verði látin víkja um leið, fékk borgarstjórinn þá hugmynd að efna til atkvæðagreiðslu fyrir nærri 50 milljónir króna. Til þess að allt liti nú betur út voru sem fyrr segir settar leikreglur, en nú ber svo við að þær þarf ekki að virða heldur skulu þeir 384 þátttakendur, sem ber á milli, ráða niðurstöðunni. Borgarstjórinn telur sig siðferðilega skuldbundinn þeim og skipta nú samþykktir borgarstjórnar engu. Þessi niðurstaða borgastjórans væri skiljanleg ef það hefði legið fyrir frá upphafi að svo skyldi vera og þáttakendur ekki verið blekktir með því sem fyrr segir, að ákveðin skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til þess að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar teldist marktæk.

Mesta furðu vekur nú sá hroki sem fram kom í máli borgastjórans í morgunþætti Rásar 2 á mánudaginn, að nú bæru þau samgönguráðherra ábyrgð á því að leysa málið. Hrokinn vex í ljósi þess að ráðherrann hefur engan dulið, að miðstöð innanlandsflugs flyttist til Keflavíkurflugvallar væri því ekki vært í Vatnsmýrinni, sem nú hlýtur að falla undir endurheimt votlendis. Gleymst hefur að kosið verður til borgastjórnar fjórum sinnum fyrir 2016. Hvað þá verður veit nú enginn.


bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli