Frétt

| 21.03.2001 | 13:34Dr. Senta Siller frá Þýskalandi heilsar upp á brúðurnar sínar úr öllum heimshornum

Senta Siller ásamt brúðunum sínum á Flateyri.
Senta Siller ásamt brúðunum sínum á Flateyri.
Á Flateyri er safn sem á engan sinn líka á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hér er átt við alþjóðlega brúðusafnið sem hjónin dr. Senta Siller og dr. Norbert Pintsch prófessor í Berlín gáfu Minjasjóði Flateyrar á sínum tíma. Þau höfðu safnað brúðum víða um heim um áratugaskeið en völdu þeim síðan heimili á Vestfjörðum, þar sem mannlífið ber óneitanlega merki um samveru fólks af ólíkum þjóðum, líkt og hjá brúðunum. Nú er Senta komin aftur til Flateyrar til að heilsa upp á gömlu brúðurnar sínar. En hún ætlar að gera fleira. Í kvöld ætlar hún að sýna myndir og segja frá átaki sínu í atvinnumálum og menntamálum hjá ólíkum þjóðum í þremur heimsálfum.
Í Bæjarins besta sem kemur út í dag er meðal efnis viðtal við Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða. Þar er komið víða við – í þeirra orða fyllstu merkingu. Á einum stað segir hún frá því, þegar hún hitti kunningjakonu sína Sentu Siller austur í Pakistan á síðasta hausti. Sá kafli fer hér á eftir:

Síðan lá leiðin til Pakistans. Ég slóst í för með konu frá Þýskalandi, Sentu Siller, sem er að vinna að þróunarstörfum í litlu þorpi ekki langt frá Lahore.

Pakistan er alls ekki fjölsótt ferðamannaland og ég var fegin að fá að ferðast með heimamönnum. Strax á fyrsta degi voru okkur útveguð föt eins og pakistanskar konur klæðast. Þar sem lítið er um ferðamenn og vestrænt fólk almennt, þá vekur það athygli allra þegar „hvít kona“ gengur um á götunni og voru menn mjög forvitnir. Fötin björguðu mér að hluta enda er hægt að hylja sig með slæðunni og fela hárið og andlitið.

Það sem efst er í minni eftir ferðina er mannfjöldinn, fólk úti á götu í stórum hópum, inni í húsunum og hreinlega alls staðar. Maður gerir sér stundum ekki grein fyrir því hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga nægt landrými og þurfa ekki að búa eins þröngt og algengt er í Pakistan.

Ferðin til þorpsins sem kunningjakona mín er búin að „taka í fóstur“ var skemmtilegasta upplifunin í þessari ferð. Sveitaþorp í Pakistan eru frekar fátæk og ber umhverfi þeirra merki þess. Lítið fjármagn er til framkvæmda, húsin eru oft mjög frumstæð og vinnubrögð forn.

Í þorpinu „okkar“ var mikill munur frá því sem við sáum á öllum hinum stöðunum. Þorpið er mjög snyrtilegt, íbúar þess eru í kapp hver við annan að reyna að halda múrverkinu við og skreyta sitt umhverfi með leirmynstrum og lit, farnir að planta og rækta jurtir og þar fram eftir götunum.

Ekki er um efnað fólk að ræða en verkefni Sentu hefur gert það að verkum að konurnar eru farnar að vinna sér inn tekjur. Það er gert með framleiðslu á brúðum í þjóðbúningi og leikföngum af ýmsu tagi. Senta hefur hingað til séð um sölu á þessum vörum og hafa u.þ.b. 100 fjölskyldur tekjur af verkefninu í dag. Sjálfsálit allra í þorpinu hefur stórbatnað og börnin eru send í skóla, meira að segja stelpurnar líka sem er mjög óvenjulegt til sveita í Pakistan.

Senta hefur safnað peningum til að geta byggt stúlknaskóla og kvennahús. Hún er væntanleg á Þjóðahátið Vestfirðinga í þessari viku og kemur til með að halda fyrirlestur á Flateyri. Hún verður af þessu tilefni einnig með sölusýningu á framleiðslu þorpsbúa.

Hinn 18. ágúst 1999 sagði Bæjarins besta frá opnun brúðusafnsins á Flateyri. Frásögnin fer hér á eftir:

Fjölþjóðlegur bragur á Flateyri
Nær hundrað brúður frá 23 löndum
– þýsk hjón gefa afrakstur áratuga söfnunar víða um heim

Mikill fjöldi þjóðerna hefur einkennt Vestfirði síðari árin. Nú hefur þetta fjölþjóðlega yfirbragð tekið á sig nýja mynd, því að til viðbótar fólki af eitthvað í kringum 40 þjóðernum hafa nær hundrað brúður frá 23 löndum sest hér að.

Í síðustu viku var á Flateyri opnað safn af brúðum, sem þýsk hjón hafa gefið Minjasjóði Flateyrar, og komu þau hingað í boði sjóðsins til að setja upp safnið.

Í snjóflóðinu árið 1995 eyðilagðist Minjasafn Flateyrar og starfsemi þess lagðist þá niður. Nú hefur Minjasjóður Flateyrar fengið inni að Hafnarstræti 4, þar sem Sparisjóður Önundarfjarðar var til skamms tíma. Minjasjóðurinn er þar í sambýli við Handverkshópinn Purku á meðan hann hefur ekki eignast sitt eigið safnahús. Brúðusafnið er einn af fyrstu vísunum að nýju safni á Flateyri.

Gefendur brúðusafnsins eru hjónin dr. Senta Siller og dr. Norbert Pintsch prófessor, en þau eru búsett í Berlín. Þau hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði unnið að verkefnum í Pakistan, Kamerún og Kólumbíu í því skyni að efla atvinnu á landsbyggðinni þar. Dr. Senta Siller er grafískur hönnuður en nam síðan listasögu og fleiri greinar. Hún hefur unn

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli