Frétt

mbl.is | 12.11.2003 | 17:39Sýknudómur yfir auðkýfingi í morðmáli kemur á óvart

Bandaríkjamaður, sem er sonur auðkýfings frá New York, var í dag úrskurðaður saklaus af morði á 71 árs gömlum manni en hafði þó viðurkennt að hafa banað honum fyrir slysni þegar hann varði sig fyrir árásum mannsins. Þá hefur Robert Durst jafnframt viðurkennt að hafa bútað líkið niður og segist hafa óttast að enginn myndi trúa því að hann hafi myrt nágranna sinn fyrir slysni. Kviðdómur tók sér fimm daga til að komast að niðurstöðu og þar með lauk hinu ógeðfellda máli á óvæntan hátt en málið kom til kasta lögreglu þegar ruslapokum með líkamshlutum Morris Black skolaði á land í Galveston-flóa árið 2001.
Durst virtist furðu lostinn þegar úrskurðurinn var lesinn upp í gær. Hann gapti og augun fylltust tárum. Síðan faðmaði hinn sextugi milljónamæringur eða milljarðamæringur lögmenn sína og sagði: „Þakka ykkur kærlega fyrir.“

Durst er sonur Seymour Durst heitins en hann stofnaði fyrirtækið Durst Organization, sem er andvirði milljarða dala og á nokkra af skýjakljúfum New York-borgar. Robert Durst hefur ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína síðastliðin tíu ár.

Þá liggur hann undir grun vegna hvarfs fyrri eiginkonu sinnar árið 1982 og vegna morðsins á Susan Berman, sem var vinkona eiginkonunnar og átti að sæta yfirheyrslum í tengslum við hvarfið. Hún var skotin til bana. Robert Durst hefur verið ákærður í hvorugu málinu.

Kurt Sistrunk saksóknari segist vera bæði furðu lostinn og vonsvikinn vegna dómsins.

Durst kynntist Black eftir að hann fluttist búferlum frá New York til Galveston þar sem Durst þóttist vera mállaus kona til að komast hjá því að draga að sér athygli vegna dauðsfalla kvennanna tveggja. Seinna meir svipti hann hulunni af sjálfum sér og vingaðist við Black sem bjó á sömu hæð og hann í fjölbýlishúsi.

Lögmenn Durst segja að vináttan hafi farið út um þúfur vegna þess hve ófriðlega Black fór að láta.

Durst sagði frá því fyrir rétti að hann hafi komið að Black í íbúð sinni 28. september 2001 og að hann hafi haft í höndunum byssu sem Durst átti. Þegar mennirnir tókust á hafi skot hlaupið af byssunni og hæft Black í andlitið.

Durst segist hafa verið gripinn ótta við að lögregla myndi ekki trúa honum og að hann hafi notað tvær sagir og exi til að hluta líkið í sundur. Síðan kastaði hann bútunum í Galveston-flóa. Höfuðið af líkinu hefur ekki fundist. Hann segist ekki muna í smáatriðum frá því er hann hlutaði líkið í sundur en segir að það hafi verið martröð líkast og að það hafi verið blóð út um allt.

Saksóknari sagði Durst vera kaldrifjaðan morðingja sem hafi skotið Black til að geta notað nafn hans. Hann sagði sönnunina vera hversu vandlega hann faldi glæpinn með því að hluta líkið í sundur, þrífa morðsstaðinn, flýja Galveston og síðan að snúa til baka til að sækja höfuðið.

Kviðdómi gafst einungis kostur á að dæma Durst fyrir morð eða sýkna hann alfarið. Hvorki saksóknari né verjendur gáfu kost á mildari dómi á borð við manndráp. Durst þarf þó að vera í fangelsi þar sem hann á yfir höfði sér dóm fyrir að hafa flúið ríkið er hann var látinn laus gegn tryggingu fyrir tveimur árum. Hann gæti verið dæmdur til allt að tíu ára fangelsisvistar.

Grunurinn beindist að Durst eftir að kvittun með nafni hans á fannst í ruslapokum ásamt líkamsleifunum Blacks. Hann var handtekinn en látinn laus gegn 300.000 dala tryggingu en flúði. Hann var á flótta í sex vikur en var tekinn í Pennsylvaníu fyrir að reyna að hnupla samloku að andvirði fimm dala (380 krónur) þó svo að hann hafi haft 500 dali (38.000) í vasanum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli