Frétt

bb.is | 12.11.2003 | 17:35Aðgerðir vegna sauðfjárbænda gagnrýndar á Alþingi

Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu í upphafi þingfundar í dag aðgerðir sem ríkisstjórnin samþykkti að grípa til vegna fjárhagsvanda sauðfjárbænda og sögðu að í aðgerðunum fælist engin endanleg lausn á vanda sauðfjárræktar, hvað þá vandamálum landbúnaðarins og kjötframleiðslunnar í heild.
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp við upphaf þingfundar en ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita sauðfjárbændum 140 milljóna króna framlag til að mæta tekjutapi sem þeir hafa orðið fyrir. Sagði Jóhann, að ekkert í þeim tillögum, sem ríkisstjórnin hefði samþykkt, væri vísir að framtíðarlausn. Síðar í umræðunni sagði hann, að enginn væri hissa á því að forráðamenn sauðfjárbænda lýsi ánægju með niðurstöðuna eftir að hafa samið um hana við ríkisstjórnina. Sagði Jóhann að ekki gengi að taka eina atvinnugrein út úr og spurði hvers þeir ættu að gjalda sem vilja stunda annan atvinnurekstur í bændum landsins og vísaði m.a. til erfiðleika í ferðaþjónustu og nautgriparækt. „Þessi ríkisstjórn ætti að skammast sín til þess að breyta þessari fornu landbúnaðarstefnu," sagði Jóhann.

Össur Skarphéðinsson sagði m.a. að sauðfjárbændur væru ekki ofsælir af því sem þeir fengu frá ríkisstjórninni en aðgerðirnar skipti ekki sköpum varðandi framtíð þeirra og landbúnaðaráðherra hefði engin ráð til lausnar á þeim vanda sem blasti við sauðfjárbændum. Spurði Össur, hvort eina lausnin á vanda sauðfjárbænda í dag, væri ekki sú að skipta um landbúnaðarráðherra. „Hvaðan ætti hann að koma?" var þá kallað úr þingsalnum.

Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sat í nefnd sem fjallaði um vanda sauðfjárbænda, sagði að samkeppnislögin hefðu brugðist varðandi kjötframleiðslu og því hefði nefndin lagt til að viðskiptaráðherra og landbúnaðarráðherra skipi sameiginlega nefnd til að skoða með hvaða hætti breyta þurfi samkeppnislögum varðandi undirboð og fleiri þætti er raskað hafi kjötmarkaði að undanförnu. Sagði hún að nefndin hefði náð mjög mikilvægum árangri, ekki síst þar sem ríkisstjórnin hafi fallist á að endurskoða búvörusamninginn ef um það komi formleg ósk frá Bændasamtökum Íslands.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagðist telja að aðgerðirnar væru skref í rétta átt en fylgja þurfi fleiri tillögum nefndarinnar eftir. Sagist hann vera ósamála Jóhanni Ársælssyni um að ekkert sé í tillögum nefndarinnar, og sem ríkisstjórnin hafi að miklu leyti tekið undir, sem sé vísir til framtíðar og betri tíma í þessum efnum. Vísaði Steingrímur m.a., eins og Drífa, til að þeirrar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar að endurskoða einstaka þætti núgildandi búvörusamnings eða gera nýjan samning.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sagði að málflutningur Össurar væri fyrir neðan allar hellur. Það hefði sýnt sig að Samfylkingin kynni ekkert í landbúnaðarmálum en ónotaðist samt. Sagði hann að í þeim 13 tillögum, sem fram hefðu komið frá fyrrgreindri nefnd, lægju mikil úrræði. Þá sagði Guðni að sauðfjárbændur væru ekki 2500 manna samfélag fátækra manna því þeir ynnu margir við ýmislegt annað og sauðfé væri í mörgum tilfellum aukabúgrein. „Ég er klár á því að tillögur nefndarinnar geta skilað okkur á leið og ég tel að landbúnaðurinn sé að þróast í réttar áttir," sagði Guðni. Sagðist hann síðan þakka ræðu Steingríms en harma hinar.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli