Frétt

| 21.03.2001 | 09:53Ólíkt mat á niðurstöðum

Fjallað var um úrslit og vægi kosninganna um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í borgarráði í gær og lögðu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Reykjavíkurlistinn fram bókanir um málið. Í bókun Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að niðurstaðan sé engan veginn bindandi en í bókun R-listans er hins vegar talið eðlilegt að sú afstaða sem kom fram á meðal borgarbúa í kosningunni endurspeglist í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
„Þó að væntingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni hafi ekki gengið eftir er niðurstaðan engu að síður sú að aldrei áður hafa jafnmargir borgarbúar látið í ljós vilja sinn á tilteknu borgarmáli með jafnafgerandi hætti“, segir í bókun R-listans.

Borgarráð samþykkti á fundi hinn 13. febrúar að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði bindandi að því fullnægðu að 75% atkvæðabærra manna tækju þátt í atkvæðagreiðslunni eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum í kosningunni atkvæði sitt.

Í bókun R-listans segir ennfremur: „Miðað við samþykkt borgarráðs hinn 13. febrúar sl. er borgarstjóri ekki bundinn af kosningaúrslitunum. Í niðurstöðunni felst þó mikilvæg leiðsögn til borgarfulltrúa um afstöðu meirihluta þeirra borgarbúa sem nýttu sér lýðræðislegan rétt sinn. Eðlilegt er að sú afstaða endurspeglist í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem nú er í undirbúningi og endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar eftir árið 2016. Samhliða þeirri vinnu hljóta að fara fram viðræður við samgönguyfirvöld um frágang flugvallarsvæðisins og framtíðarstaðsetningu innanlandsflugsins á höfuðborgarsvæðinu.“

Í bókun Sjálfstæðisflokksins segir að úrslit atkvæðagreiðslunnar sé mikill ósigur fyrir borgarstjóra sem hefði lagt allt undir í málinu.

„Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslunni sýnir að borgarbúar sáu í gegnum það sjónarspil, sem R-listinn hefur viðhaft í málinu. Auk þess skilar atkvæðagreiðslan ekki marktækri niðurstöðu“, segir í bókuninni. „Borgarráð samþykkti reglur fyrirfram um með hvaða hætti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar gætu orðið bindandi. Niðurstaðan er því víðsfjarri samþykktinni og telst engan veginn bindandi. Leikreglum verður ekki breytt eftir á. Það er siðferðilega rangt að vinna þvert gegn því sem leikreglurnar kváðu á um. Viðbrögð borgarstjóra í fjölmiðlum eftir að úrslit lágu fyrir eru til marks um þau miklu vonbrigði, sem úrslitin ollu samfylkingarmönnum innan R-listans og jafnframt tilraun til að fela þann ágreining sem nú er uppi hjá meirihlutanum.“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli