Frétt

mbl.is | 12.11.2003 | 08:38Allt fréttatengt efni RÚV verði á ábyrgð fréttasviðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í útvarpsráði, þau Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, Páll Magnússon, Andri Óttarsson og Anna K. Jónsdóttir, lögðu í gær fram tillögu á fundi útvarpsráðs á þá leið að allt fréttaefni, fréttir, fréttaþættir eða fréttaskýringar, innan Ríkisútvarpsins verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs.
Kom tillagan fram er umræða fór fram um svar útvarpsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, Svanfríðar Jónasdóttur og Ingvars Sverrissonar, vegna ummæla hans um útvarpsþáttinn Spegilinn. Fóru þau fram á skriflega útskýringu á því hvað útvarpsstjóri hefði átt við með einkunnargjöfinni „vinstri slagsíða“ þegar hann fjallaði um einstaka dagskrárþætti RÚV og vísuðu þau til nýlegrar umfjöllunar útvarpsstjóra um Spegilinn. Í svari útvarpsstjóra segir: „Tilefni þessarar bókunar SJ og IS mun vera tölvupóstur er ég sendi fjórum dagskrárstjórnendum útvarpsins og látinn var leka til Fréttablaðsins. Tilefni hans var útvarpsgagnrýni gamalreynds fjölmiðlamanns, Þráins Bertelssonar, í Fréttablaðinu 3. október sl., þar sem sagði: „Spegillinn er vinstrisinnað fréttaskýringaprógramm, sem yfirleitt er gaman að hlusta á.“ Þar af leiðandi hóf ég tölvupóst minn til umræddra ábyrgðarmanna dagskrár útvarpsins með eftirfarandi hætti: „Einhver umræða virðist vera í gangi um vinstrislagsíðu á speglinum.“ Í framhaldi velti ég upp atriðum er varða faglegt mat á efnistökum í Speglinum, skyldur um óhlutdrægni og ritstjórnarlega ábyrgð á efni sem þar birtist og annars staðar í dagskránni.“

Í skipulagstillögunni sem lögð var fram á fundinum í gær segir: „Lagt er til að ráðist verði í skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins, sem miði að því að allt fréttaefni verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs. Þannig verði allt efni sem kynnt er og borið fram sem fréttir, fréttaþættir eða fréttaskýringar unnið af starfsfólki fréttasviðs og samkvæmt starfsreglum RÚV um fréttaflutning. Gildi þetta jafnt um hljóðvarp sem sjónvarp. Tillögurnar verði unnar af útvarpsstjóra, forstöðumanni fréttasviðs og framkvæmdastjórum útvarps og sjónvarps. Tillögurnar liggi fyrir sem fyrst og verði kynntar útvarpsráði.“
Gunnlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að komið hefði í ljós að ýmsum þáttum RÚV sem teldust vera með fréttatengt efni væri ekki fréttastýrt. „Það á við þætti eins og Spegilinn og reyndar fleiri. Við teljum rétt að þetta efni falli undir fréttareglur Ríkisútvarpsins og undir fréttasvið og fréttastjórana. Það getur ekki viðgengist í Ríkisútvarpinu frekar en á nokkrum öðrum fréttamiðli að annars vegar séu fréttir og hins vegar séu aðilar með fréttatengt efni sem lúti ekki nokkurri fréttastjórn. Þetta á ekki síst við um Spegilinn,“ segir Gunnlaugur.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar og sagðist Svanfríður Jónasdóttir í gær ætla að nota þann tíma til að átta sig betur á hvað þarna væri á ferðinni og hvort í tillögunni fælust raunverulegar breytingar.

„Við höfum látið þá skoðun koma fram að mikilvægast sé að Ríkisútvarpið sé með skýra stefnu og að það séu skýrar reglur. Síðan eigi að treysta starfsfólkinu til þess að vinna samkvæmt því og ég held að í grófum dráttum hafi það nú verið gert hingað til og gefist ágætlega.“

Svanfríður segir að miðað við efni bréfs útvarpsstjóra sem lekið hafi til fjölmiðla sé svar útvarpsstjóra við fyrirspurn hennar og Ingvars afskaplega rýrt og stuttort.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli