Frétt

mbl.is | 11.11.2003 | 15:12Íslendingar ætla í mál við breskt farsímafyrirtæki vegna óþæginda frá mastri

Hópur fólks hefur fellt farsímamastur í bænum Sutton Coldfield á Birmingham-svæðinu í Bretlandi og hefst við í tjöldum á svæðinu til að koma í veg fyrir að mastrið verði reist að. Íbúarnir segjast hafa farið að finna til óþæginda eftir að mastrið var tekið í notkun og telja að geislar eða bylgjur frá því valdi krabbameini. Íslensk fjölskylda, sem býr í bæ skammt frá, hefur þurft að flytja fyrirtæki sitt um set vegna óþæginda sem hún telur stafa frá öðru slíku mastri í þeim bæ.
Eiríkur Pétursson, sem er fæddur í Danmörku, íslensk eiginkona hans, Agnes Ingvarsdóttir og Nils Eiríksson sonur þeirra, vinna öll í fyrirtækinu Aces Dust Control. Fjölskyldan stofnaði fyrirtækið á Akureyri árið 1984 en það framleiðir útsogskerfi og ryksíur fyrir stóriðju. Fyrirtækið var flutt til Bretlands fyrir fjórum árum og skrifstofa sett á laggirnar í húsi hjónanna í Worcester, sem er um 30 km sunnan við Birmingham. Mikil viðskipti eru við Ísland og nema þau um 300.000 pundum, eða 38,4 milljónum króna á ári. Meðal viðskiptavina eru ÍSAL.

Þann 16. júní lét fjarskiptafyrirtækið Hutchison setja upp þriðju kynslóðar farsímamastur í bænum, um 28 m frá húsi hjónanna. Mastrið var tekið í notkun 7. ágúst sl.

Eiríkur segir að mjög fljótlega eftir það hafi þau hjónin, sem þá bæði bjuggu í húsinu og störfuðu þar, farið að finna til óþæginda. Agnes hafi verið með linnulausan höfuðverk, verið heit á eyrum og óglatt. Sjálfur segist Eiríkur hafa fundið fyrir þrýstingi á gagnaugum og átt erfitt með að muna hluti. Þá hafi Nils sonur þeirra, sem starfar í fyrirtækinu, þjáðst af höfuðverkjum og ógleði á vinnutíma en batnaði svo þegar hann fór heim til sín

Eiríkur segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað olli óþægindunum. Hitabylgja gekk yfir Bretland á þessum tíma og það leið öllum illa, segir hann. Svo brá skyndilega af fjölskyldunni. Þá segist Eiríkur hafa tekið eftir því að maður var að vinna við tengibox rétt hjá húsinu og í ljós kom að vegna viðgerða var mastrið ekki í notkun í nokkrar klukkustundir. Þegar viðgerðinni var lokið gerðu óþægindin óðar vart við sig á ný.

Eiríkur hefur ritað Hutchison kvörtunarbréf en engin svör fengið. Gefa þarf fyrirtækinu ákveðinn umhugsunarfrest til að svara og er sá tími nú liðinn. Eiríkur segist ætla að höfða mál á hendur Hutchison. Grein birtist um mál fjölskyldunnar í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í þessari viku og segist Eiríkur í kjölfarið fengið fullt af fjandsamlegum tölvupósti frá farsímanotendum.

Fjölskyldan flutti skrifstofur fyrirtækisins í annað húsnæði þar sem ómögulegt var fyrir hana að hafast við í íbúðarhúsinu allan sólarhringinn. Segir Eiríkur að óþægindin eru allt frá klukkan níu á morgnana til átta á kvöldin en þó verst milli fjögur og fimm á daginn þegar farsímanotkunin er hvað mest. Þá finna hjónin fyrir því þegar sjónvarpsþátturinn Pop Idol er sendur út milli klukkan sjö og níu á laugardagskvöldum en almenningi gefst kostur á að taka þátt í vali á keppendum með því að senda sms-skilaboð úr farsíma. Meðan á kosningunni stendur eykst til muna álagið á mastrið. Hjónin hafa það fyrir reglu að snúa ekki heim til sín fyrr en á kvöldin.

Eiríkur kom fyrst til Íslands þegar hann var 13 ára en faðir hans vann hjá Álafossi. Eiríkur og Agnes hafa verið gift í 41 ár og búið á Íslandi, í Danmörku og nú fjögur ár í Bretlandi en þau bjuggu þar einnig á áttunda áratug síðustu aldar er Eiríki bauðst starf á Englandi. Eiríkur, sem nam vélatæknifræði við háskóla í Kaupmannahöfn, þurfti að taka upp íslenskt nafn árið 1962 til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli