Frétt

mbl.is | 11.11.2003 | 08:23Gaddafi segist ekki hafa tekið ólögleg lyf

Allt sem Al Saadi Gaddafi, sonur leiðtoga Líbýu, hafði áhuga á þegar hann skrifaði undir samning hjá ítalska félaginu Perugia, var sanngjarnt tækifæri til að sanna sig á knattspyrnuvellinum. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá félaginu, en féll á dögunum á lyfjaprófi og ef síðara sýnið staðfestir það sem kom út úr því fyrra á hann yfir höfði sér árs keppnisbann.
Hinn þrítugi Gaddafi neitar að hafa neytt ólöglegra lyfja og segir að þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Fyrir nokkrum mánuðum fór hann til lækna á Ítalíu, í Þýskalandi og Líbýu vegna bakmeiðsla og nú er hafin rannsókn á því hvað þessir læknar létu pilt taka.

Gaddafi fékk ungur mikinn áhuga á knattspyrnu þrátt fyrir að faðir hans bannaði íþróttina í heimalandinu. Hann lagði hart að föður sínum að leyfa löndum sínum að leika fótbolta og það tókst um síðir og síðan þá hefur hann unnið að því að koma Líbýu og sér sjálfum á kort alþjóðlegrar knattspyrnu.

„Hann er ekki nothæfur sem leikmaður,“ sagði Franco Scoglio, ítalskur þjálfari sem vann um tíma með landslið Líbýu. „Hann vantar sérstaklega tvo lykilþætti; hraða og þol.

Þetta er eins og Ferrari. Hann getur verið fallegur, nýbónaður og glæsilegur, en ef það er ekkert eldsneyti á honum kemst hann ekkert,“ sagði þjálfarinn þegar hann lýsti Gaddafi sem knattspyrnumanni.

En Gaddafi er ekki á Ferrari heldur gulum Lamborghini Diablo sem hann notar til að komast á milli staða í Perugia. Þar er hann með einkasvítu á hóteli í miðborginni, er með einkaþotu til taks ef hann þarf að skjótast lengra og 15 lífverðir sjá um að hann sé ekki ónáðaður.

Áhugasamir menn um ítalska knattspyrnu telja að forseti Perugia, Luciano Gaucci, hafi skrifað undir samninginn með eitthvað annað í huga en að hann væri að kaupa góðan leikmann. Sömu aðilar setja líka spurningarmerki við tilganginn hjá Gaddafi. Sjálfur hefur hann verið duglegur að breiða út fagnaðarerindið í heimalandi sínu og að reyna að koma knattspyrnunni í heimalandi sínu á heimskortið.

Líbýskir kaupsýslumenn keyptu í fyrra hlut í Juventus á Ítalíu fyrir tilstilli hans og fékk hann við það sæti í stjórn félagsins. Hann varð þó að segja sig úr stjórn Juve þegar hann skrifaði undir hjá Perugia.

Þegar hann lék í deildinni í heimalandi sínu naut hann ákveðinna forréttinda. Samkvæmt fjölmiðlum þar í landi var ekki óalgengt að mótherjar hans færu frá þegar hann var með boltann og leyfðu honum að skora. Dómararnir voru líka gjarnir á að dæma honum í hag og segir sagan að eitt sinn hafi áhorfendur púað á slíka dómgæslu. Líffverðir Gaddafi sneru sér þá við á hliðarlínunni og skutu úr hríðskotabyssum yfir áhorfendur.

En Gaddafi hefur reynt að bæta sig sem knattspyrnumaður og réð Ben Johnson, spretthlauparann fræga, sem einkaþjálfara um tíma. Hvort hann á einhvern tíma eftir að leika leik í ítölsku deildinni skal ósagt látið en sem stendur er hann í tímabundnu leikbanni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli