Frétt

| 21.03.2001 | 06:30Þjóðahátíð Vestfirðinga

Þessi pistill hefur þá sérstöðu, að hann er tekinn af Netspjallinu hér á BB-vefnum í gærkvöldi. Umsjónarmaður vefjarins tekur sér það bessaleyfi að setja hann einnig hér í pistlasafnið. Hann vill jafnframt taka undir orð „Héðins Sveinssonar“ og gera þau að sínum. Einnig hvetur hann fólk til þess að leggja fleiri orð í belg um Þjóðahátíðina í Netspjallinu.

Ég leyfi mér að nota dulnefni, líkt og margir aðrir. Héðinn Sveinsson er vissulega ekki mitt rétta nafn. Ekki að ég hafi sosum neitt að fela. En mig langar að koma hér á framfæri sundurlausum hugleiðingum varðandi Þjóðahátíð Vestfirðinga. Hún er að mínu viti eitthvert merkasta framlag til skilnings og vináttu þjóða í milli sem séð hefur dagsins ljós á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vona að ekki sé hallað á neinn, þegar ég leyfi mér að nefna hugsjónakonuna Ingu Dan sem helsta frumkvöðul þess grasrótarstarfs sem á sér stað árið um kring í Rótum, áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, en blómgast og ber ávöxt á Þjóðahátíð ár hvert.
Sagt er að á Vestfjörðum sé fólk af um fjörutíu þjóðum. Daglegar venjur í heimalöndum fólksins eru ólíkar, mataræðið, loftslagið, klæðnaðurinn, trúarbrögðin, hörundsliturinn, viðhorfin, lífsgildin – eiginlega allt.

Ástæðurnar fyrir því að þetta fólk er búsett á Vestfjörðum, af öllum stöðum í veröldinni, eru líka mjög ólíkar. Suma hefur ævintýraþráin rekið á þessa ókunnu strönd og ýmsir hafa fundið hér innfædda lífsförunauta. Sumir hafa komið til að leita sér lífsbjargar í stað þess að búa við sult og seyru í heimalandinu. Útlenda fólkið sem vinnur í fiskinum á Vestfjörðum er almennt harðduglegt og sparsamt enda senda margir verulegan hluta af hýrunni sinni heim til ættingjanna. Og vel að merkja: Þetta fólk leggur hart að sér við vinnu sem margir Íslendingar vilja ekki líta við.

En hverjar sem ástæðurnar eru – það er á margan hátt erfitt, stundum mjög erfitt, að setjast að í framandi landi og búa við framandi tungu og siði. Reyndar er við því að búast að enginn skynji þá erfiðleika til fulls nema sá sem reynir.

Víða um heim mæta innflytjendur kulda og óvild og jafnvel hatri og ofsóknum. Þess hefur ekki orðið vart hér á Vestfjörðum, svo vitað sé. Vera má að ötult starf fólksins í Rótum eigi þar stærri hlut að máli en margan grunar. Ef til vill er þetta samt fyrst og fremst vitnisburður um þroska hinna innfæddu Vestfirðinga og menningarstig þeirra, og þá er ekki átt við prófgráður úr skólum.

Þjóðahátíð Vestfirðinga er ekki einungis ætluð því erlenda fólki sem hér býr. Hún er ekki síður (og kannski öllu frekar, ef eitthvað er) ætluð þeim sem fyrir eru og hafa búið hér mann fram af manni. Hátíðin gefur heimafólkinu sérstakt tækifæri til þess að kynnast aðkomna fólkinu, siðum þess að heiman, list þess og lífi. Hátíðin er með öðrum orðum tækifæri fyrir heimafólkið til að mennta sig og auka sér víðsýni.

Hér er engu ljóstrað upp þótt minnt sé á, að Inga Dan aðhyllist siðfræði og trúarkenningar sem ýmsum eru framandi. Komið hefur fyrir að fólk sem aðhyllist þá siðfræði hefur verið kallað sértrúarhópur eða annað í þeim dúr. Þeir sem svo tala vita lítið hvað þeir eru að segja. Þeir sem vitna um viðhorf annarra án þess að þekkja þau bera einungis sjálfum sér vitni. Ef til vill á hið ötula og óeigingjarna starf Ingu Dan í þágu þeirra sem kynnu að vera í svipuðum sporum og hún einhverjar rætur í því að hún hafi mætt viðhorfum af því tagi. Ekki skal þó fullyrt neitt um það.

En verk Ingu Dan bera þeirri siðfræði sem hún aðhyllist gleggst vitni. Ekki er þörf á neinum fræðilegum útskýringum í því efni. Því fer fjarri að sá sem þessi orð ritar sé að predika eina siðfræði annarri frekar. Að hans áliti er kærleiksboðskapur kristinnar trúar alveg nægilegt vegarnesti fyrir þá sem fylgja þeim boðskap. Í verki, vel að merkja – ekki aðeins í orði. Líklega skiptir innræti einstaklingsins og hugarfar öllu meira máli um gerðir hans en heiti þeirra trúarbragða sem hann játar.

Auk heimafólksins sem stendur að Þjóðahátíð Vestfirðinga leggja fjölmargir hinna aðfluttu hönd á plóginn. Þetta fólk langar til að vera góðir og virkir þegnar í vestfirsku samfélagi. Þetta fólk býður okkur að koma og kynnast sér og kynnast siðum og venjum frá heimalandinu. Þetta fólk býður okkur að hlýða á tónlist að heiman, það býður okkur að smakka á matnum að heiman, það býður okkur að skoða þjóðbúningana sína.

Vonandi reynum við innfæddir Vestfirðingar að setja okkur inn í aðstæður hins aðflutta fólks, þó ekki væri nema einu sinni á ári. Gestrisni getur tekið á sig ýmsar myndir. Til dæmis þá, að þiggja boð um að koma á listviðburði og aðrar samkomur á Þjóðahátíð Vestfirðinga. Þegar þetta er skrifað hefur um þriðjungur þeirra sem svarað hafa spurningu vikunnar hjá Bæjarins besta sagst ætla að koma á einhvern viðburð á Þjóðahátíð. Það er ekki svo lítið hlutfall. Ef svo stór hluti fólks, þó ekki væri nema á Vestfjörðum norðan Hrafnseyrarheiðar, kæmi á einhverja viðburði hátíðarinnar, þá yrði það að teljast ákaflega góð aðsókn.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli